Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Íbúð­ir í eigu þriggja þing­manna og eins ráð­herra eru á lista sýslu­manns yf­ir skráða heimag­ist­ingu. Airbnb hef­ur þrýst upp verð­lag­inu á leigu­mark­aði og kynt und­ir hús­næð­is­vand­an­um að mati grein­ing­ar­að­ila.

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Þrír þingmenn og maki eins ráðherra eru skráðir sem ábyrgðarmenn íbúða sem bjóða upp á heimagistingu samkvæmt gögnum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leigja þrír út íbúðir gegnum Airbnb.

Um er að ræða Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Þorstein Víglundsson, þingmann Viðreisnar. Þá er Ágústa Þóra Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti.

Ítrekað hefur verið bent á að útleiga Airbnb-íbúða þrýsti upp verðlagi og eigi þannig átt þátt í að kynda undir húsnæðisvandanum í Reykjavík. 

Íbúðir Ágústs, Helga og Guðlaugs eru að finna á vef Airbnb. Þó hefur enginn þeirra skráð leigustarfsemina í hagsmunaskrá þingmanna. En þar ber að skrá starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í.

Mánaðargreiðslur þingmanna nema 1.101 þúsund krónum á mánuði samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 29. október 2016, sem er 65 prósentum hærra en meðallaun Íslendinga. Þá eru laun ráðherra um 1.826 þúsund krónur á mánuði. Þingmenn og ráðherrar drýgi tekjurnar með leigu á Airbnb, en nóttin hjá þeim kostar á bilinu 13 til 42 þúsund krónur.

Sautján þúsund krónur nóttin hjá ráðherranum

Íbúð Guðlaugs Þórs.

Á vef Airbnb er boðin til leigu íbúð í Foldahverfinu í Grafarvogi þar sem nóttin kostar rúmar sautján þúsund krónur. Gestgjafinn er stjúpdóttir Guðlaugs Þórs, Anna Ýr, en samkvæmt fasteignaskrá er íbúðin í eigu Guðlaugs og Ágústu Þóru. 
Íbúðin virðist hafa verið í leigu síðan í maí og er hún að mestu ekki laus til útleigu fyrr en í október.

Guðlaugur hefur lýst yfir áhyggjum af húsnæðisvanda Íslendinga. Í grein sem Guðlaugur skrifaði um húsnæðismál ungs fólks árið 2016 sagði hann að til þess að ráða úr húsnæðisvanda ungs fólks þyrfti opinber kostnaður að lækka, lóðaframboð yrði að auka og stöðugleiki þyrfti að ríkja á húsnæðismarkaðnum. Þá gagnrýndi hann fjárframlög hins opinbera til Íbúðalánasjóðs og sagði sjóðinn geta náð markmiðum sínum „fyrir brot af þeirri upphæð sem kostar að halda honum á lífi“.

„Ég mun berjast fyrir því eins mikið og ég get og hef gert það frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum að við reynum hér að bæta umhverfið bæði fyrir þá sem kaupa húsnæði og þá sem leigja,“ sagði Guðlaugur jafnframt í umræðu um húsnæðisvandann á Alþingi árið 2015.

Airbnb þrýstir upp leiguverði

Í rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands frá því febrúar kemur fram að 15 prósent af allri raunverðshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli 2014 og 2017 megi rekja til fjölgunar Airbnb-íbúða. Jafngildi það um tveggja prósenta hækkunar íbúðaverðs á hverju ári á þessu tímabili.

Hagdeild Íbúðalánsjóðs hefur komist að svipaðri niðurstöðu og metið áhrif Airbnb þannig að meðalfermetraverð í kaupsamningum hér á landi árin 2015 til 2017 hafi hækkað um fimm til níu prósentustig.

Þá styðja nýlegar erlendar rannsóknir þá tilgátu að fylgni sé á mili Airbnb-útleigu og verðmyndunar á fasteignamarkaði og að útleiga á Airbnb minnki framboð húsnæðis á almennum leigumarkaði. 

Lúxushús Ágústs Ólafs

Lúxushús Ágústs Ólafs.

„Lúxushús með bar, eldstæði og heitum potti.“ Þannig hljóðar lýsingin á húsi Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á vef Airbnb. Ágúst hefur í hið minnsta eitt og hálft ár haft húsnæði sitt í Gerðunum í Reykjavík til leigu á vef Airbnb.

Húsið er 270 fermetrar útbúið fataherbergi, fjórum svefnherbergjum,þremur baðherbergjum, „leyni bar“ og heitum potti. Þá er húsið ekki laust til útleigu fyrr en síðustu vikuna í ágúst.

Skömmu fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra lýsti Ágúst yfir áhyggjum á húsnæðisvanda ungs fólks. 

„Það er verk að vinna í þessu samfélagi, það sem ég hef sérstakar áhyggjur af er staða ungs fólks. Við sjáum að unga kynslóðin í dag er sú fyrsta í sögu Íslands sem hefur verri tækifæri en kynslóðin fyrir ofan. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 90 prósent á sjö árum, við erum búin að ganga allt of langt í skerðingu, fjórða hver fjölskylda er dottin úr barnabótakerfinu, helmingurinn er dottin úr vaxtabótakerfinu. Þetta eru tól sem stjórnvöld hafa til að mæta ungu fólki, fjölskyldufólki, og við höfum ekki verið að nýta þau,“ sagði Ágúst í þættinum Bítið á Bylgjunni.

Vagga kattarunnandans

Íbúð Helga Hrafns.

Hjónin Helgi Hrafn Gunnarsson og Inga Auðbjörg Straumland bjóða upp á íbúð á vef Airbnb sem kölluð er vagga kattarunnandans. Íbúðin er staðsett í Túnunum í Reykjavík og kostar nóttin um 13 þúsund krónur.

Hjónin leigja út íbúðina í einn mánuð á meðan þau dvelja í útlöndum. „Við erum bara að nýta húsnæðið á meðan við verðum í útlöndum, enda höfum við enga ástæðu til að hafa íbúðina tóma á meðan. Þvert á móti reyndar, okkur vantaði pössun fyrir kettina okkar tvo, og Airbnb býður upp á að finna leigjendur sem geta séð um gæludýr,“ segir Helgi Hrafn.

Á vef Airbnb er Inga skrásett sem gestgjafinn en samkvæmt fasteignaskrá eru þau bæði eigendur hússins. Þá er Helgi skrásettur fyrir leyfinu fyrir heimagistingu á vef sýslumanns.  Íbúðinni fylgja tveir kettir, Arya og Tyrion og er hún sögð fullkomin fyrir fjölskyldur sem elska ketti. Íbúðin er ekki laus til útleigu nema fáeina daga í ágúst og september.

Fyrrverandi félagsmálaráðherra kominn með heimagistingarleyfi

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og núverandi þingmaður Viðreisnar, er á meðal þeirra 1448 einstaklinga sem eru með leyfi sýslumanns fyrir heimagistingu.

Leyfi Þorsteins er fyrir heimili hans í Eskiholti í Garðabæ en um er að ræða um 300 fermetra húsnæði. Íbúðina er þó ekki að finna til útleigu á vef Airbnb.

Þorsteinn var harðorður í garð Airbnb á meðan sat sem félagsmálaráðherra. Sagði hann til að mynda að reisa þyrfti skorður við skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. „Það er ekkert sjálfsagt að slík starfsemi spretti upp algjörlega stjórnlaust og án aðkomu sveitarfélaganna sem fara með skipulagsvaldið. Ég held að sveitarfélögin ættu að horfa þarna betur til þess hvernig megi mögulega reisa skorður við frekari vexti í þessari starfsemi meðan húsnæðisskorturinn er svona mikill,“ sagði Þorsteinn í samtali við RÚV

Þá sagði Þorsteinn í þætti Kjarnans á Hringbraut í fyrra að hægt væri að skoða takmarkanir á Airbnb-íbúðum í samræmi við takmarkanir og stýringu sveitarfélaga á því hvar opnaðir væru veitingastaðir, kaffihús og barir.

Þorsteinn gerði málið að umtalsefni sínu að nýju á Alþingi skömmu fyrir síðustu jól þar sem hann talaði um stjórnlausan vöxt á Airbnb-íbúðum. „Við höfum séð í uppgangi ferðaþjónustunnar að þar hefur verið að mörgu leyti stjórnlaus vöxtur á svokölluðum Airbnb leiguíbúðum sem birtist meðal annars í því að íbúum í miðborg Reykjavíkur er að fækka og þar af leiðandi tilheyrandi skortur á húsnæði sem þessu fylgir. Þarna er alveg ljóst að stjórnvöld verða með einhverjum hætti að grípa inn í og stýra líkt og er með aðra leyfisveitingu til atvinnustarfsemi. Þetta gengur auðvitað ekki. Hér eru fleiri nágrannar Reykjavíkur farnir að horfa til sömu þróunar að útleiga til ferðamanna sé raunverulega að ryðja íbúum út úr heilu hverfunum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu almennt,“ sagði Þorsteinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár