Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kjör Ásgerðar ekki endurskoðað: „Við Ásgerður eigum í þéttu sambandi“

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, seg­ist vilja gefa fólki tæki­færi til að breyt­ast og þrosk­ast.

Kjör Ásgerðar ekki endurskoðað: „Við Ásgerður eigum í þéttu sambandi“
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að kjör Ásgerðar Jónu Flosadóttur í mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar verði ekki endurskoðað af hálfu flokksins.

„Ég fylgist vel með sem oddviti Flokk fólksins og við Ásgerður eigum í þéttu sambandi. Ef þú þekkir mig af mínum störfum þá veistu alveg hvar ég stend varðandi fólk í heiminum. Ef það er eitthvað sem myndi stuða mig eða stinga í þessu samstarfi okkar þá myndi vera tekið strax á slíku en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Kolbrún.

Ásgerður situr sem aðalmaður í mannréttinda- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Hún hefur áður tengst stjórnmálaflokkum sem gagnrýndir hafa verið um kynþáttafordóma. Þá hefur hún deilt áróðri gegn múslimum á Facebook-síðu sinni og viðurkennt að hún hafi mismunað skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar eftir þjóðerni.

„Fólk hefur auðvitað í gegnum tíðina sagt og gert sennilega ýmislegt. En ég vil líka gefa fólki bara annað tækifæri til þess breytast og þroskast og skipta um skoðanir og guð má vita,“ segir Kolbrún. Þá segist hún ekki vera „í þeirri stöðu að gagnrýna hvað fólk sagði fyrir tíu, fimmtán árum“. 

Aðspurð hvort kjör Ásgerðar verði endurskoðað segir hún að það sé ekki dagskrá. „Þú veist nú hvernig pólítikin er, það getur auðvitað allt gerst í henni. Þegar þú spyrð um þetta núna þá er það ekki uppi á borði. Hún er nýkomin í nefndina, það er nýbúið að ganga frá þessu öllu. Við erum að tala um innan við mánuð. Það væri mjög skrýtið ef það væri strax farið í að endurskoða þetta. Hefðir þú kannski átt þetta samtal við mig áður en búið var að ganga frá öllu þessu þá veit ég ekki hvað ég hefði sagt. Nú er þetta fast í hendi,“ segir Kolbrún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár