Miklu fleira ungt fólk í foreldrahúsum en á Norðurlöndunum

14% fólks 25-34 ára býr í for­eldra­hús­um á Ís­landi mið­að við 6% á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Skýr­ari við­mið eru um hvað telst sann­gjörn leiga á Norð­ur­lönd­un­um að mati Íbúðalána­sjóðs.

Miklu fleira ungt fólk í foreldrahúsum en á Norðurlöndunum

Um 14% fólks á aldrinum 25 til 34 ára býr í foreldrahúsum á Íslandi en hlutfallið er um og undir 6% hjá nágrannalöndum okkar. Leiða má líkur að því að staðan hér á landi sé að miklu leyti sökum skorts á húsnæði sem hæfir ungu fólki til kaups eða leigu, að mati Íbúðalánasjóðs.

Spurningar eru uppi um hvort á Íslandi séu skýr viðmið um hvað teljist vera sanngjörn og eðlileg leiga, að mati Unu Jónsdóttur, deildarstjóra leigumarkaðar hjá Íbúðalánasjóði. Á fundi sjóðsins um húsnæðisleigufélög í gær vakti hún máls á því að samkvæmt íslenskum húsaleigulögum sé áskilið að leiga skuli að jafnaði vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila.

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsumÍsland sker sig úr hinum Norðurlöndunum.

„Í Svíþjóð eru til að mynda starfrækt samtök leigjenda sem semja árlega um leiguverð við leigusala, og þar er kveðið á um að leiguverð skuli vera sanngjarnt,“ sagði Una. „Viðmiðið um hvað teljist sanngjarnt verð byggist á samræmdri aðferð við að meta kosti húsnæðisins. Hægt er að skjóta síðan ágreiningi til húsaleigunefndar sem getur ákveðið nýtt leiguverð.“

Hún bætti því við að almenna reglan í Noregi sé sú að leigusamningar séu ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og óheimilt sé að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana, og þá aðeins einu sinni á ári.

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur farið hækkandi á Íslandi síðustu ár. Frá 2005 til 2015 fjölgaði hlutfall 20 til 24 ára í foreldrahúsum til dæmis úr 48% í 57%.

Eygló Harðardóttir, þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, vakti nokkra athygli árið 2015 þegar hún lagði til að ungt fólk mætti húsnæðisvandanum með því að spara og búa lengur hjá foreldrum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hryðjuverk í París

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu