Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna

For­svars­menn Hvals hf. eru sagð­ir hafa bann­að starfs­mönn­um að vera í Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness. ASÍ seg­ir þetta skýrt lög­brot. Hval­ur hf. tap­aði ný­lega dóms­máli í Hæsta­rétti sem rek­ið var af Verka­lýðs­fé­lagi Akra­ness fyr­ir hönd fé­lags­manns.

ASÍ fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar af stéttafélagsaðild starfsmanna
Kristján Loftsson Forstjóri Hvals er sagður banna starfsmönnum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness. Mynd: mbl/ÞÖK

Alþýðusamband Íslands fordæmir afskipti Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar. Þetta kemur fram á vef ASÍ í dag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), hefur sagt að Kristján hafi bannað starfsmönnum sínum að vera í félaginu eftir að VLFA vann mál fyrir hönd félagsmanns gegn Hvali hf. í Hæstarétti á dögunum.

ASÍ segir málið skýrt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur en  atvinnurekendum er óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild og stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna. Starfsmenn hafi fullt frelsi til að velja sér stéttarfélag og skipta um félag eftir ráðningu. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekanda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Samtök atvinnulífsins beiti sér í málinu

Á Facebook síðu sinni segir Vilhjálmur að lögmaður VLFA hafi sent framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsin bréf þar sem þess er krafist að samtökin sjái til þess að forsvarsmenn Hvals fari að lögum.

„Þegar starfsmenn komu til fundar með forsvarsmönnum Hvals í morgun þá var þeim tilkynnt að enginn mætti vera í Verkalýðsfélagi Akraness heldur yrðu allir að vera í Stéttarfélagi Vesturlands þrátt fyrir að starfsstöð Hvals í Hvalfirði sé á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness,“ skrifaði Vilhjálmur á miðvikudag. „Nú ætlar Kristján Loftsson að reyna að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum að vera í VLFA vegna þess að Verkalýðsfélag Akraness uppfyllti sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár