Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins

Óprúttn­ir að­il­ar virð­ast hafa sett upp skilti á Lauga­veg­in­um á með­an Reykja­vík Pri­de stóð yf­ir. Á skilt­inu mæl­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með einka­væð­ingu. „Ekki á veg­um flokks­ins,“ seg­ir formað­ur SUS.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins
Skiltið á Pride Á skiltinu voru tvö merki Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Lóa Hjálmtýsdóttir

Margir sem áttu leið um Laugaveg á meðan Reykjavík Pride hátíðarhöldin stóðu yfir ráku augun í áróðursskilti fyrir framan skemmtistaðinn Bravó á horni Klapparstígs. Skiltið var merkt Sjálfstæðisflokknum, en formaður SUS segir það ekki hafa verið á vegum flokksins.

„Einkavæðing innviða samfélagsins er lang, lang besta leiðin .... fyrir okkur“ stóð á skiltinu. Auk þess prýddi skiltið fálki, einkennistákn Sjálfstæðisflokksins, og kosningamerki flokksins XD.

„Þetta er ekki á vegum flokksins,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS), í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Nokkur umræða varð um skiltið á samfélagsmiðlum, sem þótti ósmekklegt í tilefni hátíðarhaldanna. Nú virðist ljóst að það hafi verið sett upp af einhverjum sem sigldi undir fölsku flaggi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár