Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“

Sema Erla Ser­d­ar seg­ir Mar­gréti Frið­riks­dótt­ur hafa ráð­ist á sig vegna skoð­anna sinna. Sema seg­ir Mar­gréti hafi ver­ið í miklu ójafn­vægi, hót­að sér líf­láti og ráð­ist á sig. Það verði kært til lög­reglu.

„Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“
Semu brugðið Sema Erla spyr hvort við séum í alvöru komin á þann stað að eðlilegt þyki að berja fólk sem ekki hafi sömu lífsskoðanir og maður sjálfur. Mynd: hordur sveinsson

Sema Erla Serdar hyggst kæra Margréti Friðriksdóttur fyrir líkamsárás og líflátshótanir, auk þess sem hún hyggst kanna hvort grundvöllur sé fyrir að kæra Margréti fyrir hatursglæp. Sema á pantaðan fund hjá lögreglu næstkomandi mánudag í þessu skyni. Í samtali við Stundina segir Sema að henni hafi verið brugðið við árás Margrétar enda hafi hún augljóslega verið í miklu andlegu ójafnvægi. „Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“ segir Sema.

Sema birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún lýsir því hvernig Margrét hefði hótað því í vitna viðurvist að verða henni að bana og hvernig Margrét hefði setið fyrir henni fyrir utan bar á Grensásvegi.

„Ég var varla komin út úr bílnum þegar Margrét réðst að mér með svívirðingum sem ekki er hægt að hafa eftir,“ segir Sema og lýsir því hvernig Margrét hafi verið mjög ögrandi í orðfæri og framkomu. Vinur Margrétar hafi reynt að stilla hana og haldið henni frá Semu en Margrét hafi náð að slíta sig lausa og hafi kýlt í öxlina á Semu. „Ég sé augnaráðið ennþá fyrir mér, það var eitur í augunum á henni. Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig, ég sá það bara á henni. Ég veit ekki hvort þetta endurtekur sig eða ekki svo auðvitað verð ég að fara til lögreglunnar og kæra þetta. Hvað gerist næst, mætir hún næst í vinnuna hjá mér eða kemur hún heim til mín? Hún ítrekað tilkynnti að hún ætlaði að drepa mig, bæði við aðra og hún æpti þetta á mig.“

Sema segir fullkomlega ljóst í sínum huga að Margrét hafi ráðist á sig vegna skoðana sinna. Sema er einn stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, og hefur árum saman talað fyrir réttindum flóttafólks og gegn mannréttindabrotum, meðal annars Ísraela gegn Palestínumönnum. Margrét hefur hins vegar talað á mjög gagnrýnan hátt um hælisleitendur og innflytjendur á Íslandi og hefur til að mynda ítrekað lýst yfir andúð sinni á múslimum. Sema segir að hún skilji ekki hvað Margréti gangi til, hún þekki hana ekkert og hafi ekki átt samskipti við hana frá því að þær voru báðar í sama útvarpsþættinum árið 2016. „Ástæðan er sú að hún fyrirlítur mig og það sem ég stend fyrir. Hún er að ráðast á mig vegna þess hver ég er, það er ljóst. Hún hefur ítrekað kallað mig gyðingahatara og öðrum nöfnum á netinu. Ég mun benda á þetta þegar ég legg fram kæruna. Erum við í alvöru komin á þennan stað, á að berja fólk sem ekki hefur sömu lífsskoðanir? Það er ofboðslega hættuleg þróun.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu