Kolbrún Ýr Einarsdóttir hefur lent í áfalli sem enginn óskar sér að upplifa. Hún missti son sinn, Rökkva Þór Brekkan, 24. ágúst árið 2015 aðeins sjö vikna gamlan. Hún og Sigurður Trausti Traustason, maðurinn hennar, tóku þá ákvörðun rétt áður en slökkt var á vélunum, sem héldu Rökkva á lífi, að finna hamingjuna á annan hátt og gera allt sem þau gætu til að nýta tækifærin í lífinu betur.
„Ég man alltaf eftir hjúkrunarfræðingnum sem settist hjá Rökkva þegar læknarnir voru búnir að segja okkur að hann myndi ekki lifa þetta af. Ég man ekkert hvað hún heitir, en ég myndi alltaf þekkja hana í sjón. Ég fylgdist með henni strjúka honum um kollinn og halda í tærnar á honum. Hjartað hans var í raun orðið að steini, eins og læknarnir orðuðu það, það var ekki farið að slá aftur. Við Siggi fengum að fara afsíðis áður …
Athugasemdir