Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Afmæli borgarinnar, fögnuður ástarinnar, og listræn kvöldganga

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og við­burð­ir 3.–23. ág­úst.

Afmæli borgarinnar, fögnuður ástarinnar, og listræn kvöldganga

Kristín Anna 

Hvar? Mengi
Hvenær? 3. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Kristín Anna Valtýsdóttir hefur verið virk í tónlistarheiminum í 20 ár. Hún var ein af stofnmeðlimum tilraunakenndu hljómsveitarinnar múm og hefur haldið tónleika og gjörninga víða sem Kría Brekkan. Hún kemur nú fram undir eigin nafni og spilar bæði nýtt og eldra efni úr eigin smiðju á þessum tónleikum.

Hinsegin dagar 

Hvar: Reykjavík
Hvenær? 7.–12. ágúst
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði.

Gleðigangan, sem fagnar margbreytileika ástarinnar og tjáningu hennar, leggur af stað frá Hörpu að Hljómskálagarðinum 11. ágúst klukkan 14.00. Auk göngunnar eru fjölmargir aðrir viðburðir á dagskrá Hinsegin daga, eins og dragsýning með RuPaul's Drag Race dragdrottningunni Detox Icunt, uppistand með Jonathan Duffy, fræðslufundir, pöbbarölt og tónleikar.

Lára Rúnars

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 8. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Lára Rúnars er söngvaskáld sem snemma varð undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Nick Cave og Tom Waits, og hún starfaði með Damien Rice árið 2004. Lára spilar lög af nýrri breiðskífu sinni. Tónleikarnir eru þeir næstsíðustu í tónleikaröð Norræna hússins í sumar.

Mighty Bear, VAR, Klaki

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 9. ágúst kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fjórmenningarnir í póst-rokk sveitinni VAR eru að vinna að annarri plötu sinni, en þeir gáfu út plötuna „Vetur“ í hittifyrra. Með þeim spila raflistamaðurinn Klaki og dularfulli gjörningarlistamaðurinn og dragdrottningin Mighty Bear sem kemur iðulega fram með hulið andlit og í skrautlegum búningum.

Kvöldganga um strandlengjuna: List í almenningsrými

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. ágúst kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sigurður Trausti Traustason og Edda Halldórsdóttir hjá Listasafni Reykjavíkur leiða göngu um útilistaverk við Sæbraut, frá Hörpu á Hlemm. Gangan hefst við Hörpu við listaverk Ólafar Pálsdóttur, „Tónlistarmaðurinn“. Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga í sumar kl. 20.00

Menningarnótt 2018

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 18. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar er haldin hátíðlega 18. ágúst eins og fyrri ár. Boðið er upp á aragrúa af fjölskylduvænum viðburðum, skipulögðum af borgarbúum. Má þar nefna til dæmis Reykjavíkurmaraþonið, ljósmyndasýningar, danskennslu og tónleika. Undir lok kvöldsins verður síðan að sjálfsögðu flugeldasýning við höfnina.

Róttæki sumarháskólinn 2018

Hvar? Múltí Kúltí
Hvenær? 20.–26. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Róttæki sumarháskólinn stendur fyrir árlegri fyrirlestraröð þar sem fræðimenn og aktívistar miðla hugmyndum og reynslu sinni. Í ár verða fluttir fyrirlestrar um incel hreyfinguna og karlmennsku, endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar, feminískan marxisma og fleiri málefni. Sumarháskólinn er ókeypis og aðgengilegur öllum.

Gjörningur sem skúlptúr

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 23. ágúst kl. 18.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Hinn íslenski Ragnar Kjartansson og bandaríski Theaster Gates eru báðir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörningar eru hluti rýmis- og/eða myndbandsverka eða eru tímabundin inngrip í rými eða samfélag. Samtal myndlistarmannanna tveggja fer fram fyrir opnum tjöldum í Hafnarhúsi sem hluti af hinni árlegu umræðudagskrá Nasher Sculpture Center.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár