Ég er á bar að horfa á landsleik Íslands og Króatíu ásamt hópi af Íslendingum. Þetta eru alvöru stuðningsmenn íslenska landsliðsins, en hér og þar má sjá menn sem hugsa bara um peninga, ég kannast við líkamstungumálið: Þeir eru alltaf í símanum, og kippast til í takt við leikinn og hvísla. Hvað þeir settu mikinn pening á leikinn. Eins og það sé tabú að veðja. Sem líklega allir eru að gera á Íslandi núna.
Ég týndi mér á tímabili í veðmálum og var orðinn sérfræðingur í öllum stóru deildum heimsins: Argentísku, kínversku, ensku, braselísku, ítölsku, frönsku og hinum og þessum. Ég vissi ekkert um knattspyrnu þegar ég æfði sjálfur, fannst meira að segja leiðinlegt að horfa á bolta. Og það var fyrst algerlega tilgangslaust eftir að Maradona og Paul Gausgoine settu takkaskóna á hilluna. En, jú, ég elska að spila, engin tilfinning jafnast á við það, það eru samskipti án …
Athugasemdir