Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Elísabet skilar fálkaorðunni: „Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“

Kvik­mynda­gerð­ar­kona hyggst skila fálka­orðu sinni til að mót­mæla því að Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins, fékk stór­ridd­ara­kross í fyrra. „Trú­lega hættu­leg­asti og mest sjarmer­andi kyn­þátta­hat­ari nor­rænna stjórn­mála“ seg­ir hún í bréfi til for­seta.

Elísabet skilar fálkaorðunni: „Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“
Elísabet Ronaldsdóttir Elísabet hefur getið sér gott orð sem klippari í Hollywood og komið að gerð margra stórmynda undanfarin ár. Mynd: Lilja Pálmadóttir

Elísabet Ronaldsdóttir klippari mun skila heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, þar sem Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, hlaut stórriddarakross í fyrra. Hún sendi forseta Íslands, orðunefnd og forsetaritara tölvupóst þess efnis í dag og mun skila orðunni sjálfri eftir helgi.

„Nú var ég að komast að því að nýlega var forseta danska þjóðþingsins afhentur stórriddarakross frá Íslendingum,“ skrifar Elísabet á Facebook. „Pia Kjærsgaard, trúlega hættulegasti og mest sjarmerandi kynþáttahatari norrænna stjórnmála. Hún er orðin stórriddari Íslensku fálkaorðunnar.“

Elísabet hefur starfað við kvikmyndagerð í yfir 20 ár og hefur undanfarið getið sér góðs orðs í Hollywood fyrir klippingu. Á meðal stórmynda sem hún hefur klippt má nefna John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2, auk fjölda íslenskra kvikmynda.

„Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu,“ skrifar Elísabet. „Henni er hér með skilað. Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara.“

Póstur ElísabetarElísabet stílar tölvupóstinn á forseta Íslands, orðunefnd og forsetaritara.

Bréf Elísabetar til forseta:

Til orðunefndar forsetaembættisins.

Hinn 1. janúar 2016 varð ég þess aðnjótandi að fá heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir störf að íslenskri og alþjóðlegri kvikmyndagerð. Ég tók mér nokkurn tíma til umhugsunar því margur svartur sauðurinn hefur þegið sömu viðurkenningu og þó ég sé almennt lítið gefin fyrir heiðursmerki, hugsaði ég hlýtt til þeirra sem tilnefndu mig og töldu mig hennar verðuga. Ég tók því að lokum stolt við orðunni, fyrir hönd kynsystra minna í bransanum og fjölskyldunnar sem hefur fylgt mér gegnum allt. Nú var ég að komast að því að nýlega var forseta danska þjóðþingsins afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Pia Kjærsgaard, trúlega hættulegasti og mest sjarmerandi kynþáttahatari norrænna stjórnmála. Hún er orðin stórriddari Íslensku fálkaorðunnar. Það hefur alltaf verið þörf en nú er nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri og fasisma sem fer sem eldur í sinu um bæði Evrópu og Norður Ameríku og því hef ég ákveðið að senda ykkur til baka mína fálkaorðu. Henni er hér með skilað. Ég get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara.

Virðingarfyllst, 
Elísabet Ronaldsdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár