Kiana Sif Limehouse er ein þriggja kvenna sem stigið hafa fram og sagt frá meintu kynferðisofbeldi sem þær urðu fyrir af hendi Aðalbergs Sveinssonar, en hann var stjúpfaðir Kiönu. Viðtal við Kiönu birtist í Mannlífi fyrr í mánuðinum og í framhaldinu sagði hún sögu sína í viðtali við DV og í sjónvarpsviðtali við RÚV. Eftir að hún steig fram í fjölmiðlum var henni hent út af heimili sínu.
Fannst tilgangslaust að stíga fram
Kiana Sif flutti til ömmu sinnar árið 2008 eftir að upp komst um ofbeldið en hefur síðastliðið ár fengið að vera á sófanum heima hjá móður sinni. Hún lét móður sína vita þegar hún hafði ákveðið að veita fyrsta viðtalið. „Ég hef alltaf viljað að samskiptin séu í lagi, svo ég settist niður með mömmu minni daginn sem ég átti að fara í viðtalið hjá Mannlífi og sagði henni frá því.“ Móðir hennar hafi ekki tekið vel …
Athugasemdir