Rannsóknarhópur við Oregon Health & Science University leitaðist við að finna sameind sem hefði áhrif á hreyfanleika krabbameinsfrumna og þannig eiginleika þeirra til að meinvarpast yfir í önnur líffæri. Slíkt lyf er því ekki sértækt fyrir ákveðið krabbamein, heldur er það sértækt fyrir ákveðin stig krabbameina.
Við leit sína fann hópurinn KBU2046, sameind sem hindrar virkjun á próteini sem kallast Heat shock protein 90 β (HSP90β). Þegar sameindin er til staðar binst það við prótín sem sér um að kveikja á HSP90β.
Hvers vegna virkni HSP90β hefur áhrif á meinvörp er ekki vitað, en það sem mestu máli skipti í þessari rannsókn var að finna lyf sem gæti hindrað meinvörp, sama hvaðan þau ættu uppruna sinn.
Þegar virkni KBU2046 var prófuð kom í ljós að lyfið hindrar hreyfanleika brjósta-, ristil-, blöðruhálskirtils- og lungnakrabbameinsfrumna. Minni hreyfanleiki frumnanna þýðir að þær hafa minni getu til að meinvarpast. Að auki hafði sameindin neikvæð …
Athugasemdir