Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi hús­næð­is í út­gjöld­um heim­il­anna var 34,5% í mars, en var 17,4% í sama mán­uði ár­ið 1998. Á Norð­ur­lönd­un­um hef­ur væg­ið lít­ið breyst á sam­bæri­legu tíma­bili.

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum
Húsnæðiskostnaður Heimilin verja sífellt hærra hlutfalli útgjalda sinna í húsnæðiskostnað.

Húsnæðiskostnaður er sífellt stærri liður í útgjöldum heimilanna, samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Af heildarútgjöldum meðalheimilis í mars árið 1998 var húsnæðiskostnaður 17,4%, en var í sama mánuði 2018 orðinn 34,5%. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.

Í svarinu eru breytingarnar bornar saman við þróunina í fimm öðrum löndum. Aðeins á Bretlandi hefur vægið aukist meira á sama tímabili, en það jókst úr 13,3% árið 1998 í 30,1% í fyrra. Á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum hefur vægið annað hvort lækkað eða aukist lítillega.

Breytingar á vægi annarra liða vísitölunnar hafa verið mun minni síðustu 25 ár. Matar- og fatakostnaður hefur minnkað nokkuð sem hluti af útgjöldum heimilanna, en vægi útgjalda vegna heilsu, hótela og veitingastaða, og ferða og flutninga aukist lítillega.

Vísitala neysluverðs (100%) Nóvember 1992 Mars 2018
Mat­ur og drykkjar­vör­ur 17,7% 11,2%
Áfengi og tóbak 3,5% 2,4%
Föt og skór 6,3% 3,6%
Húsnæði, hiti og raf­magn 18,5% 34,5%
Hús­gögn, heim­il­is­búnaður o.fl. 6,8% 3,9%
Heilsa 2,5% 3,9%
Ferðir og flutn­ing­ar 15,2% 16,9%
Póst­ur og sími 1,1% 2,3%
Tóm­stund­ir og menn­ing 13,4% 9,8%
Mennt­un 1,4% 0,7%
Hótel og veit­ingastaðir 4,0% 5,1%
Aðrar vör­ur og þjón­usta 9,6% 5,8%

Breytingar á neyslugrunni hafa ekki áhrif á vísitöluna

Hagstofan endurskoðar neyslugrunn sinn árlega til þess að auka gæði mælinga þannig að neyslusamsetningin endurspegli sem best raunverulega neyslusamsetningu meðalheimiliseiningar í landinu. Um 1.200 heimili eru dregin í úrtak árlega vegna könnunarinnar. Þau halda nákvæmt bókhald um útgjöld sín á tveggja vikna tímabili auk þess að svara spurningum um stærri útgjöld yfir lengra tímabil.

Breytingar á vægi geta bæði verið vegna kostnaðarauka sem neytendur hafa af neyslu úr neysluflokknum en einnig vegna lægri kostnaðar við aðra neysluflokka.  Breyting á grunni vísitölu neysluverðs hefur ekki bein áhrif til hækkunar eða lækkunar vísitölunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár