Ég sit hér í svefnherberginu mínu í kjallaraíbúðinni í Túnunum, sem ég hef útbúið sem skrifstofu. Eldri strákurinn minn þurfti að flytja tímabundið heim vegna ástandsins á leigumarkaðnum. Ég bjó til herbergi fyrir hann í stóru geymslunni undir bogadregnu tröppunum. Við höfum búið við alls konar aðstæður og oftast á leigumarkaði og því þakka ég mínu sæla á hverjum degi fyrir að vera svo lánsöm að hafa getað fjárfest í steypu áður en það kom önnur fasteignabóla.
Ég er að reyna að leiða hjá mér allt þetta pólitíska argaþras og hef því dregið mig inn í skel eins og almennilegur einfari og nenni varla að lesa blöðin. Hlusta stundum á Harmageddon en gleymi oftast að það eru ekki fréttir á venjulegum tíma út af boltaleik í Rússlandi og hlusta bara á BBC í staðinn.
Athugasemdir