Staða þeirra sem nota morfínskyld lyf í æð hefur versnað mjög mikið á undanförnum árum. Lyfin hafa hækkað í verði, sem hefur leitt til aukinnar örvæntingar þeirra sem þeim eru háðir, jafnvel kynlífsvinnu, þjófnaða og ofbeldis. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar - skaðaminnkunar, hjá Rauða krossinum.
„Við sem þekkjum hópinn og erum að vinna með þeim, við vitum hvað gerist þegar verðið á lyfjunum hækkar,“ segir Svala. „Ég upplifi oft skort á áhuga og umhyggju til þessa hóps. Þeirra staða er bara aldrei tekin með og skiptir ekki máli. Það er sárt fyrir einstaklingana og í raun óásættanlegt, því það eru þau sem finna hvað mest fyrir þessu. Þegar lyfin hækka svona mikið þá verður meiri harka og meira ofbeldi. Fólk verður örvæntingarfullt.“
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll sem ekið er um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, sex kvöld í viku, með það að markmiði að ná til jaðarsettra …
Athugasemdir