Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Að­stoð­ar­menn ráð­herra, vara­formað­ur fjár­mála­ráðs og emb­ætt­is­menn stýra vinn­unni. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, furð­ar sig á ákvörð­un­inni í ljósi þess að rík­is­stjórn­in hef­ur ít­rek­að lýst því yf­ir að haft verði sam­ráð við að­ila vinnu­mark­að­ar­ins og unn­ið í sam­starfi við sam­tök laun­þega að end­ur­skoð­un skatt­kerf­is­ins.

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Hvorki fulltrúar launþega né bótaþega eiga fulltrúa í nefndum sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað vegna heildarendurskoðunar tekjuskatts- og bótakerfa einstaklinga og fjölskyldna.

Ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt, meðal annars í yfirlýsingu vegna kjarasamninga og í greinargerð fjármálaáætlunar, að vinnan við endurskoðun tekjuskattskerfisins muni fara fram í samráði við aðila vinnumarkaðarins og í samstarfi við launaþegahreyfinguna.

Á fimmtudaginn birtist tilkynning á vef fjármálaráðuneytisins þar sem fram kom að tveir hópar hefðu verið skipaðir vegna þessarar endurskoðunar. Annars vegar er um að ræða stýrinefnd þriggja pólitískra aðstoðarmanna ráðherra undir forystu Páls Ásgeirs Guðmundssonar, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar. Hins vegar var skipaður sérfræðingahópur þar sem Axel Hall, hagfræðingur og varaformaður fjármálaráðs, gegnir formennsku. Í hópnum sitja jafnframt skrifstofustjórar úr ráðuneytum og sviðsstjóri hjá ríkisskattstjóra. Fram kemur í tilkynningunni að stýrinefnd aðstoðarmannanna muni hafa „reglulegt samráð við samtök launþega og aðra þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta við tillögugerðina“. 

Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist hafa reiknað með því, í ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar, að samtökum launafólks yrði boðið sæti við borðið. Sá háttur hafi til dæmis verið hafður á í lok áttunda og níunda áratugarins þegar boðað var til samráðs um skattkerfisbreytingar samhliða kjarasamningsgerð. 

„Það að eiga aðild að nefndum eins og þessum felur auðvitað í sér meiri ábyrgð, en þá er líka möguleiki til meiri áhrifa. Og eftir því sem þau áhrif verða meiri og fingraför hagsmuna launafólks, sérstaklega þeirra tekjulægstu, sýnilegri, þá getur slíkt vel liðkað til við gerð kjarasamninga. Ef stjórnmálamenn vilja slíkt, þá verða þeir að finna leið til þess og þetta er ekki slík leið,“ segir Gylfi og játar að það hafi komið sér á óvart þegar forsætisráðherra gerði honum grein fyrir skipun nefndanna.

„Ef stjórnmálamenn vilja koma að lausn kjaramála þá verður launafólk að sjá fram á breytingar er snerta þau verðmæti og kjör sem Alþingi ákveður. Til að slíkt geti virkað, til að launafólk sé tilbúið að bakka með hluta sinnar kröfugerðar og semja á öðrum nótum en upphaflega var lagt upp með, þá þurfa stjórnmálamenn að vera tilbúnir að gera eitthvað af því sem verkalýðshreyfingin telur skipta máli.“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Gylfi telur að kjararáðsfyrirkomulagið og sá háttur sem nú er hafður á við boðun endurskoðunar skattkerfisins endurspegli þá aðferðafræði sem hafi ráðið för hjá Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum undanfarin ár, þar sem tæknileg útfærsla kerfisins sé í forgrunni fremur en hugmyndir um samfélagsleg áhrif skattheimtunnar og skiptingu verðmæta. „Mér hafa þótt vissir stjórnmálamenn, einkum Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn, leggja mjög ríka áherslu á tæknilega útfærslu skattkerfisins en ekki endilega hafa sterka pólitíska stefnu, eða orðaða stefnu, um áhrif þess á kjör landsmanna,“ segir hann. 

Gylfi bendir á að launþegahreyfingin, ekki síst Starfsgreinasambandið, hafi lagt áherslu á að ná fram hækkun lægstu launa í krónutölu. „En af því að í tækinlegri útfærslu skattkerfisins er ákveðið að láta persónuafslátt fylgja verðlagi en ekki kaupgjaldi, þá hefur þetta leitt til kerfisbundinnar hækkunar á skattbyrði lágtekjufólks. Krónutölurnar fylgja ekki kaupgjaldi, og þetta er auðvitað stórpólitísk ákvörðun, að láta skattbyðri lágtekjufólks hækka við það eitt að verkalýðshreyfingin semji um hærra kaup. Þetta gerist vegna tæknilegrar útfærslu kerfisins. Það var aldrei lagt fram neitt frumvarp á Alþingi um að hækka skattbyrði lágtekjufólks. Þetta gerðist bara sjálfkrafa með athafnaleysi.“

„Þetta háttaleg er ekki
samstarf, þetta er ekki samráð“

Gylfi segir ýmis dæmi um það undanfarna áratugi að stjórnmálamenn hafi átt raunverulegt samráð við launþegahreyfinguna og hrint af stað aðgerðum í anda þess sem vinnandi fólk kallaði eftir. „En núna, Kjararáð og þessar nefndir sem nú eru skipaðar, þarna er ekkert verið að bjóða til neins samtals. Hér er bara verið að segja: við ætlum að breyta skattkerfinu og þið megið svo sem alveg lýsa ykkar skoðunum. Þetta er mjög teknókratískt, skilaboðin eru: Þetta er mitt áhrifasvæði, ykkur kemur þetta ekki við, þessu ætlum við að ráða. Bjarni er upptekinn af því. Gott og vel, hann gerir það og við semjum svo við atvinnurekendur, en það vantar skilning á því að ef hann vill að launamenn sveigi sínar kröfur til þá verður hann að vera tilbúinn að sveigja sínar líka. Aðeins þannig ná menn sátt. Hér er ekki tekið neitt tillit til þess. Þetta háttaleg er ekki samstarf, þetta er ekki samráð, þetta er bara tilkynning.“

Gylfi segir að nefndirnar séu skipaðar góðu fólki. „Þetta er mjög mætt fólk, en þarna virðist hins vegar ríkisstjórnin ekki vera að leggja út í samstarf heldur vera að framfylgja sinni eigin stefnu. Við komum auðvitað okkar skoðunum á framfæri við þessar nefndir, hvernig við teljum skattkerfið eiga að vera. En mér er fyrirmunað að skilja hvernig þau ætla að tengja þetta kjarasamningum eða láta þetta liðka fyrir þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár