Umsækjandi um stöðu forstjóra Vegagerðarinnar segir sérfræðiþekkingu ekki metna á Íslandi sem valdi því að íslenskir sérfræðingar setjist að erlendis. Í auglýsingu um starfið var ekki krafist menntunar sérstaklega.
Bergþóra Þorkelsdóttir, menntaður dýralæknir með víðtæka stjórnendareynslu úr atvinnulífinu, verður skipuð í embætti forstjóra Vegagerðarinnar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði sig frá málinu vegna tengsla við umsækjanda og var veitingarvaldið fært til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og flokkssystur Sigurðar.
Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur var einn af umsækjendum um forstjórastöðuna. Í færslu á Facebook í gær segir hún að ekki hafi verið krafist þekkingar á samgöngumálum. „Eitt viðmiðið er þekking á samgöngumálum EÐA atvinnulífi!“ skrifar Lilja. „10 umsækjendur fá fullt hús stiga fyrir það viðmið, fimm af þeim lenda í neðstu sætum matslistans (ég væntanlega ein af þeim) og ástæðan fyrir því er að hæfnisnefndin metur þetta viðmið eingöngu sem 15% af einkunnagjöf. …
Athugasemdir