Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nefnd fjármálaráðuneytis vann tillögur um flatara skattkerfi

Nefnd um end­ur­skoð­un tekju­skatts vann til­lög­ur um flat­ara skatt­kerfi með lægri skatt­pró­sentu en hærri skerð­an­leg­um per­sónu­afslætti. Hærra skatt­þrep lækk­ar um rúm 3 pró­sentu­stig. Ný nefnd um sama mál með sama for­manni var skip­uð í tíð nú­ver­andi stjórn­ar, en hef­ur ekki skil­að til­lög­um.

Nefnd fjármálaráðuneytis vann tillögur um flatara skattkerfi
Axel Hall Nefnd um endurskoðun tekjuskatts leggur til flatara skattkerfi og hærri skerðanlegan persónuafslátt. Mynd: Háskóli Íslands

Nefnd um endurskoðun tekjuskatts, sem Axel Hall hagfræðingur stýrði fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tíð síðustu ríkisstjórnar, vann tillögur um flatara skattkerfi með færri skattþrepum. Lægsta skattprósentan mundi lækka en persónuafsláttur hækka samkvæmt tillögunum, en þær eru byggðar á hugmyndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hærra skattþrepið mundi lækka úr 46,24% í 43%.

Ný nefnd um sama mál var skipuð af núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna Benediktssyni, og er Axel aftur formaður. Hann kynnti hugmyndir fyrri nefndarinnar fyrir hönd ráðuneytisins á fundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins 24. maí síðastliðinn og voru fundargögn birt á vef forsætisráðuneytisins í dag.

Hugmyndirnar snúa að því að auka jöfnuð án þess að draga úr hvata til vinnu. Samkvæmt þeim munu ráðstöfunartekjur fólks með allt að 3,6 milljónir króna í árstekjur aukast, en lækka lítillega hjá þeim sem eru með á milli 3,6 og 5 milljónir króna á ári. Ráðstöfunartekjur fólks með yfir 5 milljónir á ári munu einnig aukast.

Samkvæmt þessu mun persónuafsláttur hækka verulega, en verða skerðanlegur. Hann mun fara þangað sem „þörfin er mest“ samkvæmt kynningu ráðuneytisins. Stærri hluti skattgreiðenda mun þannig verða með engan persónuafslátt en lægri skattprósentu. Tekjuskattskerfið verði þannig „flatara“.

Kerfið felur í sér háar tekjutengingar barnabóta, hærri grunnbætur og þök á greiðslur fyrir fjölda barna. Þá eru vaxtabætur afnumdar með öllu.

Verkalýðshreyfingin vill þrepaskipt kerfi frekar en flatt

Á sama fundi kynnti Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, útreikninga á skattbyrði launafólks. Í erindi hans kom fram að skattbyrði hafi aukist mikið á síðustu áratugum, sér í lagi hjá tekjulægstu hópunum. Ástæður þess séu að persónuafsláttur hafi ekki haldið í við launaþróun, vaxtabóta- og barnabótakerfin hafi veikst verulega og stuðningur við leigjendur hafi rýrnað. Lagði ASÍ til að skattþrepum yrði fjölgað og hátekjuskattur yrði settur á ofurlaun. Skattkerfið verði þannig að styðja við markmið kjarasamninga um bætt kjör lægst launuðu hópanna.

Þá lagði BSRB fram minnisblað þar sem stuðningur félagsins við þrepaskipt skattkerfi var ítrekaður. „Reka á skattkerfið og um leið velferðarkerfi landsins með því hugarfari að fólk greiði inn eftir efnum og taki út eftir þörfum,“ segir í minnisblaðinu. „Mikilvægt er að þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á skattkerfinu komi helst þeim tekjulægstu til góða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár