Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Ísak Ern­ir Krist­ins­son var skip­að­ur í stjórn Kadeco af Bjarna Bene­dikts­syni. Í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar seg­ir ráðu­neyt­ið Ísak njóta trausts fjár­mála­ráð­herra. Fé­lag­ið Kadeco er þró­un­ar­fé­lag sem fer með þær fast­eign­ir sem áð­ur voru í um­sjá Banda­ríkja­hers.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
Ísak Ernir Kristinsson Var skipaður stjórnarformaður opinbers fyrirtækis af Bjarna Beneditkssyni fjármálaráðherra í lok júní.

Nýr stjórnarformaður Kadeco, hinn 25 ára gamli Ísak Ernir Kristinsson, nýtur trausts Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra „til að taka þátt í að leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir þeim sjónarmiðum og ástæðum sem litið hefði verið til við skipan Ísaks í stöðu stjórnarformanns Kadeco. 

Félagið Kadeco er þróunarfélag sem fer með þær fasteignir sem áður voru í umsjá Bandaríkjahers. Samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sér félagið um þróun og útleigu þess lands sem áður tilheyrði hernum.

„Fjármálaráðherra tilnefndi Ísak Erni Kristinsson nýjan í stjórn félagsins. Tilnefning ráðherra var með svipuðum hætti og á við um fjölda stjórna í stjórnkerfinu þar sem stuðst er við reglur um hæfi til setu í stjórnum líkt og í fyrirtækjum almennt,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Reynsla er kannski ekki aldur. Ég skil að fólk hefur á því skoðanir að 24 ára maður sér orðinn stjórnarformaður í mikilvægu verkefni, mikilvægu fyrirtæki í eigu ríkisins. Ég skil þá gagnrýni,“ sagði Ísak í samtali við Rúv um skipunina. Þá sagðist hann hafa verið í stjórnun, bæði í starfi og af áhuga mjög lengi en einnig virkur í stjórnmálum.

„Fjármála- og efnahagsmálaráðherra er tilbúinn til þess að gefa ungu fólki tækifæri. Ég þakka traust hans og ég ætla að standa undir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem eru lagðar á mínar herðar og ætla að gera eins vel og ég get,“ sagði Ísak Ernir Kristinsson.

Meginverkefnum félagsins lokið

Í tilkynningu Kadeco um aðalfund þess kom fram að félagið hefði selt nánast allar fasteignir sem það hafði í umsýslu sinni. Hins vegar væru ekki uppi áform um að hætta starfsemi þess. „Ljóst er að Kadeco mun ekki starfa áfram í óbreyttri mynd þar sem þeim meginverkefnum sem félagið var sett á stofn til að sinna, það er eignasölu, er lokið. Fram undan er skoðun á hlutverki félagsins við áframhaldandi þróun á landi ríkisins í kringum Keflavíkurflugvöll þar sem meðal annars verður horft til samstarfs Kadeco við sveitarfélög og aðra lykilaðila á svæðinu,“ segir enn fremur í svari fjármálaráðuneytisins.

Ísak tók við formennsku stjórnar af Georg Brynjarssyni hagfræðingi. Sjálfur starfar Ísak sem flugþjónn hjá Wow air auk þess sem hann stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði.

Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri. Hann hefur til að mynda gegnt stöðu formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, setið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gegnt formennsku í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur. Þar að auki var hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár