Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár

Of­neysla lyf­seð­ils­skyldra lyfja hef­ur vald­ið fleiri dauðs­föll­um á Ís­landi en of­neysla ólög­legra vímu­efna. Voru ópíum­skyld lyf ástæða nær helm­ings and­láta. Of­neysla örv­andi lyfja dró 18 manns til dauða.

42 létust vegna ofneyslu ópíóða síðustu þrjú ár
Ofneysla lyfja 85 létust á árunum 2015 til 2017 vegna ofneyslu lyfja. Mynd: Shutterstock

Á árunum 2015 til 2017 létust 42 manns á Íslandi vegna ofneyslu ópíumskyldra lyfja. Lyfjaflokkurinn var sá langbanvænasti á tímabilinu, en alls létust 85 manns vegna eitrana á tímabilinu samkvæmt upplýsingum úr dánameinaskrá embættis landlæknis. Ofneysla löglegra lyfseðilsskyldra lyfja olli fleiri dauðsföllum en ofneysla ólöglegra lyfja.

26 manns létust á tímabilinu vegna ópíumskyldra lyfja á borð við morfín og kódein. Þá létust 16 til viðbótar vegna svokallaðra gervi ópíóða, en í þeim flokkum eru lyf á borð við Demerol, Tramadol, Fentanyl og lyf sem eru notuð í viðhaldsmeðferð, svo sem methadone og buprenorphine.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag var fjallað um í aukningu á notkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti í júlí um að 20 mannslát hafi verið til rannsóknar þar sem lyfseðilsskyld lyf komu við sögu. Lyfjateymi landlæknis hefur til skoðunar 29 matsgerðir það sem af er ári þar sem greint er frá lyfjum eða efnum sem fundust í látnum einstaklingum.

18 manns létust vegna ofneyslu örvandi lyfja

Í dánarmeinaskrá kemur einnig fram að 13 manns létust á árunum 2015 til 2017 vegna örvandi efna í flokki amfetamíns og rítalíns (methylphenidat). 5 manns létust af ofneyslu kókaíns á tímabilinu. Sögulega séð hafa þessir flokkar lyfja verið þeir algengustu þegar kemur að neyslu í æð, en samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ hefur neysla ópíumskyldra lyfja í æð verið að aukast.

4 létust á tímabilinu vegna ofneyslu kvíðastillandi lyfja í flokki benzodiazepine, en slík lyf eru meðal annars markaðssett undir nöfnunum Tafil, Rivotril, Mogadon, Lexotan og Diazepam. Enginn lést af notkun kannabis eða ofskynjunarlyfja svo sem LSD eða psilocybin sveppa samkvæmt skránni. Upplýsingar úr dánarmeinaskrá það sem af er 2018 eru ekki fáanlegar frá embætti landlæknis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár