Ekki verður ráðist í nýjar stærri vegaframkvæmdir án aðkomu einkaaðila og með gjaldtöku, að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Brýnt sé að meira fjármagn fari í málaflokkinn, en fé ríkissjóðs sé af skornum skammti. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur einnig sagt slíkar lausnir koma til greina.
GAMMA gaf árið 2016 út skýrslu um innviðafjárfestingar þar sem kallað var eftir því að einkaaðilar fjárfestu í slíkum verkefnum. „Við höfum enn áhuga á því að skoða þessa möguleika,“ segir Valdimar Ármann, forstjóri félagsins. GAMMA var nýlega keypt af Kviku banka á 3,75 milljarða króna. Sjóðir félagsins eru þegar stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði og námu eignir í stýringu hjá GAMMA 138 milljörðum króna í árslok 2017.
Einnig með heilbrigðiskerfið til skoðunar
Í skýrslu GAMMA frá 2016 er sjónum sérstaklega beint að vegakerfinu og samgöngumannvirkjum af ýmsu tagi, svo sem Sundabraut, breikkun þjóðvegar og hugmyndum um lest milli Keflavíkur og …
Athugasemdir