Bæjarfulltrúrar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista í Hafnarfirði hyggjast kæra Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Ástæðan er að fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær að Rósa hefði þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar (FH), án þess að fyrir því lægju samþykktir. Greiðsla fjármunanna til FH var að sögn Rósu vegna efniskaupa.
Hyggjast einnig kæra fyrirhuguð kaup á knatthúsum
Mikill styrr hefur staðið innan bæjarstjórnar vegna ákvörðunar meirihlutans um að falla frá því að reisa knatthús fyrir FH en kaupa þess í stað tvö eldri knatthús og eftirláta félaginu sjálfu að ráðast í byggingu hins nýja húss. Því hefur minnihlutinn mótmælt harðlega og hefur lýst því yfir að hann hyggist kæra fyrirhuguð kaup.
Rósa sjálf hefur vísað því á bug að ekki sé heimild fyrir greiðslunni enda hafi viðauki við fjárhagsáætlun sem samþykktur var í gær einungis verið orðalagsbreyting, engar breytingar …
Athugasemdir