Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins

Óprúttn­ir að­il­ar virð­ast hafa sett upp skilti á Lauga­veg­in­um á með­an Reykja­vík Pri­de stóð yf­ir. Á skilt­inu mæl­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með einka­væð­ingu. „Ekki á veg­um flokks­ins,“ seg­ir formað­ur SUS.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins
Skiltið á Pride Á skiltinu voru tvö merki Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Lóa Hjálmtýsdóttir

Margir sem áttu leið um Laugaveg á meðan Reykjavík Pride hátíðarhöldin stóðu yfir ráku augun í áróðursskilti fyrir framan skemmtistaðinn Bravó á horni Klapparstígs. Skiltið var merkt Sjálfstæðisflokknum, en formaður SUS segir það ekki hafa verið á vegum flokksins.

„Einkavæðing innviða samfélagsins er lang, lang besta leiðin .... fyrir okkur“ stóð á skiltinu. Auk þess prýddi skiltið fálki, einkennistákn Sjálfstæðisflokksins, og kosningamerki flokksins XD.

„Þetta er ekki á vegum flokksins,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS), í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Nokkur umræða varð um skiltið á samfélagsmiðlum, sem þótti ósmekklegt í tilefni hátíðarhaldanna. Nú virðist ljóst að það hafi verið sett upp af einhverjum sem sigldi undir fölsku flaggi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár