Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri vildi kyrr­setja tæp­ar 115 millj­ón­ir króna af eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar at­hafna­manns vegna meintra „meiri hátt­ar“ brota. Slík brot geta varð­að allt að 6 ára fang­elsi. Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur seg­ir að milli­færsl­ur nú gjald­þrota fjöl­miðla­fyr­ir­tækja Björns Inga til hans sjálfs hafi ver­ið vegna upp­gjörs lána­samn­inga og ábyrgða en ekki tekna.

Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi Björns Inga stækkaði hratt en félögin á bak við það eru nú komin í gjaldþrotaskipti.

Tollstjóri óskaði í apríl eftir kyrrsetningu á fasteign í eigu Björns Inga Hrafnssonar, athafnamanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, sem foreldrar hans eru búsettir í. Ástæðan er tæplega 115 milljóna króna útreikningur skattrannsóknarstjóra á áætlaðri sekt og skattkröfu gagnvart Birni Inga vegna millifærslna frá fjölmiðlafyrirtækjum hans sem nú eru gjaldþrota. Lögmaður hans segir greiðslurnar vera eðlilegar og að skattrannsóknarstjóri fari fram af asa.

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra telst brot af slíkri stærðargráðu „meiri háttar“ og getur varðað fangelsi allt að 6 árum. „Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig,“ segir Björn Ingi í samtali við Stundina.

Að lokinni skattrannsókn fara mál af þessum toga til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. Í öllum tilvikum slíkra mála er krafist fésektar, en samkvæmt hegningarlögum skal sá sæta fangelsi allt að 6 árum sem fundinn er sekur um „meiri háttar“ brot. Í dómaframkvæmd er slíkt þó sjaldnast raunin og eru skilorðsbundnir dómar og fésektir algengari niðurstaða.

„Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig.“

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra má að jafnaði áætla að helmingur upphæðarinnar sem embættið reiknar út sé sú skattfjárhæð sem ekki var greidd, en hinn helmingurinn sekt. Samkvæmt þeirri þumalputtareglu er um að ræða allt að 57 milljónir króna í ógreiddan tekjuskatt.

Sveinn Andri SveinssonLögmaður Björns Inga segir að millifærslur frá fjölmiðlafyrirtækjum hans á eigin reikning eigi sér eðlilegar skýringar.

 Segir millifærslurnar endurgreiðslur á lánum og ábyrgðum

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, segir að þær millifærslur sem skattrannsóknarstjóri telji vera óuppgefnar tekjur séu vegna lánasamninga og ábyrgða, auk þóknana vegna þeirra ábyrgða sem Björn Ingi gekkst undir.

„Ég mætti með honum í skýrslutöku til skattrannsóknastjóra þar sem var farið nákvæmlega yfir skýringar á fjárstreymi inn á hans reikninga,“ segir Sveinn Andri. „Honum var veittur frestur til að afla frekari gagna til stuðnings, en þrátt fyrir að slíkar skýringar væru komnar fram fóru þeir fram með þessa kyrrsetningu. Sá asi kom 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár