Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

Af­kvæmi lang­reyð­ar og steypireyð­ar er tal­ið hafa ver­ið veitt af hval­veiði­skipi Hvals hf. að­far­arnótt sunnu­dags síð­ustu helgi. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un og Fiski­stofa eru með mál­ið til skoð­un­ar og verða gerð DNA-próf á dýr­inu.

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
Hvalinum landað. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., virðir fyrir sér dýrið. Mynd: Seashepard

Talið er að afar fágætur hvalur hafi verið veiddur við Íslandsstrendur og landað í Hvalfirði aðfararnótt sunnudags. Sérfræðingar telja líklegt að um sé að ræða blending langreyðar og steypireyðar en slík pörun er sjaldgæf í náttúrunni þó hún þekkist.

Langreyður og steypireyður er tvær stærstu tegundir dýra í heiminum. Þá hefur ekki verið útilokað að hvalurinn sem veiddur var sé steypireyður en sú tegund hvala hefur verið friðuð við Íslandsstrendur síðan árið 1960.

Það voru dýraverndarsamtökunin Hard to port sem vöktu athygli á málinu en þau eru hér stödd hér á landi til þess að gera heimildarmynd um hvalveiðar Íslendinga. Samkvæmt samtökunum var dýrið veitt af hvalveiðiskipi Hvals hf. um helgina. Málið er nú komið á borð Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu. 

Hvalur hf, sem gerir út tvö hvalveiðiskip, Hval 8 og Hval 9, ákvað í vor að hefja hvalveiðar að nýju eftir tveggja ára hlé. 

Mynd frá Hard to port

„Af útlitinu að dæma, myndum sem ég hef séð og því sem starfsmaður okkar sá þarna upp frá þá finnst mér líklegast að þetta sé blendingur langreyðar og steypireyðar. Við höfum séð fimm til sex slíka hvali áður, sem er í sjálfu sér mjög merkilegt líffræðilega,“ segir Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. 

„Við höfum séð fimm til sex slíka hvali áður“

Að sögn Gísla verður framkvæmd DNA-rannsókn á sýnum úr dýrinu í haust og því verður ekki skorið endanlega úr um hvaða tegund dýrið er fyrr en þá.

Ákveðin útlitseinkenni langreyðar og steypireyðar eru á dýrinu þó að það megi segja að þetta dýr af þessum fimm, sex sem við þekkjum, hafi heldur meiri einkenni steypreyðar en hinir. Langreyðurin er alveg skjannahvít á lit á kviðnum en þetta dýr er til dæmis með gráleitan kvið. Sum einkenni dýrsins eru langreyðarleg og í heild er þetta dýr frekar líkt þeim kynblendingum sem við höfuð séð áður,“ segir Gísli. 

Mynd frá Hard to port.

Veiðar á blendingum áður valdið deilum

Árið 1986 varð fyrst vart við blending langreyðar og steypireyðar í náttúrunni hér við Íslandsstrendur. Blendingurinn var veiddur og með honum tókst að sýna fram á í fyrsta skipti kynblöndun stórra hvala. Annar þeirra veiddist hér á landi árið 1989 og endaði meðal annars hvalkjöt úr honum í stórmarkaði í Osaka í Japan. Bandarískir vísindamenn gagnrýndu Íslendinga harðlega í kjölfar veiðanna. Þá var þáttur sýndur á National Geographic-sjónvarpstöðinni fyrir um tíu árum sem fjallaði um sömu veiðar.

Í þættinum sem heitir Konungsríki steypireyðarinnar voru Íslendingar útmálaðir sem siðlausir umhverfisþrjótar fyrir að hafa drepið blendinginn og selt kjötið til Japans.

Dýraverndunarsamtökin Hard to port sem vöktu athygli á veiðinni krefjast þess að veiðarnar hafi afleiðingar. „Ef ályktun okkar reynist rétt, þá munum við tryggja það að þetta muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Kristján Loftsson og fyrirtæki hans,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Steypireyðurin var ofveidd á síðustu öld og fækkaði gríðarlega í stofninum. Nú er talið að heildarfjöldi dýra sé á bilinu 6.500 til 14.000 og er því tegundin talin vera í útrýmingarhættu. Þá hefur dýrið verið alfriðað frá árinu 1966 en talið er að um þúsund steypireyða haldi sig nærri Íslandsströndum.

Mynd frá Hard to port.

Yfir tuttugu hvalir veiddir

Morgunblaðið greindi frá því í gær að 22 langreyðar hefðu verið skotnar og veiddar frá því veiðar hófust að nýju eftir tveggja ára 20. júní síðastliðinn. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, í Morgunblaðinu að mest veiði hefði verið suðvestur af Garðskaga. Heimild er til þess að veiða tæplega 200 langreyðar á þessu ári og sagði Kristján að fyrirætlanir væru um að flytja kjötið til Japan.

Stundin hefur fjallað um viðvarandi taprekstur á hvalveiðiútgerð Kristjáns, en hann hefur ekki viljað svara spurningum Stundarinnar. 

Horfur eru á því að ríkisstjórn Íslands þurfi að taka afstöðu til áframhaldandi hvalveiða á næstunni, þar sem reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Ísland rennuur út á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Stundina að hún hefði efasemdir um hvalveiðar. Að hennar mati eigi „öll auðlindanýting að vera sjálfbær, umhverfislega, samfélagslega og efnahagslega“ og því sé „lykilatriði að áður en ákvörðun verður tekin um það hvort áfram eigi að heimila veiðar á langreyði, fari fram slíkt mat, þ.e. mat á umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum hvalveiða.“

Stundin greindi frá því í síðustu viku að föðurbróðir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé orðinn stjórnarformaður Hvals ehf. Föðurbróðirinn, Einar Sveinsson, á lítinn hlut í Hval hf. í gegnum félag sitt í Lúxemborg. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur lagst gegn því að hvalveiðistefna Íslands verði endurskoðuð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár