Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Greiðir sektir vegna brota við búrkubanni

Fransk-als­írsk­ur fjár­fest­ir sem hyggst greiða sekt­ir vegna búrku­banns­ins í Dan­mörku hef­ur reitt þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins til reiði. Þeir vilja nú að refs­ing­in verði fang­elsis­vist í stað sekta.

Greiðir sektir vegna brota við búrkubanni
Bann við búrkum Samkvæmt lögum sem gengu í gildi í Danmörku um mánaðarmótin er óheimilt að hylja andlit sitt á almannafæri. Mynd: Wikimedia Commons

Fransk-alsírskur viðskiptajöfur, Rachid Nekkaz, hefur lýst því yfir að hann muni borga hverjar þær sektir sem  lagðar verða á fólk í Danmörku fyrir að bera búrkur eða niqab. Samkvæmt lögum sem tóku gildi nú um mánaðarmótin er fólki almennt óheimilt að hylja andlit sitt á almannafæri í Danmörku. 29 ára gömul kona var sektuð strax 3. ágúst fyrir að hylja andlit sitt en hún klæddist niqab.

Mjög skiptar skoðanir eru í Danmörku um lögin og mótmæltu hundruð manns þeim í höfuðborginni Kaupmannahöfn 1. ágúst síðastliðinn. Þau sem eru lögunum andsnúin segja að í þeim felist fordómar í garð múslima enda beinist lögin nánast eingöngu að búrkum og niqab, þrátt fyrir að einnig sé óheimilt að hylja andlit sitt með lambhúshettum og ýmis konar grímum öðrum. Lögin eru einkum sögð runnin undan rifjum Danska þjóðarflokksins, sem hefur á stefnuskrá sinni mjög harða afstöðu gegn útlendingum í Danmörku.

Rachid Nekkaz

Yfirlýsing Nekkaz um að hann muni koma til Kaupmannahafnar 11. september næstkomandi til að greiða sektir við brotum á búrkubanninu, og að hann muni koma til borgarinnar mánaðarlega eftir það í sama tilgangi, hafa farið öfugt ofan í fulltrúa Danska þjóðarflokksins. Talmaður flokksins í útlendinga- og innflytjendamálum vill að ríkisstjórnin geri breytingar á lögunum á þann veg að í stað sekta varði það fangelsi að brjóta þau. Í ofanálag eigi að reikna sektargreiðslurnar sem Nekkaz mun greiða sem tekjur og skattleggja þær konur sem hann greiðir sektir fyrir í samræmi við það. Sem stendur varðar það sekt að jafnvirði 1.000 dönskum krónum, að brjóta lögin. Við endurtekin brot hækkar sektin og við fjórða brot verður hún 10.000 danskar krónur. Það jafngildir 166 þúsund íslenskum krónum.

Rachid Nekkaz stofnaði félagasamtök árið 2010 í þeim tilgangi að greiða sektir þeirra kvenna sem sektaðar væru fyrir að bera búrkur eða niqab. Stofnframlag samtakanna nam tveimur milljónum evra. Nekkaz mun hafa greitt sektir sem lagðar hafa verið á konur í Belgíu, Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi þegar greitt 1.500 sektir af þessu tagi. Í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidene segir Nekkaz að hann sé sjálfur mótfallinn niqab en hann hyggist verja frelsi kvenna um heim allan til að klæðast slíkum klæðnaði.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár