Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Ísak Ern­ir Krist­ins­son var skip­að­ur í stjórn Kadeco af Bjarna Bene­dikts­syni. Í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar seg­ir ráðu­neyt­ið Ísak njóta trausts fjár­mála­ráð­herra. Fé­lag­ið Kadeco er þró­un­ar­fé­lag sem fer með þær fast­eign­ir sem áð­ur voru í um­sjá Banda­ríkja­hers.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
Ísak Ernir Kristinsson Var skipaður stjórnarformaður opinbers fyrirtækis af Bjarna Beneditkssyni fjármálaráðherra í lok júní.

Nýr stjórnarformaður Kadeco, hinn 25 ára gamli Ísak Ernir Kristinsson, nýtur trausts Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra „til að taka þátt í að leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir þeim sjónarmiðum og ástæðum sem litið hefði verið til við skipan Ísaks í stöðu stjórnarformanns Kadeco. 

Félagið Kadeco er þróunarfélag sem fer með þær fasteignir sem áður voru í umsjá Bandaríkjahers. Samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sér félagið um þróun og útleigu þess lands sem áður tilheyrði hernum.

„Fjármálaráðherra tilnefndi Ísak Erni Kristinsson nýjan í stjórn félagsins. Tilnefning ráðherra var með svipuðum hætti og á við um fjölda stjórna í stjórnkerfinu þar sem stuðst er við reglur um hæfi til setu í stjórnum líkt og í fyrirtækjum almennt,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Reynsla er kannski ekki aldur. Ég skil að fólk hefur á því skoðanir að 24 ára maður sér orðinn stjórnarformaður í mikilvægu verkefni, mikilvægu fyrirtæki í eigu ríkisins. Ég skil þá gagnrýni,“ sagði Ísak í samtali við Rúv um skipunina. Þá sagðist hann hafa verið í stjórnun, bæði í starfi og af áhuga mjög lengi en einnig virkur í stjórnmálum.

„Fjármála- og efnahagsmálaráðherra er tilbúinn til þess að gefa ungu fólki tækifæri. Ég þakka traust hans og ég ætla að standa undir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem eru lagðar á mínar herðar og ætla að gera eins vel og ég get,“ sagði Ísak Ernir Kristinsson.

Meginverkefnum félagsins lokið

Í tilkynningu Kadeco um aðalfund þess kom fram að félagið hefði selt nánast allar fasteignir sem það hafði í umsýslu sinni. Hins vegar væru ekki uppi áform um að hætta starfsemi þess. „Ljóst er að Kadeco mun ekki starfa áfram í óbreyttri mynd þar sem þeim meginverkefnum sem félagið var sett á stofn til að sinna, það er eignasölu, er lokið. Fram undan er skoðun á hlutverki félagsins við áframhaldandi þróun á landi ríkisins í kringum Keflavíkurflugvöll þar sem meðal annars verður horft til samstarfs Kadeco við sveitarfélög og aðra lykilaðila á svæðinu,“ segir enn fremur í svari fjármálaráðuneytisins.

Ísak tók við formennsku stjórnar af Georg Brynjarssyni hagfræðingi. Sjálfur starfar Ísak sem flugþjónn hjá Wow air auk þess sem hann stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði.

Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri. Hann hefur til að mynda gegnt stöðu formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, setið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gegnt formennsku í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur. Þar að auki var hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu