Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útgáfutónleikar, samtal listaverka og sultuslök raftónlist

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og aðr­ir menn­ing­ar­við­burð­ir 24. ág­úst til 6. sept­em­ber.

Útgáfutónleikar, samtal listaverka og sultuslök raftónlist

Hórmónar útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Femíníska pönksveitin Hórmónar fagnar í kvöld útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, en sveitin vann Músíktilraunir 2016 og hefur síðan þá troðið upp á öllum helstu hátíðum landsins. Búast má við kraftmiklum hljóðfæraleik og opinskáum söngtextum um flókin kynjahlutverk og sambönd, reiði og þrá, pólitíska rétthugsun, fegurð og ljótleika. Og fullt af pönki.

Seeing Believing Having Holding

Hvar? i8
Hvenær? 18. ágúst–27. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk fimm bandarískra listamanna eru sýnd á þessari síðsumarssýningu, en þau eiga það öll sameiginleg að vera áþreifanleg samsett verk og myndir sem vekja efasemdir í huga áhorfandans um eðli þeirra. Áferðir og ásýndir verkanna eru í mótsögn, sem er í senn ádeila á stjórnmálaumhverfi Bandaríkjanna.

Árstíðir – útgáfutónleikar

Hvar? Húrra 
Hvenær? 24. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Hljómsveitin sem varð heimsfræg 2013 fyrir að flytja „Heyr himna smiður“ a capella á þýskri lestarstöð er að fagna 5. breiðskífu sinni, „NIVALIS“, sem kom út fyrr í sumar. Á tónleikunum verða leikin vel valin lög af nýju plötunni í bland við eldra efni af 10 ára löngum ferli sveitarinnar. 

 

Innrás III: Matthías Rúnar Sigurðsson

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 18. ágúst–4. nóvember
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Innrás er sería þar sem listamönnum er boðið að setja upp verk sín í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar sem safnið er nefnt eftir. Í þessari þriðju sýningu kallast klassísk handverksnotkun upprennandi myndhöggvarans Matthíasar Rúnars á við verk Ásmundar. Matthías heldur leiðsögn með sýningunni 2. september kl. 14.00.

The Vintage Caravan – útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó 
Hvenær? 31. ágúst kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þrímenningarnir í rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fjórða plata þeirra, „Gateways“, verður spiluð í heild sinni á tónleikunum.

The Blair Witch Project – föstudagspartísýning! 

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. ágúst kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Hrollvekjan frá tíunda áratugnum, „The Blair Witch Project“, vakti mikla athygli fyrir útsmogna auglýsingaherferð og framsækinn upptökustíl sem svipar til heimildarmyndar gerðrar af viðvaningum. Myndin segir af ungu fólki sem hverfur við dularfullar aðstæður í skóglendi en ári síðar finnast myndbandaupptökur sem það gerði um ferðalag sitt. 

Án titils – samtímalist fyrir byrjendur

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 6. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Sýningin er hluti af sýningaröð í Hafnarhúsinu fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði þar sem tekið er á móti þeim sem hafa áhuga á að kynna sér samtímalist en eru byrjendur á því sviði. Gestir fá innsýn í heim myndlistarinnar, skoða nokkur verk á sýningum og fá rými til að spjalla og spyrja spurninga um myndlist.

Extreme Chill Festival 2018

Hvar? Harpa, Húrra, Gamla bíó og Fríkirkjan
Hvenær? 6.–9. september
Aðgangseyrir: 8.900 kr.

Á þessari rafmögnuðu en í senn rólegu tónlistarhátíð koma fram 21 sveit á fjórum mismunandi vettvöngum. Á fyrsta kvöldinu, sem haldið er í Kaldalóni, sal Hörpu, koma fram raftónlistarmaðurinn Sillus, hin þýska Katrin Hahner, kontrabassaspilarinn Bára Gísladóttir og draumkennda rafsveitin aYia.

Tilkynningar um áhugaverða viðburði sendist á stundarskra@stundin.is. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár