Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri vildi kyrr­setja tæp­ar 115 millj­ón­ir króna af eign­um Björns Inga Hrafns­son­ar at­hafna­manns vegna meintra „meiri hátt­ar“ brota. Slík brot geta varð­að allt að 6 ára fang­elsi. Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur seg­ir að milli­færsl­ur nú gjald­þrota fjöl­miðla­fyr­ir­tækja Björns Inga til hans sjálfs hafi ver­ið vegna upp­gjörs lána­samn­inga og ábyrgða en ekki tekna.

Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir
Björn Ingi Hrafnsson Fjölmiðlaveldi Björns Inga stækkaði hratt en félögin á bak við það eru nú komin í gjaldþrotaskipti.

Tollstjóri óskaði í apríl eftir kyrrsetningu á fasteign í eigu Björns Inga Hrafnssonar, athafnamanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, sem foreldrar hans eru búsettir í. Ástæðan er tæplega 115 milljóna króna útreikningur skattrannsóknarstjóra á áætlaðri sekt og skattkröfu gagnvart Birni Inga vegna millifærslna frá fjölmiðlafyrirtækjum hans sem nú eru gjaldþrota. Lögmaður hans segir greiðslurnar vera eðlilegar og að skattrannsóknarstjóri fari fram af asa.

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra telst brot af slíkri stærðargráðu „meiri háttar“ og getur varðað fangelsi allt að 6 árum. „Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig,“ segir Björn Ingi í samtali við Stundina.

Að lokinni skattrannsókn fara mál af þessum toga til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. Í öllum tilvikum slíkra mála er krafist fésektar, en samkvæmt hegningarlögum skal sá sæta fangelsi allt að 6 árum sem fundinn er sekur um „meiri háttar“ brot. Í dómaframkvæmd er slíkt þó sjaldnast raunin og eru skilorðsbundnir dómar og fésektir algengari niðurstaða.

„Í þessu máli, vegna þess hvernig það er, þá er það Sveinn Andri Sveinsson sem svarar fyrir mig.“

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra má að jafnaði áætla að helmingur upphæðarinnar sem embættið reiknar út sé sú skattfjárhæð sem ekki var greidd, en hinn helmingurinn sekt. Samkvæmt þeirri þumalputtareglu er um að ræða allt að 57 milljónir króna í ógreiddan tekjuskatt.

Sveinn Andri SveinssonLögmaður Björns Inga segir að millifærslur frá fjölmiðlafyrirtækjum hans á eigin reikning eigi sér eðlilegar skýringar.

 Segir millifærslurnar endurgreiðslur á lánum og ábyrgðum

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga, segir að þær millifærslur sem skattrannsóknarstjóri telji vera óuppgefnar tekjur séu vegna lánasamninga og ábyrgða, auk þóknana vegna þeirra ábyrgða sem Björn Ingi gekkst undir.

„Ég mætti með honum í skýrslutöku til skattrannsóknastjóra þar sem var farið nákvæmlega yfir skýringar á fjárstreymi inn á hans reikninga,“ segir Sveinn Andri. „Honum var veittur frestur til að afla frekari gagna til stuðnings, en þrátt fyrir að slíkar skýringar væru komnar fram fóru þeir fram með þessa kyrrsetningu. Sá asi kom 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár