Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trúðar, svartmálmur og sultuslakt rapp

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og við­burð­ir 13. júlí–2. ág­úst

Trúðar, svartmálmur og sultuslakt rapp

Áratugur af sirkus

Hvar? Vatnsmýrinni og Akureyri
Hvenær? 13. júlí til 5. ágúst
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Sirkus Íslands hefur haldið sýningar í áratug og heldur upp á það með sérstakri sýningu þar sem fyrirfinnst bæði nýtt efni og eldra. Þessi litríka fjölskyldusýning er uppfull af fimleikum á jörðu og í lofti, trúðum og fleiru. Einnig býður leikhópurinn upp á aðra sýningu sem kallast Skinnsemi, en hún er aðeins ætluð fullorðnum.

Draumareglan & Prófessjónal Amatör

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 19. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tvær ólíkar sýningar eru í gangi í Kling & Bang. „Draumareglan“ er sýning Fritz Hendriks unnin undir áhrifum hugmynda skálduðu persónunnar „Fræðimannsins“ um mikilvægi stöðugrar svefnrútínu. Verkin samanstanda af innsetningum, málverkum, skúlptúrum, ljósmyndum og vídeó. „Prófessjónal Amatör“ er hópsýning sem kannar snertifleti og þróun menningar og myndlistar, viðvaninga og fagmanna.

Aron Can

Hvar? Húrra
Hvenær? 14. júlí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Ljúfi rapparinn Aron Can hefur haldið tónleika á öllum helstu skemmtistöðum landsins og víðar, en í febrúar skrifaði hann undir samning hjá Sony Music og munu silkisléttu tónar hans því dreifast út fyrir landsteinana. Hann gaf nýlega út plötuna „Trúpíter“ og mun eflaust spila meginhluta af henni á þessum tónleikum.

Lífsblómið

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 17. júlí–16. desember
Aðgangseyrir: 1.900 kr.

Titill sýningarinnar er sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness, „Sjálfstætt fólk“, en eins og bókin fjallar þessi sýning um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er, og á sérstaklega við á 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Sýningin samanstendur af ýmsum handritum, skjölum og myndlistarverkum.

LungA 2018

Hvar? Seyðisfjörður
Hvenær? 15.–22. júlí
Aðgangseyrir: 10.900 kr.

Uppskeruhátíð ungra listamanna rennur í garð þessa viku, en þar er að sjá margar og mismunandi myndlistarsýningar sem margar hverjar verða til í þessari viku. Á föstudag og laugardaginn koma síðan fram ýmsar hljómsveitir og listamenn eins og Páll Óskar, Sykur, Reykjavíkurdætur og hin bandaríska Princess Nokia.

Dirty Dancing föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 27. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Dansepíkin „Dirty Dancing“ segir frá sumarferð 1963 í Bandaríkjunum þar sem hin 17 ára Baby, leikin af Jennifer Grey, kemst í kynni við atvinnudansara sem dansa fyrir gesti. Þegar einn dansarinn veikist þarf hún að hlaupa í skarðið og kynnist þá betur mótdansara sínum, Johnny, sem er leikinn af Patrick Swayze, en þau verða ástfangin.

Misþyrming, World Narcosis, Alvia Islandia

Hvar? Húrra
Hvenær? 27. júlí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Misþyrming er ein af hljómsveitunum sem kom Íslandi á kortið í svartmálmssheiminum, en plata þeirra, „Söngvar elds og óreiðu“, hlaut einróma lof gagnrýnenda og spekinga stefnunnar. Önnur plata þeirra, „Algleymi“, hefur verið lengi í þróun, en það styttist vonandi í hana. Með Misþyrmingu spilar pönksveitin World Narcosis og rapparinn Alvia Islandia.

Bræðslan 2018

Hvar? Borgarfirði eystra
Hvenær? 28. júlí kl. 19.00
Aðgangseyrir: 9.300 kr.

Fjórtánda árið í röð taka Borgfirðingar sig til og breyta gömlu síldarbræðslunni í tónleikasal þar sem margar landsþekktar hljómsveitir spila á Bræðslunni. Fram koma til dæmis rapparinn Emmsjé Gauti, poppsveitin Between Mountains og rokksveitin Agent Fresco. Tjaldsvæði stendur gestum til boða eftir tónleikana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár