Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lyf gegn meinvarpandi krabbameinsfrumum

Ný rann­sókn gef­ur von­ir um að lyf muni geta hindr­að dreif­ingu krabba­meins á milli líf­færa, eða svo­köll­uð mein­vörp.

Lyf gegn meinvarpandi krabbameinsfrumum
Von um nýtt tól í baráttunni Ný rannsókn bendir til þess að ákveðin sameind, kölluð KBU2046, hindri dreifingu krabbameins milli líffæra. Myndin er sviðsett. Mynd: Shutterstock

Rannsóknarhópur við Oregon Health & Science University leitaðist við að finna sameind sem hefði áhrif á hreyfanleika krabbameinsfrumna og þannig eiginleika þeirra til að meinvarpast yfir í önnur líffæri. Slíkt lyf er því ekki sértækt fyrir ákveðið krabbamein, heldur er það sértækt fyrir ákveðin stig krabbameina. 

Við leit sína fann hópurinn KBU2046, sameind sem hindrar virkjun á próteini sem kallast Heat shock protein 90 β (HSP90β). Þegar sameindin er til staðar binst það við prótín sem sér um að kveikja á HSP90β. 

Hvers vegna virkni HSP90β hefur áhrif á meinvörp er ekki vitað, en það sem mestu máli skipti í þessari rannsókn var að finna lyf sem gæti hindrað meinvörp, sama hvaðan þau ættu uppruna sinn.

Þegar virkni KBU2046 var prófuð kom í ljós að lyfið hindrar hreyfanleika brjósta-, ristil-, blöðruhálskirtils- og lungnakrabbameinsfrumna. Minni hreyfanleiki frumnanna þýðir að þær hafa minni getu til að meinvarpast. Að auki hafði sameindin neikvæð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár