Eitt af fyrstu embættisverkum Svandísar var að hækka hámarkskostnað heimilanna í heilbrigðisútgjöldum um tvö prósent. Þá hækkuðu samtímis komugjöld á sjúkrahús um 2,3 til 3,2 prósent og einingarverð sjálfstætt starfandi sérfræðilækna hækkaði um tæp fimm prósent um síðustu áramót.
Uppfært: Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttarinnar. Þar segir að hækkun greiðsluþakanna komi til vegna verðlagsuppfærslna til samræmis við forsendur fjárlaga ársins 2018. Segir ráðuneytið því að ekki sé um að ræða raunhækkanir. Tilkynnt var um hækkuna á vef stjórnarráðsins í mars. Í upphaflegu frétttinni var sagt að ekki hefði verið tilkynnt um hækkunina á vef stjórnarráðsins. Það var rangt og leiðréttist hér með.
Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu getur ekki orðið hærri en 71 þúsund krónur á ári hjá almennum notanda en um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, samkvæmt reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þegar reglugerðin var upphaflega sett var kostnaðarþakið hins vegar um 69 þúsund krónur fyrir almenna …
Athugasemdir