Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins

Óprúttn­ir að­il­ar virð­ast hafa sett upp skilti á Lauga­veg­in­um á með­an Reykja­vík Pri­de stóð yf­ir. Á skilt­inu mæl­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með einka­væð­ingu. „Ekki á veg­um flokks­ins,“ seg­ir formað­ur SUS.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins
Skiltið á Pride Á skiltinu voru tvö merki Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Lóa Hjálmtýsdóttir

Margir sem áttu leið um Laugaveg á meðan Reykjavík Pride hátíðarhöldin stóðu yfir ráku augun í áróðursskilti fyrir framan skemmtistaðinn Bravó á horni Klapparstígs. Skiltið var merkt Sjálfstæðisflokknum, en formaður SUS segir það ekki hafa verið á vegum flokksins.

„Einkavæðing innviða samfélagsins er lang, lang besta leiðin .... fyrir okkur“ stóð á skiltinu. Auk þess prýddi skiltið fálki, einkennistákn Sjálfstæðisflokksins, og kosningamerki flokksins XD.

„Þetta er ekki á vegum flokksins,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS), í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Nokkur umræða varð um skiltið á samfélagsmiðlum, sem þótti ósmekklegt í tilefni hátíðarhaldanna. Nú virðist ljóst að það hafi verið sett upp af einhverjum sem sigldi undir fölsku flaggi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár