1. Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í einni af fjölmörgum árásum Tyrklandshers á héraðið Afrin í febrúar á þessu ári, en þá og þar til um miðjan mars, heyrði héraðið undir sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Í Rojava, en svo nefnist sjálfstjórnarsvæðið, barðist Haukur með alþjóðaherdeildinni IFB sem
starfar við hlið varnarsveita Kúrda, YPG, fyrst við Íslamska ríkið um borgina Raqqa við bakka Efratfljóts, síðan við tyrkneska herinn og bandamenn þeirra úr röðum jíhadista í Afrin. Sé Haukur fallinn er hann að öllum líkindum fyrsti íslenski ríkisborgarinn sem lætur lífið í stríðsátökum frá lokum heimsstyrjaldar númer tvö. Þrátt fyrir það hafa íslensk stjórnvöld ekki enn komið auga á nægilega góða ástæðu til að tjá sig um mál hans að fyrra bragði og að eigin frumkvæði, heldur einungis nauðbeygð, þegar á þau er þrýst og þau krafin svara …
Athugasemdir