
Góð bók getur breytt slæmri stund í gleði. Ég á þannig bókarminningu. Ég var 19 ára og nýkomin heim eftir skiptinemaár í S-Ameríku. Ég sá auglýst starf hjá veitingamanni sem ætlaði að reka veitingahús í félagsheimili úti á landi. Ég hneigist til örlagatrúar og fannst líklegt að fyrst ég sá þessa auglýsingu myndi ég finna sjálfa mig þar. Þegar ég kom í sveitina kom hins vegar í ljós að þetta var frekar glötuð vinna. Ég var ein í risastóru félagsheimili með nett siðlausum manni sem reyndi við mig, þannig að það kom fyrir að ég þurfti að ýta honum út úr herberginu og skella í lás. Þá var gott að ég hafði tekið með mér safn bóka Þórbergs Þórðarsonar. Ég byrjaði á Sálminum um blómið og það hreinlega bjargaði geðheilsu minni þetta sumar að fylgjast með Þórbergi þegar hann reyndi að skoða og skilja heiminn út frá sjónarhorni barns. Ég …
Athugasemdir