Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Afmæli borgarinnar, fögnuður ástarinnar, og listræn kvöldganga

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og við­burð­ir 3.–23. ág­úst.

Afmæli borgarinnar, fögnuður ástarinnar, og listræn kvöldganga

Kristín Anna 

Hvar? Mengi
Hvenær? 3. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Kristín Anna Valtýsdóttir hefur verið virk í tónlistarheiminum í 20 ár. Hún var ein af stofnmeðlimum tilraunakenndu hljómsveitarinnar múm og hefur haldið tónleika og gjörninga víða sem Kría Brekkan. Hún kemur nú fram undir eigin nafni og spilar bæði nýtt og eldra efni úr eigin smiðju á þessum tónleikum.

Hinsegin dagar 

Hvar: Reykjavík
Hvenær? 7.–12. ágúst
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði.

Gleðigangan, sem fagnar margbreytileika ástarinnar og tjáningu hennar, leggur af stað frá Hörpu að Hljómskálagarðinum 11. ágúst klukkan 14.00. Auk göngunnar eru fjölmargir aðrir viðburðir á dagskrá Hinsegin daga, eins og dragsýning með RuPaul's Drag Race dragdrottningunni Detox Icunt, uppistand með Jonathan Duffy, fræðslufundir, pöbbarölt og tónleikar.

Lára Rúnars

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 8. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Lára Rúnars er söngvaskáld sem snemma varð undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og Nick Cave og Tom Waits, og hún starfaði með Damien Rice árið 2004. Lára spilar lög af nýrri breiðskífu sinni. Tónleikarnir eru þeir næstsíðustu í tónleikaröð Norræna hússins í sumar.

Mighty Bear, VAR, Klaki

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 9. ágúst kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fjórmenningarnir í póst-rokk sveitinni VAR eru að vinna að annarri plötu sinni, en þeir gáfu út plötuna „Vetur“ í hittifyrra. Með þeim spila raflistamaðurinn Klaki og dularfulli gjörningarlistamaðurinn og dragdrottningin Mighty Bear sem kemur iðulega fram með hulið andlit og í skrautlegum búningum.

Kvöldganga um strandlengjuna: List í almenningsrými

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. ágúst kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sigurður Trausti Traustason og Edda Halldórsdóttir hjá Listasafni Reykjavíkur leiða göngu um útilistaverk við Sæbraut, frá Hörpu á Hlemm. Gangan hefst við Hörpu við listaverk Ólafar Pálsdóttur, „Tónlistarmaðurinn“. Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga í sumar kl. 20.00

Menningarnótt 2018

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 18. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar er haldin hátíðlega 18. ágúst eins og fyrri ár. Boðið er upp á aragrúa af fjölskylduvænum viðburðum, skipulögðum af borgarbúum. Má þar nefna til dæmis Reykjavíkurmaraþonið, ljósmyndasýningar, danskennslu og tónleika. Undir lok kvöldsins verður síðan að sjálfsögðu flugeldasýning við höfnina.

Róttæki sumarháskólinn 2018

Hvar? Múltí Kúltí
Hvenær? 20.–26. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Róttæki sumarháskólinn stendur fyrir árlegri fyrirlestraröð þar sem fræðimenn og aktívistar miðla hugmyndum og reynslu sinni. Í ár verða fluttir fyrirlestrar um incel hreyfinguna og karlmennsku, endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar, feminískan marxisma og fleiri málefni. Sumarháskólinn er ókeypis og aðgengilegur öllum.

Gjörningur sem skúlptúr

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 23. ágúst kl. 18.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Hinn íslenski Ragnar Kjartansson og bandaríski Theaster Gates eru báðir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörningar eru hluti rýmis- og/eða myndbandsverka eða eru tímabundin inngrip í rými eða samfélag. Samtal myndlistarmannanna tveggja fer fram fyrir opnum tjöldum í Hafnarhúsi sem hluti af hinni árlegu umræðudagskrá Nasher Sculpture Center.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár