Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri vildi kyrr­setja tæp­ar 115 millj­ón­ir króna af eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar at­hafna­manns vegna meintra „meiri hátt­ar“ brota. Slík brot geta varð­að allt að 6 ára fang­elsi. Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur seg­ir að milli­færsl­ur nú gjald­þrota fjöl­miðla­fyr­ir­tækja Björns Inga til hans sjálfs hafi ver­ið vegna upp­gjörs lána­samn­inga og ábyrgða en ekki tekna.

Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi Björns Inga stækkaði hratt en félögin á bak við það eru nú komin í gjaldþrotaskipti.

Tollstjóri óskaði í apríl eftir kyrrsetningu á fasteign í eigu Björns Inga Hrafnssonar, athafnamanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, sem foreldrar hans eru búsettir í. Ástæðan er tæplega 115 milljóna króna útreikningur skattrannsóknarstjóra á áætlaðri sekt og skattkröfu gagnvart Birni Inga vegna millifærslna frá fjölmiðlafyrirtækjum hans sem nú eru gjaldþrota. Lögmaður hans segir greiðslurnar vera eðlilegar og að skattrannsóknarstjóri fari fram af asa.

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra telst brot af slíkri stærðargráðu „meiri háttar“ og getur varðað fangelsi allt að 6 árum. „Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig,“ segir Björn Ingi í samtali við Stundina.

Að lokinni skattrannsókn fara mál af þessum toga til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. Í öllum tilvikum slíkra mála er krafist fésektar, en samkvæmt hegningarlögum skal sá sæta fangelsi allt að 6 árum sem fundinn er sekur um „meiri háttar“ brot. Í dómaframkvæmd er slíkt þó sjaldnast raunin og eru skilorðsbundnir dómar og fésektir algengari niðurstaða.

„Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig.“

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra má að jafnaði áætla að helmingur upphæðarinnar sem embættið reiknar út sé sú skattfjárhæð sem ekki var greidd, en hinn helmingurinn sekt. Samkvæmt þeirri þumalputtareglu er um að ræða allt að 57 milljónir króna í ógreiddan tekjuskatt.

Sveinn Andri SveinssonLögmaður Björns Inga segir að millifærslur frá fjölmiðlafyrirtækjum hans á eigin reikning eigi sér eðlilegar skýringar.

 Segir millifærslurnar endurgreiðslur á lánum og ábyrgðum

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, segir að þær millifærslur sem skattrannsóknarstjóri telji vera óuppgefnar tekjur séu vegna lánasamninga og ábyrgða, auk þóknana vegna þeirra ábyrgða sem Björn Ingi gekkst undir.

„Ég mætti með honum í skýrslutöku til skattrannsóknastjóra þar sem var farið nákvæmlega yfir skýringar á fjárstreymi inn á hans reikninga,“ segir Sveinn Andri. „Honum var veittur frestur til að afla frekari gagna til stuðnings, en þrátt fyrir að slíkar skýringar væru komnar fram fóru þeir fram með þessa kyrrsetningu. Sá asi kom 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu