Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umboðsmaður Alþingis segir Reykjavíkurborg bregðast utangarðsfólki

Fram­boð hús­næð­isúr­ræða fyr­ir utangarðs­fólk er ófull­nægj­andi og bið­tími of lang­ur, að mati um­boðs­manns Al­þing­is. Sér­stak­lega eru gerð­ar at­huga­semd­ir við frammi­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar í mála­flokkn­um.

Umboðsmaður Alþingis segir Reykjavíkurborg bregðast utangarðsfólki
Utangarðsfólk Fjöldi fólks með fjölþættan vanda glímir við viðvarandi húsnæðisvanda, að sögn umboðsmanns. Mynd: Shutterstock / Sviðsett mynd

Frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis á húsnæðisvanda utangarðsfólks leiddi í ljós að „almennur og viðvarandi vandi“ sé til staðar, sérstaklega hjá þeim sem glíma við fjölþættan vanda. Í áliti umboðsmanns sem birt var í dag kemur fram að Reykjavíkurborg tryggi ekki utangarðsfólki lausn við „bráðum húsnæðisvanda“ í samræmi við lög, stjórnarskrá og fjölþjóðlegar mannréttindareglur.

Kvartanir og ábendingar bárust umboðsmanni um fólk sem fellur undir hugtakið „utangarðsfólk“, og þá sérstaklega þá sem glíma við fíknivanda, stundum samhliða geðrænum vanda og/eða líkamlegri fötlun, og eru ekki sjálfir færir um að leysa húsnæðismál sín. Segir umboðsmaður biðtíma of langan og framboð húsnæðisúrræða fyrir hópinn ófullnægjandi.

Bendir umboðsmaður á að hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur hafi lítið reynt á málaflokkinn, en einstaklingar leiti gjarnan úr öðrum sveitarfélögum til Reykjavíkurborgar eftir þjónustu. Þá beindi umboðsmaður þeim tilmælum til félags- og jafnréttisráðherra að ráðuneytið skoði hvort auka ætti eftirlit með þessum málum hjá sveitarfélögunum.

Tvöfalt fleira utangarðsfólk en 2012

Við athugun á fjölda utangarðsfólks í Reykjavík árið 2017 kom fram að fjölgað hafði í þeim hópi um 95% frá árinu 2012. „Á þessum árum hefur líka orðið fjölgun í hópi þeirra sem leita til umboðsmanns Alþingis vegna skorts á úrræðum við húsnæðisvanda utangarðsfólks og heimilislausra,“ segir í álitinu. „Þetta hafa bæði verið einstaklingar í þessari stöðu og aðstandendur þeirra og vinir. Í ýmsum tilvikum hafa þessir einstaklingar beðið í mörg ár, jafnvel lengur en áratug, eftir að komast í varanlegt húsnæði þótt sveitarfélagið hafi fallist á umsóknir þeirra. Virk neysla áfengis og/eða vímuefna hefur þá staðið í vegi fyrir því að þeir hafi í raun komið til greina við úthlutun á hefðbundnu félagslegu leiguhúsnæði þótt þess hafi ekki séð stað í reglum um úthlutun á slíku húsnæði.“

„Í ýmsum tilvikum hafa þessir einstaklingar beðið í mörg ár, jafnvel lengur en áratug, eftir að komast í varanlegt húsnæði þótt sveitarfélagið hafi fallist á umsóknir þeirra.“

Umboðsmaður vakti einnig athygli heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra á stöðu mála og hvernig þau tengjast einstaklingum sem vistaðir hafa verið á ríkisstofnunum, svo sem geðsjúkrahúsum og fangelsum.

„Umboðsmaður tók fram að hann teldi mikilvægt að þeir aðilar sem koma að málefnum þeirra hópa sem fjallað er um í álitinu, bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga, hafi með sér samráð um hvernig takast megi á við húsnæðisvanda þeirra þannig að efnisleg lágmarksréttindi séu tryggð og að um sé að ræða raunhæf og virk úrræði í þágu þeirra,“ segir í álitinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár