Enn tap á hvalveiðunum 2017 en Kristján heldur ótrauður áfram

Kostn­að­ur við hval­veið­ar Hvals hf. var hærri en tekj­urn­ar af sölu Hval­kjöts í fyrra. Hval­ur hf. hélt úti mörg hundruð millj­óna króna starf­semi þrátt fyr­ir að veiða ekki hvali í fyrra. Hval­veið­ar Hvals hf. hefjast að nýju á næstu dög­um eft­ir þriggja ára hlé.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en  Kristján heldur ótrauður áfram
Engin áhrif Mótmæli við hvalveiðum hafa engin áhrif segir Kristján Loftsson en ársreikningar Hvals hf. sýna ár eftir ár að hvalveiðarnar borga sig ekki fjárhagslega séð fyrir Hval hf. Mynd: PressPhotos

Tap upp á rúmlega 10 milljónir króna var á starfsemi hvalveiðihluta Hvals hf. í fyrra. Kostnaður við hvalveiðiþátt starfseminnar nam tæplega 875 milljónum króna á meðan Hvalur hf. seldi hvalkjöt fyrir 863 milljónir króna. Hvalur hf. stundaði engar hvalveiðar í fyrra en seldi hluta þess kjöts sem fyrirtækið á til Japans. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki stundað neinar veiðar á langreyðum í fyrra nam kostnaðurinn við að viðhalda starfseminni og möguleikanum á áframhaldandi hvalveiðum hærri upphæð en sala á hvalkjöti. Þarf af nam rekstur hvalveiðiskipa, útflutningstengdur kostnaður og ýmis kostnaður í Hvalfirði rúmlega 638 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Hvals hf. sem nýlega var skilað til Ríkisskattstjóra eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félagsins þann 8. maí. Kristján Loftsson er stærsti hluthafi Hvals hf. og framkvæmdastjóri félagsins sem mun hefja hvalveiðar að nýju við Ísland á næstu dögum. Hvalveiðunum var mótmælt við Reykjavíkurhöfn í gær, sunnudag, en til stóð að veiðar hæfust að nýju þá eftir þriggja ára hlé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár