Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Íbúð­ir í eigu þriggja þing­manna og eins ráð­herra eru á lista sýslu­manns yf­ir skráða heimag­ist­ingu. Airbnb hef­ur þrýst upp verð­lag­inu á leigu­mark­aði og kynt und­ir hús­næð­is­vand­an­um að mati grein­ing­ar­að­ila.

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Þrír þingmenn og maki eins ráðherra eru skráðir sem ábyrgðarmenn íbúða sem bjóða upp á heimagistingu samkvæmt gögnum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leigja þrír út íbúðir gegnum Airbnb.

Um er að ræða Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Þorstein Víglundsson, þingmann Viðreisnar. Þá er Ágústa Þóra Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti.

Ítrekað hefur verið bent á að útleiga Airbnb-íbúða þrýsti upp verðlagi og eigi þannig átt þátt í að kynda undir húsnæðisvandanum í Reykjavík. 

Íbúðir Ágústs, Helga og Guðlaugs eru að finna á vef Airbnb. Þó hefur enginn þeirra skráð leigustarfsemina í hagsmunaskrá þingmanna. En þar ber að skrá starfsemi sem unnin er samhliða starfi alþingismanns og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í.

Mánaðargreiðslur þingmanna nema 1.101 þúsund krónum á mánuði samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 29. október 2016, sem er 65 prósentum hærra en meðallaun Íslendinga. Þá eru laun ráðherra um 1.826 þúsund krónur á mánuði. Þingmenn og ráðherrar drýgi tekjurnar með leigu á Airbnb, en nóttin hjá þeim kostar á bilinu 13 til 42 þúsund krónur.

Sautján þúsund krónur nóttin hjá ráðherranum

Íbúð Guðlaugs Þórs.

Á vef Airbnb er boðin til leigu íbúð í Foldahverfinu í Grafarvogi þar sem nóttin kostar rúmar sautján þúsund krónur. Gestgjafinn er stjúpdóttir Guðlaugs Þórs, Anna Ýr, en samkvæmt fasteignaskrá er íbúðin í eigu Guðlaugs og Ágústu Þóru. 
Íbúðin virðist hafa verið í leigu síðan í maí og er hún að mestu ekki laus til útleigu fyrr en í október.

Guðlaugur hefur lýst yfir áhyggjum af húsnæðisvanda Íslendinga. Í grein sem Guðlaugur skrifaði um húsnæðismál ungs fólks árið 2016 sagði hann að til þess að ráða úr húsnæðisvanda ungs fólks þyrfti opinber kostnaður að lækka, lóðaframboð yrði að auka og stöðugleiki þyrfti að ríkja á húsnæðismarkaðnum. Þá gagnrýndi hann fjárframlög hins opinbera til Íbúðalánasjóðs og sagði sjóðinn geta náð markmiðum sínum „fyrir brot af þeirri upphæð sem kostar að halda honum á lífi“.

„Ég mun berjast fyrir því eins mikið og ég get og hef gert það frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum að við reynum hér að bæta umhverfið bæði fyrir þá sem kaupa húsnæði og þá sem leigja,“ sagði Guðlaugur jafnframt í umræðu um húsnæðisvandann á Alþingi árið 2015.

Airbnb þrýstir upp leiguverði

Í rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands frá því febrúar kemur fram að 15 prósent af allri raunverðshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli 2014 og 2017 megi rekja til fjölgunar Airbnb-íbúða. Jafngildi það um tveggja prósenta hækkunar íbúðaverðs á hverju ári á þessu tímabili.

Hagdeild Íbúðalánsjóðs hefur komist að svipaðri niðurstöðu og metið áhrif Airbnb þannig að meðalfermetraverð í kaupsamningum hér á landi árin 2015 til 2017 hafi hækkað um fimm til níu prósentustig.

Þá styðja nýlegar erlendar rannsóknir þá tilgátu að fylgni sé á mili Airbnb-útleigu og verðmyndunar á fasteignamarkaði og að útleiga á Airbnb minnki framboð húsnæðis á almennum leigumarkaði. 

Lúxushús Ágústs Ólafs

Lúxushús Ágústs Ólafs.

„Lúxushús með bar, eldstæði og heitum potti.“ Þannig hljóðar lýsingin á húsi Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á vef Airbnb. Ágúst hefur í hið minnsta eitt og hálft ár haft húsnæði sitt í Gerðunum í Reykjavík til leigu á vef Airbnb.

Húsið er 270 fermetrar útbúið fataherbergi, fjórum svefnherbergjum,þremur baðherbergjum, „leyni bar“ og heitum potti. Þá er húsið ekki laust til útleigu fyrr en síðustu vikuna í ágúst.

Skömmu fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra lýsti Ágúst yfir áhyggjum á húsnæðisvanda ungs fólks. 

„Það er verk að vinna í þessu samfélagi, það sem ég hef sérstakar áhyggjur af er staða ungs fólks. Við sjáum að unga kynslóðin í dag er sú fyrsta í sögu Íslands sem hefur verri tækifæri en kynslóðin fyrir ofan. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 90 prósent á sjö árum, við erum búin að ganga allt of langt í skerðingu, fjórða hver fjölskylda er dottin úr barnabótakerfinu, helmingurinn er dottin úr vaxtabótakerfinu. Þetta eru tól sem stjórnvöld hafa til að mæta ungu fólki, fjölskyldufólki, og við höfum ekki verið að nýta þau,“ sagði Ágúst í þættinum Bítið á Bylgjunni.

Vagga kattarunnandans

Íbúð Helga Hrafns.

Hjónin Helgi Hrafn Gunnarsson og Inga Auðbjörg Straumland bjóða upp á íbúð á vef Airbnb sem kölluð er vagga kattarunnandans. Íbúðin er staðsett í Túnunum í Reykjavík og kostar nóttin um 13 þúsund krónur.

Hjónin leigja út íbúðina í einn mánuð á meðan þau dvelja í útlöndum. „Við erum bara að nýta húsnæðið á meðan við verðum í útlöndum, enda höfum við enga ástæðu til að hafa íbúðina tóma á meðan. Þvert á móti reyndar, okkur vantaði pössun fyrir kettina okkar tvo, og Airbnb býður upp á að finna leigjendur sem geta séð um gæludýr,“ segir Helgi Hrafn.

Á vef Airbnb er Inga skrásett sem gestgjafinn en samkvæmt fasteignaskrá eru þau bæði eigendur hússins. Þá er Helgi skrásettur fyrir leyfinu fyrir heimagistingu á vef sýslumanns.  Íbúðinni fylgja tveir kettir, Arya og Tyrion og er hún sögð fullkomin fyrir fjölskyldur sem elska ketti. Íbúðin er ekki laus til útleigu nema fáeina daga í ágúst og september.

Fyrrverandi félagsmálaráðherra kominn með heimagistingarleyfi

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og núverandi þingmaður Viðreisnar, er á meðal þeirra 1448 einstaklinga sem eru með leyfi sýslumanns fyrir heimagistingu.

Leyfi Þorsteins er fyrir heimili hans í Eskiholti í Garðabæ en um er að ræða um 300 fermetra húsnæði. Íbúðina er þó ekki að finna til útleigu á vef Airbnb.

Þorsteinn var harðorður í garð Airbnb á meðan sat sem félagsmálaráðherra. Sagði hann til að mynda að reisa þyrfti skorður við skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. „Það er ekkert sjálfsagt að slík starfsemi spretti upp algjörlega stjórnlaust og án aðkomu sveitarfélaganna sem fara með skipulagsvaldið. Ég held að sveitarfélögin ættu að horfa þarna betur til þess hvernig megi mögulega reisa skorður við frekari vexti í þessari starfsemi meðan húsnæðisskorturinn er svona mikill,“ sagði Þorsteinn í samtali við RÚV

Þá sagði Þorsteinn í þætti Kjarnans á Hringbraut í fyrra að hægt væri að skoða takmarkanir á Airbnb-íbúðum í samræmi við takmarkanir og stýringu sveitarfélaga á því hvar opnaðir væru veitingastaðir, kaffihús og barir.

Þorsteinn gerði málið að umtalsefni sínu að nýju á Alþingi skömmu fyrir síðustu jól þar sem hann talaði um stjórnlausan vöxt á Airbnb-íbúðum. „Við höfum séð í uppgangi ferðaþjónustunnar að þar hefur verið að mörgu leyti stjórnlaus vöxtur á svokölluðum Airbnb leiguíbúðum sem birtist meðal annars í því að íbúum í miðborg Reykjavíkur er að fækka og þar af leiðandi tilheyrandi skortur á húsnæði sem þessu fylgir. Þarna er alveg ljóst að stjórnvöld verða með einhverjum hætti að grípa inn í og stýra líkt og er með aðra leyfisveitingu til atvinnustarfsemi. Þetta gengur auðvitað ekki. Hér eru fleiri nágrannar Reykjavíkur farnir að horfa til sömu þróunar að útleiga til ferðamanna sé raunverulega að ryðja íbúum út úr heilu hverfunum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu almennt,“ sagði Þorsteinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár