Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Erfitt fyrir innflytjendur að koma út sem trans eða kynsegin

Andie Fontaine, blaða­mað­ur og fyrr­ver­andi vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir önn­ur lönd standa Ís­landi fram­ar hvað varð­ar ferli trans og kynseg­in fólks. Ferl­ið sé enn erf­ið­ara fyr­ir fólk án ís­lensks rík­is­borg­ara­rétt­ar. Hán kom ný­ver­ið út og ótt­ast skriff­in­sku og nær­göng­ul­ar spurn­ing­ar í ferl­inu.

Erfitt fyrir innflytjendur að koma út sem trans eða kynsegin
Andie Fontaine Andie segist hafa notið mikils stuðnings, en hafa helst óttast ferlið og skriffinnskuna. Mynd: Art Bicnick

Ísland stendur aftar öðrum þjóðum hvað varðar ferli sem trans og kynsegin (e. non-binary) fólk þarf að fara í gegnum. Ferlið er enn flóknara fyrir fólk án íslensks ríkisborgararéttar. Þetta skrifar Andie Fontaine, fyrrverandi varaþingmaður og fréttaritstjóri The Reykjavík Grapevine, í pistli um málið í dag.

Andie kom nýverið út sem trans og kynsegin. Í pistlinum segir hán ferlið hafa hafist í æsku, en nú hafi hán skipt um nafn og útlitið muni breytast, að hluta til vegna hormónameðferðar. Stærsti ótti Andie í tengslum við breytingarnar stafi hins vegar af því hversu úrelt ferlið fyrir trans og kynsegin fólk sé á Íslandi.

„Í fyrsta lagi, þá er „kynsegin“ ekki skilgreint í lögum eða heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“

„Í fyrsta lagi, þá er „kynsegin“ ekki skilgreint í lögum eða heilbrigðiskerfinu á Íslandi, þannig að ef þú vilt undirgangast leiðréttingu þá þarftu að velja „karlkyns“ eða „kvenkyns“,“ skrifar Andie, í þýðingu blaðamanns. „Þú þarft að „lifa sem“ annað af þessum kyngervum, sérstaklega hvernig þú kemur fram, í að minnsta kosti sex mánuði og allt að 18 mánuðum eða lengur og gangast undir nærgöngular spurningar um í hvernig nærfötum þú gengur, hvaða kynlífsstellingar þér finnast góðar, og slíkt.“

Enn eitt dæmið um mismunun vegna þjóðernis

Andie segir að þeir sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar þurfi fyrst að fá nýtt nafn og kyngervi samþykkt af heimalandinu áður því megi breyta á Íslandi. „Allt þetta þarf að gerast, ekki aðeins áður en þú mátt byrja í hormónameðferð, heldur eru þetta forsendur þess að breyta kyngervisskráningunni (aftur, aðeins „karlkyns“ og „kvenkyns“) eða jafnvel nafninu þínu - nafni sem þarf að mæta lögbundnum skilyrðum fyrir „karlkyns“ og „kvenkyns“ nöfn.“

Andie segir að önnur lönd standi Íslandi framar hvað þetta varðar og þetta sé enn eitt dæmið þar sem Ísland mismunar fólki eftir þjóðerni. Andie fæddist í Bandaríkjunum og sat á þingi fyrir Vinstihreyfinguna - grænt framboð sem varaþingmaður á árunum 2007 og 2008 og lét til sín taka í málefnum innflytjenda á meðan þingsetunni stóð.

„Kyngervi okkar, hormónar okkar, nöfnin okkar - ekkert af þessu ætti að vera eitthvað sem stjórnkerfið okkar stendur í vegi fyrir eða við þurfum að grátbiðja um,“ skrifar Andie. „Þau eru hluti af því hvernig við skilgreinum okkur, þau tilheyra okkur og kannski mun löggjöfin einn daginn endurspegla það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár