Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“

Sema Erla Ser­d­ar seg­ir Mar­gréti Frið­riks­dótt­ur hafa ráð­ist á sig vegna skoð­anna sinna. Sema seg­ir Mar­gréti hafi ver­ið í miklu ójafn­vægi, hót­að sér líf­láti og ráð­ist á sig. Það verði kært til lög­reglu.

„Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“
Semu brugðið Sema Erla spyr hvort við séum í alvöru komin á þann stað að eðlilegt þyki að berja fólk sem ekki hafi sömu lífsskoðanir og maður sjálfur. Mynd: hordur sveinsson

Sema Erla Serdar hyggst kæra Margréti Friðriksdóttur fyrir líkamsárás og líflátshótanir, auk þess sem hún hyggst kanna hvort grundvöllur sé fyrir að kæra Margréti fyrir hatursglæp. Sema á pantaðan fund hjá lögreglu næstkomandi mánudag í þessu skyni. Í samtali við Stundina segir Sema að henni hafi verið brugðið við árás Margrétar enda hafi hún augljóslega verið í miklu andlegu ójafnvægi. „Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“ segir Sema.

Sema birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún lýsir því hvernig Margrét hefði hótað því í vitna viðurvist að verða henni að bana og hvernig Margrét hefði setið fyrir henni fyrir utan bar á Grensásvegi.

„Ég var varla komin út úr bílnum þegar Margrét réðst að mér með svívirðingum sem ekki er hægt að hafa eftir,“ segir Sema og lýsir því hvernig Margrét hafi verið mjög ögrandi í orðfæri og framkomu. Vinur Margrétar hafi reynt að stilla hana og haldið henni frá Semu en Margrét hafi náð að slíta sig lausa og hafi kýlt í öxlina á Semu. „Ég sé augnaráðið ennþá fyrir mér, það var eitur í augunum á henni. Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig, ég sá það bara á henni. Ég veit ekki hvort þetta endurtekur sig eða ekki svo auðvitað verð ég að fara til lögreglunnar og kæra þetta. Hvað gerist næst, mætir hún næst í vinnuna hjá mér eða kemur hún heim til mín? Hún ítrekað tilkynnti að hún ætlaði að drepa mig, bæði við aðra og hún æpti þetta á mig.“

Sema segir fullkomlega ljóst í sínum huga að Margrét hafi ráðist á sig vegna skoðana sinna. Sema er einn stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, og hefur árum saman talað fyrir réttindum flóttafólks og gegn mannréttindabrotum, meðal annars Ísraela gegn Palestínumönnum. Margrét hefur hins vegar talað á mjög gagnrýnan hátt um hælisleitendur og innflytjendur á Íslandi og hefur til að mynda ítrekað lýst yfir andúð sinni á múslimum. Sema segir að hún skilji ekki hvað Margréti gangi til, hún þekki hana ekkert og hafi ekki átt samskipti við hana frá því að þær voru báðar í sama útvarpsþættinum árið 2016. „Ástæðan er sú að hún fyrirlítur mig og það sem ég stend fyrir. Hún er að ráðast á mig vegna þess hver ég er, það er ljóst. Hún hefur ítrekað kallað mig gyðingahatara og öðrum nöfnum á netinu. Ég mun benda á þetta þegar ég legg fram kæruna. Erum við í alvöru komin á þennan stað, á að berja fólk sem ekki hefur sömu lífsskoðanir? Það er ofboðslega hættuleg þróun.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár