Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Trúðar, svartmálmur og sultuslakt rapp

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og við­burð­ir 13. júlí–2. ág­úst

Trúðar, svartmálmur og sultuslakt rapp

Áratugur af sirkus

Hvar? Vatnsmýrinni og Akureyri
Hvenær? 13. júlí til 5. ágúst
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Sirkus Íslands hefur haldið sýningar í áratug og heldur upp á það með sérstakri sýningu þar sem fyrirfinnst bæði nýtt efni og eldra. Þessi litríka fjölskyldusýning er uppfull af fimleikum á jörðu og í lofti, trúðum og fleiru. Einnig býður leikhópurinn upp á aðra sýningu sem kallast Skinnsemi, en hún er aðeins ætluð fullorðnum.

Draumareglan & Prófessjónal Amatör

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? Til 19. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tvær ólíkar sýningar eru í gangi í Kling & Bang. „Draumareglan“ er sýning Fritz Hendriks unnin undir áhrifum hugmynda skálduðu persónunnar „Fræðimannsins“ um mikilvægi stöðugrar svefnrútínu. Verkin samanstanda af innsetningum, málverkum, skúlptúrum, ljósmyndum og vídeó. „Prófessjónal Amatör“ er hópsýning sem kannar snertifleti og þróun menningar og myndlistar, viðvaninga og fagmanna.

Aron Can

Hvar? Húrra
Hvenær? 14. júlí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Ljúfi rapparinn Aron Can hefur haldið tónleika á öllum helstu skemmtistöðum landsins og víðar, en í febrúar skrifaði hann undir samning hjá Sony Music og munu silkisléttu tónar hans því dreifast út fyrir landsteinana. Hann gaf nýlega út plötuna „Trúpíter“ og mun eflaust spila meginhluta af henni á þessum tónleikum.

Lífsblómið

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 17. júlí–16. desember
Aðgangseyrir: 1.900 kr.

Titill sýningarinnar er sóttur í skáldsögu Halldórs Laxness, „Sjálfstætt fólk“, en eins og bókin fjallar þessi sýning um hina djúpu þrá eftir sjálfstæði. Hún fjallar einnig um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er, og á sérstaklega við á 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Sýningin samanstendur af ýmsum handritum, skjölum og myndlistarverkum.

LungA 2018

Hvar? Seyðisfjörður
Hvenær? 15.–22. júlí
Aðgangseyrir: 10.900 kr.

Uppskeruhátíð ungra listamanna rennur í garð þessa viku, en þar er að sjá margar og mismunandi myndlistarsýningar sem margar hverjar verða til í þessari viku. Á föstudag og laugardaginn koma síðan fram ýmsar hljómsveitir og listamenn eins og Páll Óskar, Sykur, Reykjavíkurdætur og hin bandaríska Princess Nokia.

Dirty Dancing föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 27. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Dansepíkin „Dirty Dancing“ segir frá sumarferð 1963 í Bandaríkjunum þar sem hin 17 ára Baby, leikin af Jennifer Grey, kemst í kynni við atvinnudansara sem dansa fyrir gesti. Þegar einn dansarinn veikist þarf hún að hlaupa í skarðið og kynnist þá betur mótdansara sínum, Johnny, sem er leikinn af Patrick Swayze, en þau verða ástfangin.

Misþyrming, World Narcosis, Alvia Islandia

Hvar? Húrra
Hvenær? 27. júlí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Misþyrming er ein af hljómsveitunum sem kom Íslandi á kortið í svartmálmssheiminum, en plata þeirra, „Söngvar elds og óreiðu“, hlaut einróma lof gagnrýnenda og spekinga stefnunnar. Önnur plata þeirra, „Algleymi“, hefur verið lengi í þróun, en það styttist vonandi í hana. Með Misþyrmingu spilar pönksveitin World Narcosis og rapparinn Alvia Islandia.

Bræðslan 2018

Hvar? Borgarfirði eystra
Hvenær? 28. júlí kl. 19.00
Aðgangseyrir: 9.300 kr.

Fjórtánda árið í röð taka Borgfirðingar sig til og breyta gömlu síldarbræðslunni í tónleikasal þar sem margar landsþekktar hljómsveitir spila á Bræðslunni. Fram koma til dæmis rapparinn Emmsjé Gauti, poppsveitin Between Mountains og rokksveitin Agent Fresco. Tjaldsvæði stendur gestum til boða eftir tónleikana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár