Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kjör Ásgerðar ekki endurskoðað: „Við Ásgerður eigum í þéttu sambandi“

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, seg­ist vilja gefa fólki tæki­færi til að breyt­ast og þrosk­ast.

Kjör Ásgerðar ekki endurskoðað: „Við Ásgerður eigum í þéttu sambandi“
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að kjör Ásgerðar Jónu Flosadóttur í mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar verði ekki endurskoðað af hálfu flokksins.

„Ég fylgist vel með sem oddviti Flokk fólksins og við Ásgerður eigum í þéttu sambandi. Ef þú þekkir mig af mínum störfum þá veistu alveg hvar ég stend varðandi fólk í heiminum. Ef það er eitthvað sem myndi stuða mig eða stinga í þessu samstarfi okkar þá myndi vera tekið strax á slíku en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Kolbrún.

Ásgerður situr sem aðalmaður í mannréttinda- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Hún hefur áður tengst stjórnmálaflokkum sem gagnrýndir hafa verið um kynþáttafordóma. Þá hefur hún deilt áróðri gegn múslimum á Facebook-síðu sinni og viðurkennt að hún hafi mismunað skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar eftir þjóðerni.

„Fólk hefur auðvitað í gegnum tíðina sagt og gert sennilega ýmislegt. En ég vil líka gefa fólki bara annað tækifæri til þess breytast og þroskast og skipta um skoðanir og guð má vita,“ segir Kolbrún. Þá segist hún ekki vera „í þeirri stöðu að gagnrýna hvað fólk sagði fyrir tíu, fimmtán árum“. 

Aðspurð hvort kjör Ásgerðar verði endurskoðað segir hún að það sé ekki dagskrá. „Þú veist nú hvernig pólítikin er, það getur auðvitað allt gerst í henni. Þegar þú spyrð um þetta núna þá er það ekki uppi á borði. Hún er nýkomin í nefndina, það er nýbúið að ganga frá þessu öllu. Við erum að tala um innan við mánuð. Það væri mjög skrýtið ef það væri strax farið í að endurskoða þetta. Hefðir þú kannski átt þetta samtal við mig áður en búið var að ganga frá öllu þessu þá veit ég ekki hvað ég hefði sagt. Nú er þetta fast í hendi,“ segir Kolbrún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár