Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Pia segir Pírata illa upp alda og ummæli þingmanna fáránleg og til skammar

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins, seg­ir Pírata vera illa upp alda í sam­tali við TV 2 í Dan­mörku. Þá seg­ir hún um­mæli þing­manna á borð við Helgu Völu Helga­dótt­ur vera fá­rán­leg og til skamm­ar.

Pia segir Pírata illa upp alda og ummæli þingmanna fáránleg og til skammar
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Mynd: AFP

Í samtali við fréttastofu TV 2 í Danmörku segir Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, ummæli þingmanna á borð við Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, vera fáránleg og til skammar. Hún segir Pírata jafnframt vera illa upp alda.

Pia er einnig til viðtals á danska fjölmiðlinum Politiken. Þar segir hún Pírata vera flokk sem skipti engu máli en hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með íslenska sósíaldemókrata.

TV 2 og aðrir danskir fjölmiðlar hafa vakið athygli á mótmælum íslenskra þingmanna við ávarpi og veru Piu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. 

Þegar greint var frá því að Pia myndi halda hátíðarræðu á fundinum brást almenningur og hluti þingmanna harkalega við. Þannig ákvað þingflokkur Pírata að sniðganga fundinn, Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpallinum er Pia steig í pontu og margir þingmenn úr mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu óánægju sína í verki með því að bera límmiða til höfuðs rasisma. Á miðunum var áletrað „Nej til racisme“ eða “Nei við kynþáttahyggju“.

„Það hljóta að vera kynþroskavandamál hjá Pírötum og íslenskir sósíaldemókratar geta augljóslega ekki staðið í eigin fætur,“ segir Pia við Politiken. Hún segist jafnframt aldrei í starfi sínu hafa sem þingforseti Danmerkur mætt sniðgöngu frá lýðræðiskjörnum fulltrúum.

Pia segist ekki hafa tekið eftir mótmælum alþingismannanna í samtali við TV 2. „Það er rétt að Píratar vildu ekki taka þátt í fundinum, en ég get ekkert gert í því að þeir sem eru illa upp aldir og skilja ekki að þegar maður býður forseta danska þingsins en ekki mér persónulega, að þá felst í því engin niðurlæging gagnvart mér.

„Það voru engin vandræði þegar ég hélt ræðuna. Þá ríkti góð ró og regla. Það var góð stemning. Þá fann ég ekki fyrir neinum mótmælum þegar ég kom né neinu þegar ég fór. Það hefur eitthvað farið fram á samfélagsmiðlum án þess að ég hafi orðið vör við það,“ segir Pia.

Helga Vala Helgasóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Helga Vala var einnig til samtals á TV 2. Þar sagði hún að mótmælunum hefði ekki verið beint að danska þinginu, þjóðinni eða stjórnvöldum þar, heldur Piu sérstaklega, og stefnu henni og skoðunum í málefnum innflytjenda.

„Að mínu mati, breytir núverandi staða hennar engu um hvað hún hefur sagt eða gert gagnvart hópi fólks sem ekki getur varið sig,“ segir Helga jafnframt.

Pia segir þennan málflutning Helgu vera fáránlegan. „Þau hafa það auðvelt hér á Íslandi, en þau eru augljóslega algerlega ómeðvituð um hvað er að eiga sér stað í heiminum og hvernig þeirra flokkur hagar sér í Danmörku [innskot blaðamanns: hér vísar Pia líklega til Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku] . Málflutningur þeirra er fáránlegur og til skammar. Ekki gagnvart mér persónulega heldur gagnvart Danmörku,“ segir Pia.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár