Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bókin: Sálmurinn um blómið

Harpa Rut Hilm­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri barna­menn­ing­ar hjá RVK

Bókin: Sálmurinn um blómið
Harpa Rut Hilmarsdóttir

Góð bók getur breytt slæmri stund í gleði. Ég á þannig bókarminningu. Ég var 19 ára og nýkomin heim eftir skiptinemaár í S-Ameríku. Ég sá auglýst starf hjá veitingamanni sem ætlaði að reka veitingahús í félagsheimili úti á landi. Ég hneigist til örlagatrúar og fannst líklegt að fyrst ég sá þessa auglýsingu myndi ég finna sjálfa mig þar. Þegar ég kom í sveitina kom hins vegar í ljós að þetta var frekar glötuð vinna. Ég var ein í risastóru félagsheimili með nett siðlausum manni sem reyndi við mig, þannig að það kom fyrir að ég þurfti að ýta honum út úr herberginu og skella í lás. Þá var gott að ég hafði tekið með mér safn bóka Þórbergs Þórðarsonar. Ég byrjaði á Sálminum um blómið og það hreinlega bjargaði geðheilsu minni þetta sumar að fylgjast með Þórbergi þegar hann reyndi að skoða og skilja heiminn út frá sjónarhorni barns. Ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bókin

Bókin

BÓK­IN: Stein­unn Harð­ar­dótt­ir

Skál­dævi­saga Michelang­e­los  „The agony and the ecta­sy“ eft­ir Irv­ing Stones heill­aði mig mjög. Michelang­elo var fædd­ur í Settignano rétt ut­an við Flórens. Ég fylgdi hon­um í hug­an­um ganga til borg­ar­inn­ar til að nema högg­myndal­ist móti vilja föð­ur síns. Í kjöl­far­ið skipu­lagði ég göngu­ferð í og um­hverf­is Flórens þar sem geng­ið var Í fót­spor Michelang­e­los.                                                                                               Þessi bók gef­ur ein­stak­lega lif­andi mynd...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár