Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fyrrverandi starfsmaður Stuðla bað barn um kynlíf gegn greiðslu

Reyndi að fá ung­lings­stúlku sem vist­uð hafði ver­ið á með­ferð­ar­heim­il­inu til að selja sig. Mað­ur­inn hafði þeg­ar ver­ið send­ur í leyfi vegna ábend­ing­ar frá lög­reglu.

Fyrrverandi starfsmaður Stuðla bað barn um kynlíf gegn greiðslu

Maður sem vann á Stuðlum í nokkrar vikur hafði samband við unglingsstúlku skömmu eftir að hún útskrifaðist af meðferðarheimilinu og reyndi að fá hana til að stunda kynlíf gegn greiðslu. Málið var tilkynnt til lögreglu.

Þegar maðurinn hafði samband við stúlkuna hafði hann þegar verið sendur í leyfi og honum tilkynnt að hann fengi ekki fastráðningu á Stuðlum eftir að hafa unnið þar á reynslutíma. Ástæðan var sú að lögreglumaður hafði tekið eftir honum á staðnum og greint vinnuveitanda frá því að lögreglan hefði oftar en einu sinni haft afskipti af manninum sem þó var með óflekkað sakavottorð. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var umsvifalaust gripið til ráðstafana; maðurinn sendur í leyfi og hefur ekki komið inn á Stuðla síðan. 

Fyrir nokkrum vikum kom þó í ljós að maðurinn hafði síðar haft samband við barn sem hafði verið vistað á heimilinu meðan hann vann þar. Mun hann hafa spurt barnið, unglingsstúlku, hvort hún gæti hugsað sér að veita kynlífsþjónustu. Er nú til skoðunar hvort hann hafi átt samskipti við fleiri börn í sama tilgangi. 

Stuðlar er meðferðarstöð á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem jafnan eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fíknivanda, ofbeldis, afbrotahegðunar eða erfiðra heimilisaðstæðna. Stundin hafði samband við Funa Sigurðsson, forstöðumann Stuðla, sem gat ekki tjáð sig um málið og vísaði til trúnaðarskyldu sinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár