Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Greiðir sektir vegna brota við búrkubanni

Fransk-als­írsk­ur fjár­fest­ir sem hyggst greiða sekt­ir vegna búrku­banns­ins í Dan­mörku hef­ur reitt þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins til reiði. Þeir vilja nú að refs­ing­in verði fang­elsis­vist í stað sekta.

Greiðir sektir vegna brota við búrkubanni
Bann við búrkum Samkvæmt lögum sem gengu í gildi í Danmörku um mánaðarmótin er óheimilt að hylja andlit sitt á almannafæri. Mynd: Wikimedia Commons

Fransk-alsírskur viðskiptajöfur, Rachid Nekkaz, hefur lýst því yfir að hann muni borga hverjar þær sektir sem  lagðar verða á fólk í Danmörku fyrir að bera búrkur eða niqab. Samkvæmt lögum sem tóku gildi nú um mánaðarmótin er fólki almennt óheimilt að hylja andlit sitt á almannafæri í Danmörku. 29 ára gömul kona var sektuð strax 3. ágúst fyrir að hylja andlit sitt en hún klæddist niqab.

Mjög skiptar skoðanir eru í Danmörku um lögin og mótmæltu hundruð manns þeim í höfuðborginni Kaupmannahöfn 1. ágúst síðastliðinn. Þau sem eru lögunum andsnúin segja að í þeim felist fordómar í garð múslima enda beinist lögin nánast eingöngu að búrkum og niqab, þrátt fyrir að einnig sé óheimilt að hylja andlit sitt með lambhúshettum og ýmis konar grímum öðrum. Lögin eru einkum sögð runnin undan rifjum Danska þjóðarflokksins, sem hefur á stefnuskrá sinni mjög harða afstöðu gegn útlendingum í Danmörku.

Rachid Nekkaz

Yfirlýsing Nekkaz um að hann muni koma til Kaupmannahafnar 11. september næstkomandi til að greiða sektir við brotum á búrkubanninu, og að hann muni koma til borgarinnar mánaðarlega eftir það í sama tilgangi, hafa farið öfugt ofan í fulltrúa Danska þjóðarflokksins. Talmaður flokksins í útlendinga- og innflytjendamálum vill að ríkisstjórnin geri breytingar á lögunum á þann veg að í stað sekta varði það fangelsi að brjóta þau. Í ofanálag eigi að reikna sektargreiðslurnar sem Nekkaz mun greiða sem tekjur og skattleggja þær konur sem hann greiðir sektir fyrir í samræmi við það. Sem stendur varðar það sekt að jafnvirði 1.000 dönskum krónum, að brjóta lögin. Við endurtekin brot hækkar sektin og við fjórða brot verður hún 10.000 danskar krónur. Það jafngildir 166 þúsund íslenskum krónum.

Rachid Nekkaz stofnaði félagasamtök árið 2010 í þeim tilgangi að greiða sektir þeirra kvenna sem sektaðar væru fyrir að bera búrkur eða niqab. Stofnframlag samtakanna nam tveimur milljónum evra. Nekkaz mun hafa greitt sektir sem lagðar hafa verið á konur í Belgíu, Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi þegar greitt 1.500 sektir af þessu tagi. Í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidene segir Nekkaz að hann sé sjálfur mótfallinn niqab en hann hyggist verja frelsi kvenna um heim allan til að klæðast slíkum klæðnaði.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár