Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna

For­svars­menn Hvals hf. eru sagð­ir hafa bann­að starfs­mönn­um að vera í Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness. ASÍ seg­ir þetta skýrt lög­brot. Hval­ur hf. tap­aði ný­lega dóms­máli í Hæsta­rétti sem rek­ið var af Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness fyr­ir hönd fé­lags­manns.

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna
Kristján Loftsson Forstjóri Hvals er sagður banna starfsmönnum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness. Mynd: mbl/ÞÖK

Alþýðusamband Íslands fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar. Þetta kemur fram á vef ASÍ í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), hefur sagt að Kristján hafi bannað starfsmönnum sínum að vera í félaginu eftir að VLFA vann mál fyrir hönd félagsmanns gegn Hvali hf. í Hæstarétti á dögunum.

ASÍ segir málið skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur en  atvinnurekendum er óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild og stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna. Starfsmenn hafi fullt frelsi til að velja sér stéttarfélag og skipta um félag eftir ráðningu. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekanda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Samtök atvinnulífsins beiti sér í málinu

Á Facebook síðu sinni segir Vilhjálmur að lögmaður VLFA hafi sent framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsin bréf þar sem þess er krafist að samtökin sjái til þess að forsvarsmenn Hvals fari að lögum.

„Þegar starfsmenn komu til fundar með forsvarsmönnum Hvals í morgun þá var þeim tilkynnt að enginn mætti vera í Verkalýðsfélagi Akraness heldur yrðu allir að vera í Stéttarfélagi Vesturlands þrátt fyrir að starfsstöð Hvals í Hvalfirði sé á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness,“ skrifaði Vilhjálmur á miðvikudag. „Nú ætlar Kristján Loftsson að reyna að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum að vera í VLFA vegna þess að Verkalýðsfélag Akraness uppfyllti sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu