Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyr­ir­tæki voru leigu­sal­ar í fimmt­ungi til­vika ár­ið 2011 en um­fang þeirra á leigu­mark­aði er nú 40 pró­sent. Hlut­deild ein­stak­linga sem leigu­sala hef­ur dreg­ist um­tals­vert sam­an.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði
Auka hlutdeild á leigumarkaði Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlutdeild sína sem leigusalar frá árinu 2011.

Hlutur fyrirtækja sem leigusalar á leigumarkaði hefur farið verulega vaxandi og hefur umfang þeirra á markaðnum tvöfaldast frá árinu 2011. Einstaklingar eru enn sem komið er umsvifamestir á markaðnum en hlutdeild þeirra hefur dregist verulega saman á sama árafjölda.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands sem Íbúðalánasjóður vekur athygli á. Árið 2011 voru 73 prósent íbúðarhúsnæðis sem var í útleigu í eigu einstaklinga. Nú, sjö árum síðar, er það hlutfall komið niður í 57 prósent. Fyrirtæki áttu 21 prósent leiguhúsnæðis árið 2011 en eiga nú 41 prósent. Hlutfall fjármálastofnana hefur dregist talsvert saman, árið 2011 voru fjármálastofnanir 7 prósent leigusala en eru nú 2 prósent.  

Gögn Þjóðskrár ná þó ekki til allra leigusamninga. Þannig var samningum um félagslegar íbúðir, samningum þar sem herbergjafjöldi er óþekktur og samningum þar sem aðeins hluti íbúðar var í útleigu á tímabilinum sem er undir fyrir árið 2018 sleppt. Úrvinnslan fyrir árið 2018 byggir á 5.622 leigusamningum sem þinglýst var á tímabilinu 30. júní til og með 31. júlí 2018.

Í síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kom fram að hlutdeild fyrirtækja í íbúðakaupum fer minnkandi. Hlutdeild fyrirtækja sem leigusala tók stökk milli áranna 2016 og 2017 þegar hún fór úr 31 prósenti í 40 prósent. Íbúðakaup fyrirtækja höfðu þó áður aukist, sérstaklega í Reykjavík, en milli áranna 2013 og 2017 stóðu fyrirtæki á bak við 17 prósent allra íbúðakaupa á því svæði. Á fyrri hluta þessa árs var það hlutfall hins vegar ekki nema um 10 prósent.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár