Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hundurinn sem beit dreng í andlitið hafði áður ráðist á póstbera

Póst­beri seg­ir að eig­andi Alask­an Malamu­te hunds hafi sagt ósatt. Hann er með ör eft­ir árás hunds­ins, en tveim­ur mán­uð­um eft­ir árás­ina beit hund­ur­inn fimm ára dreng í and­lit­ið.

Hundurinn sem beit dreng í andlitið hafði áður ráðist á póstbera
Alaskan Malamute Hundurinn er af sömu tegund.

Starfsmaður Íslandspósts, Sigursteinn Magnússon, var bitinn til blóðs af hundi í byrjun árs og ekkert var brugðist við, hvorki af hálfu eigenda hundsins né hins opinbera. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins hafði verið gert viðvart af málinu en kaus að aðhafast ekki.

Samkvæmt reglugerðum um hundahald eiga hundar sem hafa bitið að vera með múl, en eigendur hundsins framfylgdu því ekki, og þá höfðu þau sagst ætla að reisa girðingu fyrir hann en gerðu það ekki heldur. Tveimur mánuðum seinna réðist hundurinn á barn, hinn fimm ára Sólon Brimi, og beit hann í andlitið. Drengurinn slasaðist illa og þykir mikið mildi er að ekki hafi farið verr.

„Ég er með ör á handleggnum“

Eigendur hundsins voru ekki heima þegar atvikið kom upp og  vekur málið upp spurningar um annars vegar ábyrgð og hæfni hundaeigenda og hins vegar ábyrgð stjórnvalda.

Sigursteinn, sem var bitinn tveimur mánuðum áður, segir eigandann aldrei hafa beðið sig afsökunar eða bætt sér tjónið er hundurinn beit hann og tætti úlpuna hans. „Ég er með ör á handleggnum og úlpan mín alveg í tætlum. Hann sagðist ætla að borga hana en gerði það aldrei. Hann tók reikningsnúmerið mitt og kennitölu og allt það. Síðan eru liðnir 4 mánuðir.“

Segir eiganda hundsins hafa logið

Ungi drengurinnSólon Brimar, sem var fimm ára þegar hundurinn réðst á hann, endurtók í sífellu eftir árásina: „Sólon litli er of lít­ill til að deyja.“

Sigursteinn segir eiganda hundsins hafa logið því, eftir að drengurinn var bitinn, að hann hefði aldrei bitið póstburðarmann, en síðar sagt að hundurinn hafi bitið hann vegna þess að hann hafi stigið á sig og það hafi verið hundalykt af honum. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ég var að klappa honum eins og ég var búinn að gera oft, og hann var bundinn í þrjár ketilbjöllur sem voru bara 2-3 kíló hver. Þessi hundur náði mér alveg upp á hné. Svo ætlaði ég að fara að labba af stað, þá labbaði hundurinn fyrir mig og hnéð á mér rekst í hnakkann á honum. Þá glefsaði hann í mig og ég fékk blæðandi sár“.

Eigandi hundsins hafði „engan áhuga“ á að tjá sig við Stundina og útskýra ábyrgð sína, þegar eftir því var leitað. Hann hefur þó, að sögn föður drengsins, beðið þau afsökunar á atvikinu.

Ekki eina ítrekaða árás hunds

Ofangreint atvik er ekki í fyrsta sinn þar sem hundur hefur valdið skaða oftan en einu sinni þar sem að ekkert var aðhafst í fyrstu. Árið 2011 sluppu Husky-hundar frá heimili sínu í Grafarvogi og drap annar þeirra tvo ketti á innan við ári. Höfðu hundarnir þó sloppið út oftar en tvisvar.

Vilhelm Jónsson var eigandi kattarins Lóló, seinni kattarins sem féll fyrir sama hundinum, en líkt og í tilfelli Sólons Brimis hafði hundurinn sem um ræddi áður valdið skaða ekki löngu áður. Yfirvöld hafi hins vegar brugðist hlutverki sínu og ekkert var gert í því máli. Aðspurður út í málið sagði Vilhelm að eftirlitið væri „handónýtt“, það væri einhvern veginn öllum alveg sama. Hann hefur ekki trú á því að eftirlitið hafi eða muni batna í kjölfar árásarinnar á drenginn. „Ég styð alla heilshugar sem eru að berjast. Ég trúi því mátulega, en vonandi hef ég rangt fyrir mér“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár