Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en Kristján heldur ótrauður áfram

Kostn­að­ur við hval­veið­ar Hvals hf. var hærri en tekj­urn­ar af sölu Hval­kjöts í fyrra. Hval­ur hf. hélt úti mörg hundruð millj­óna króna starf­semi þrátt fyr­ir að veiða ekki hvali í fyrra. Hval­veið­ar Hvals hf. hefjast að nýju á næstu dög­um eft­ir þriggja ára hlé.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en  Kristján heldur ótrauður áfram
Engin áhrif Mótmæli við hvalveiðum hafa engin áhrif segir Kristján Loftsson en ársreikningar Hvals hf. sýna ár eftir ár að hvalveiðarnar borga sig ekki fjárhagslega séð fyrir Hval hf. Mynd: PressPhotos

Tap upp á rúmlega 10 milljónir króna var á starfsemi hvalveiðihluta Hvals hf. í fyrra. Kostnaður við hvalveiðiþátt starfseminnar nam tæplega 875 milljónum króna á meðan Hvalur hf. seldi hvalkjöt fyrir 863 milljónir króna. Hvalur hf. stundaði engar hvalveiðar í fyrra en seldi hluta þess kjöts sem fyrirtækið á til Japans. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki stundað neinar veiðar á langreyðum í fyrra nam kostnaðurinn við að viðhalda starfseminni og möguleikanum á áframhaldandi hvalveiðum hærri upphæð en sala á hvalkjöti. Þarf af nam rekstur hvalveiðiskipa, útflutningstengdur kostnaður og ýmis kostnaður í Hvalfirði rúmlega 638 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Hvals hf. sem nýlega var skilað til Ríkisskattstjóra eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félagsins þann 8. maí. Kristján Loftsson er stærsti hluthafi Hvals hf. og framkvæmdastjóri félagsins sem mun hefja hvalveiðar að nýju við Ísland á næstu dögum. Hvalveiðunum var mótmælt við Reykjavíkurhöfn í gær, sunnudag, en til stóð að veiðar hæfust að nýju þá eftir þriggja ára hlé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár