Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár

Of­neysla lyf­seð­ils­skyldra lyfja hef­ur vald­ið fleiri dauðs­föll­um á Ís­landi en of­neysla ólög­legra vímu­efna. Voru ópíum­skyld lyf ástæða nær helm­ings and­láta. Of­neysla örv­andi lyfja dró 18 manns til dauða.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár
Ofneysla lyfja 85 létust á árunum 2015 til 2017 vegna ofneyslu lyfja. Mynd: Shutterstock

Á árunum 2015 til 2017 létust 42 manns á Íslandi vegna ofneyslu ópíumskyldra lyfja. Lyfjaflokkurinn var sá langbanvænasti á tímabilinu, en alls létust 85 manns vegna eitrana á tímabilinu samkvæmt upplýsingum úr dánameinaskrá embættis landlæknis. Ofneysla löglegra lyfseðilsskyldra lyfja olli fleiri dauðsföllum en ofneysla ólöglegra lyfja.

26 manns létust á tímabilinu vegna ópíumskyldra lyfja á borð við morfín og kódein. Þá létust 16 til viðbótar vegna svokallaðra gervi ópíóða, en í þeim flokkum eru lyf á borð við Demerol, Tramadol, Fentanyl og lyf sem eru notuð í viðhaldsmeðferð, svo sem methadone og buprenorphine.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag var fjallað um í aukningu á notkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti í júlí um að 20 mannslát hafi verið til rannsóknar þar sem lyfseðilsskyld lyf komu við sögu. Lyfjateymi landlæknis hefur til skoðunar 29 matsgerðir það sem af er ári þar sem greint er frá lyfjum eða efnum sem fundust í látnum einstaklingum.

18 manns létust vegna ofneyslu örvandi lyfja

Í dánarmeinaskrá kemur einnig fram að 13 manns létust á árunum 2015 til 2017 vegna örvandi efna í flokki amfetamíns og rítalíns (methylphenidat). 5 manns létust af ofneyslu kókaíns á tímabilinu. Sögulega séð hafa þessir flokkar lyfja verið þeir algengustu þegar kemur að neyslu í æð, en samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ hefur neysla ópíumskyldra lyfja í æð verið að aukast.

4 létust á tímabilinu vegna ofneyslu kvíðastillandi lyfja í flokki benzodiazepine, en slík lyf eru meðal annars markaðssett undir nöfnunum Tafil, Rivotril, Mogadon, Lexotan og Diazepam. Enginn lést af notkun kannabis eða ofskynjunarlyfja svo sem LSD eða psilocybin sveppa samkvæmt skránni. Upplýsingar úr dánarmeinaskrá það sem af er 2018 eru ekki fáanlegar frá embætti landlæknis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár