Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umsókn um rekstrarleyfi hjá Hótel Adam fékk neikvæða umsögn frá byggingarfulltrúa

Embætti bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík gat ekki sam­þykkt end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams þar sem hvorki ligg­ur fyr­ir ör­ygg­is- né loka­út­tekt fyr­ir bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir frá 2014.

Umsókn um rekstrarleyfi hjá Hótel Adam fékk neikvæða umsögn frá byggingarfulltrúa

Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík, heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafa öll veitt neikvæða umsögn um beiðni Hótels Adams um endurnýjun rekstrarleyfis. Ekki verður veitt rekstrarleyfi fyrr en skilað hefur verið öryggis- eða lokaúttekt vegna stækkunar hótelsins sem var samþykkt 2014.

Eins og fram kom fyrr í vikunni rann rekstrarleyfi Hótels Adams út 11. nóvember síðastliðinn, en án slíks leyfis er ólöglegt að reka veitinga- og gististaði. Sótt var um endurnýjun á rekstrarleyfinu í janúar, en samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits og lögreglu. Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi til rekstrar á meðan umsókn um endurnýjun er til meðferðar.

Stundin hafði samband við embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík og fékk þær upplýsingar að embættið hefði veitt neikvæða umsögn um þessa beiðni samstundis þar sem ekki liggja fyrir öryggis- eða lokaúttektir fyrir framkvæmdir sem voru heimilaðar 2014 og vegna athugasemda slökkviliðs frá 2017.

Lokaúttekt er staðfesting embætti byggingarfulltrúa á að framkvæmdum sé lokið og að þær hafi verið gerðar í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög, og reglugerðir. „Rekstraraðilinn þarf að óska sjálfur eftir úttekt, en hefur ekki gert það,“ segir í svörum frá embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík til Stundarinnar. „Ekki er hægt að veita umsögn fyrr en öryggisúttekt eða lokaúttekt liggur fyrir eins og áskilið var þegar erindið var samþykkt 2014.“

Stundin hafði samband við heilbrigðisnefnd og slökkvilið og fékk þær upplýsingar að báðar stofnanirnar hefðu gefið neikvæða umsögn í kjölfar umsagnar byggingarfulltrúa.  Umsagnirnar eru bindandi, en embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, sem er leyfisveitandi rekstrarleyfis  veitinga- og gististaða, getur beðið um nýja umsögn telji embættið ekki rétt að hafna beiðninni.

Í nýju umsögninni geta þessir aðilar „þá veitt jákvæða umsögn með þeim skilyrðum að úr annmörkum verði bætt innan tiltekins frests. Verði ekki bætt úr annmörkum innan frestsins, að mati umsagnaraðilans, ber leyfisveitanda að afturkalla leyfið án fyrirvara og aðvörunar. Umsagnaraðilum ber að taka afstöðu til þess hvort skilyrðum sé fullnægt innan framangreindra tímamarka.“

Nánar er fjallað um málefni hótelsins í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár