Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Greiddi sér 4,3 milljarða arð á tveimur árum og þénaði 165 milljóna fjármagnstekjur í fyrra

Hagn­að­ur Ís­fé­lags­ins dróst sam­an um 1,8 millj­arða í fyrra, en arð­greiðsl­ur út úr fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur tvö­föld­uð­ust.

Greiddi sér 4,3 milljarða arð á tveimur árum og þénaði 165 milljóna fjármagnstekjur í fyrra

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja og einn stærsti hluthafi útgáfufélags Morgunblaðsins til margra ára, greiddi eignarhaldsfélagi sínu Fram ehf. rúmlega 3,2 milljarða arð út úr fjárfestingarfélaginu ÍV fjárfestingarfélag sem heldur utan um eignarhlut hennar í Ísfélaginu í fyrra. Árið þar á undan tók hún um milljarð út úr fjárfestingarfélaginu. Þetta kemur fram í nýlegum ársreikningi sem fjölmiðlar hafa fjallað um að undanförnu.

Samkvæmt upplýsingum úr álagningarskrám ríkisskattstjóra sem Stundin tók saman í byrjun júní þénaði Guðbjörg 165 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2017. Árið var að ýmsu leyti erfitt fyrir íslenskan sjávarútveg vegna sjómannaverkfallsins og styrkingar krónunnar. Ísfélagið er í áttunda sæti yfir þau útgerðarfyrirtæki sem ráða yfir mestum aflahlutdeildum, en hagnaður þess dróst saman um 1,8 milljarð milli ára. Engu að síður tók Guðbjörg sér rúmlega tvöfalt meiri arð úr fjárfestingarfélaginu sem fer með hlut hennar í Ísfélaginu heldur en árið á undan. Fleiri útgerðareigendur gerðu vel við sig, en eins og Stundin greindi frá á dögunum þénuðu sjö aðaleigendur þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja landsins samtals 5,9 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár