Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umsókn um rekstrarleyfi hjá Hótel Adam fékk neikvæða umsögn frá byggingarfulltrúa

Embætti bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík gat ekki sam­þykkt end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi Hót­els Adams þar sem hvorki ligg­ur fyr­ir ör­ygg­is- né loka­út­tekt fyr­ir bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir frá 2014.

Umsókn um rekstrarleyfi hjá Hótel Adam fékk neikvæða umsögn frá byggingarfulltrúa

Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík, heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafa öll veitt neikvæða umsögn um beiðni Hótels Adams um endurnýjun rekstrarleyfis. Ekki verður veitt rekstrarleyfi fyrr en skilað hefur verið öryggis- eða lokaúttekt vegna stækkunar hótelsins sem var samþykkt 2014.

Eins og fram kom fyrr í vikunni rann rekstrarleyfi Hótels Adams út 11. nóvember síðastliðinn, en án slíks leyfis er ólöglegt að reka veitinga- og gististaði. Sótt var um endurnýjun á rekstrarleyfinu í janúar, en samkvæmt lögum 1277/2016 er endurnýjun rekstrarleyfa háð jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits og lögreglu. Heimilt er að gefa út bráðabirgðaleyfi til rekstrar á meðan umsókn um endurnýjun er til meðferðar.

Stundin hafði samband við embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík og fékk þær upplýsingar að embættið hefði veitt neikvæða umsögn um þessa beiðni samstundis þar sem ekki liggja fyrir öryggis- eða lokaúttektir fyrir framkvæmdir sem voru heimilaðar 2014 og vegna athugasemda slökkviliðs frá 2017.

Lokaúttekt er staðfesting embætti byggingarfulltrúa á að framkvæmdum sé lokið og að þær hafi verið gerðar í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög, og reglugerðir. „Rekstraraðilinn þarf að óska sjálfur eftir úttekt, en hefur ekki gert það,“ segir í svörum frá embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík til Stundarinnar. „Ekki er hægt að veita umsögn fyrr en öryggisúttekt eða lokaúttekt liggur fyrir eins og áskilið var þegar erindið var samþykkt 2014.“

Stundin hafði samband við heilbrigðisnefnd og slökkvilið og fékk þær upplýsingar að báðar stofnanirnar hefðu gefið neikvæða umsögn í kjölfar umsagnar byggingarfulltrúa.  Umsagnirnar eru bindandi, en embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, sem er leyfisveitandi rekstrarleyfis  veitinga- og gististaða, getur beðið um nýja umsögn telji embættið ekki rétt að hafna beiðninni.

Í nýju umsögninni geta þessir aðilar „þá veitt jákvæða umsögn með þeim skilyrðum að úr annmörkum verði bætt innan tiltekins frests. Verði ekki bætt úr annmörkum innan frestsins, að mati umsagnaraðilans, ber leyfisveitanda að afturkalla leyfið án fyrirvara og aðvörunar. Umsagnaraðilum ber að taka afstöðu til þess hvort skilyrðum sé fullnægt innan framangreindra tímamarka.“

Nánar er fjallað um málefni hótelsins í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hótel Adam

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár