Tollstjóri óskaði í apríl eftir kyrrsetningu á fasteign í eigu Björns Inga Hrafnssonar, athafnamanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, sem foreldrar hans eru búsettir í. Ástæðan er tæplega 115 milljóna króna útreikningur skattrannsóknarstjóra á áætlaðri sekt og skattkröfu gagnvart Birni Inga vegna millifærslna frá fjölmiðlafyrirtækjum hans sem nú eru gjaldþrota. Lögmaður hans segir greiðslurnar vera eðlilegar og að skattrannsóknarstjóri fari fram af asa.
Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra telst brot af slíkri stærðargráðu „meiri háttar“ og getur varðað fangelsi allt að 6 árum. „Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig,“ segir Björn Ingi í samtali við Stundina.
Að lokinni skattrannsókn fara mál af þessum toga til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. Í öllum tilvikum slíkra mála er krafist fésektar, en samkvæmt hegningarlögum skal sá sæta fangelsi allt að 6 árum sem fundinn er sekur um „meiri háttar“ brot. Í dómaframkvæmd er slíkt þó sjaldnast raunin og eru skilorðsbundnir dómar og fésektir algengari niðurstaða.
„Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig.“
Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra má að jafnaði áætla að helmingur upphæðarinnar sem embættið reiknar út sé sú skattfjárhæð sem ekki var greidd, en hinn helmingurinn sekt. Samkvæmt þeirri þumalputtareglu er um að ræða allt að 57 milljónir króna í ógreiddan tekjuskatt.
Segir millifærslurnar endurgreiðslur á lánum og ábyrgðum
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, segir að þær millifærslur sem skattrannsóknarstjóri telji vera óuppgefnar tekjur séu vegna lánasamninga og ábyrgða, auk þóknana vegna þeirra ábyrgða sem Björn Ingi gekkst undir.
„Ég mætti með honum í skýrslutöku til skattrannsóknastjóra þar sem var farið nákvæmlega yfir skýringar á fjárstreymi inn á hans reikninga,“ segir Sveinn Andri. „Honum var veittur frestur til að afla frekari gagna til stuðnings, en þrátt fyrir að slíkar skýringar væru komnar fram fóru þeir fram með þessa kyrrsetningu. Sá asi kom
Athugasemdir