Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Ísak Ern­ir Krist­ins­son var skip­að­ur í stjórn Kadeco af Bjarna Bene­dikts­syni. Í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar seg­ir ráðu­neyt­ið Ísak njóta trausts fjár­mála­ráð­herra. Fé­lag­ið Kadeco er þró­un­ar­fé­lag sem fer með þær fast­eign­ir sem áð­ur voru í um­sjá Banda­ríkja­hers.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
Ísak Ernir Kristinsson Var skipaður stjórnarformaður opinbers fyrirtækis af Bjarna Beneditkssyni fjármálaráðherra í lok júní.

Nýr stjórnarformaður Kadeco, hinn 25 ára gamli Ísak Ernir Kristinsson, nýtur trausts Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra „til að taka þátt í að leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir þeim sjónarmiðum og ástæðum sem litið hefði verið til við skipan Ísaks í stöðu stjórnarformanns Kadeco. 

Félagið Kadeco er þróunarfélag sem fer með þær fasteignir sem áður voru í umsjá Bandaríkjahers. Samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sér félagið um þróun og útleigu þess lands sem áður tilheyrði hernum.

„Fjármálaráðherra tilnefndi Ísak Erni Kristinsson nýjan í stjórn félagsins. Tilnefning ráðherra var með svipuðum hætti og á við um fjölda stjórna í stjórnkerfinu þar sem stuðst er við reglur um hæfi til setu í stjórnum líkt og í fyrirtækjum almennt,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Reynsla er kannski ekki aldur. Ég skil að fólk hefur á því skoðanir að 24 ára maður sér orðinn stjórnarformaður í mikilvægu verkefni, mikilvægu fyrirtæki í eigu ríkisins. Ég skil þá gagnrýni,“ sagði Ísak í samtali við Rúv um skipunina. Þá sagðist hann hafa verið í stjórnun, bæði í starfi og af áhuga mjög lengi en einnig virkur í stjórnmálum.

„Fjármála- og efnahagsmálaráðherra er tilbúinn til þess að gefa ungu fólki tækifæri. Ég þakka traust hans og ég ætla að standa undir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem eru lagðar á mínar herðar og ætla að gera eins vel og ég get,“ sagði Ísak Ernir Kristinsson.

Meginverkefnum félagsins lokið

Í tilkynningu Kadeco um aðalfund þess kom fram að félagið hefði selt nánast allar fasteignir sem það hafði í umsýslu sinni. Hins vegar væru ekki uppi áform um að hætta starfsemi þess. „Ljóst er að Kadeco mun ekki starfa áfram í óbreyttri mynd þar sem þeim meginverkefnum sem félagið var sett á stofn til að sinna, það er eignasölu, er lokið. Fram undan er skoðun á hlutverki félagsins við áframhaldandi þróun á landi ríkisins í kringum Keflavíkurflugvöll þar sem meðal annars verður horft til samstarfs Kadeco við sveitarfélög og aðra lykilaðila á svæðinu,“ segir enn fremur í svari fjármálaráðuneytisins.

Ísak tók við formennsku stjórnar af Georg Brynjarssyni hagfræðingi. Sjálfur starfar Ísak sem flugþjónn hjá Wow air auk þess sem hann stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði.

Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri. Hann hefur til að mynda gegnt stöðu formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, setið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gegnt formennsku í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur. Þar að auki var hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár