Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Helmingur styður ríkisstjórnina – Tæp 44 prósent styðja stjórnarflokkana

Litl­ar breyt­ing­ar mæl­ast á fylgi flokka milli kann­ana MMR. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur og Sam­fylk­ing þar á eft­ir. Fylgi Flokks fólks­ins eykst mark­tækt.

Helmingur styður ríkisstjórnina – Tæp 44 prósent styðja stjórnarflokkana
Tapa fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa tapað 9 prósentustiga fylgi samanlagt frá síðustu kosningum ef marka má nýja könnun MMR og mælast þeir nú með tæplega 44 prósenta stuðning. Þrátt fyrir það segist helmingur aðspurðra styðja ríkisstjórnina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mestan stuðning stjórnmálaflokka á landsvísu og Samfylkingin er næst stærst samkvæmt nýrri könnun MMR. Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna frá síðustu könnun MMR og allar breytingar eru innan vikmarka utan að fylgi Flokks fólksins eykst marktækt. Helmingur aðspurðra styður ríkisstjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 21,6 prósenta aðspurðra og dregst fylgi hans saman um 2,1 prósentustig frá síðustu könnun sem birt var fyrir mánuði síðan. Fylgi flokksins nú er  3,6 prósentustigum lægra en hann fékk upp úr kjörkössunum á síðasta ári.

Fylgi hinna stjórnarflokkanna breytist lítið frá síðustu könnun. Vinstri græn bæta við sig 0,7 prósentustigum milli kannana, mælast nú með 12,7 prósenta fylgi. Það er 4,2 prósentusitgum lægra en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn mælist með 9,5 prósenta fylgi, 0,6 prósentustigum lægra en í síðustu könnun. Fylgi flokksins hefur sigið um 1,2 prósentustig frá síðustu kosningum. Stjórnarflokkarnir þrír hafa því samanlagt tapað 9 prósentustigum frá kosningum ef mark er takandi á umræddri könnun. Samanlagt mælast flokkarnir þrír nú með 43,8 prósenta stuðning.

Samfylkingin mælist með mest fylgi stjórnarandstöðuflokkanna, 15,1 prósent. Það er hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun og þremur prósetustigum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum. Píratar fylgja fast á hæla þeirra, mælast nú með 14,3 prósenta stuðning sem er 0,2 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Flokkurinn hefur hins vegar bætt verulega við sig frá síðustu kosningum, þar sem Píratar fengu 9,2 prósent atkvæða. Miðflokkurinn heldur svo sjó, breytingar á fylgi flokksins eru litlar. Flokkurinn mælist nú með 10,6 prósenta stuðning en naut stuðnings 9,8 prósenta aðspurðra í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 10,9 prósent fylgi í kosningunum.

Flokkur fólksins bætir við sig frá síðustu könnun en 8,2 aðspurðra styðja hann nú. Í síðustu könnun sögðust 5,6 prósent aðspurðra styðja flokkinn og er um marktæka breytingu að ræða. Flokkurinn hlaut 6,9 prósent atkvæða í kosningunum og er fylgisaukningin nú innan vikmarka miðað við þau úrslit. Viðreisn missir fylgi og mælist með 5,8 prósenta stuðning en hafði 7,1 prósenta stuðning síðast. Flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum. Aðrir flokkar mælast samanlagt með 2,2 prósenta fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina er óbreyttur milli kannana, 50,1 prósent segjast styðja hana en voru 49,8 prósent síðast. Könnunin var framkvæmd dagana 12.-18. júní. 925 manns svöruðu spurningum MMR og gáfu 85,8 prósent upp afstöðu sína til stjórnmálaflokka. Óákveðnir voru 4,1 prósent, 4,5 prósent sögðust myndu skila auðu, 2,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa og 3,3 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár