Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en Kristján heldur ótrauður áfram

Kostn­að­ur við hval­veið­ar Hvals hf. var hærri en tekj­urn­ar af sölu Hval­kjöts í fyrra. Hval­ur hf. hélt úti mörg hundruð millj­óna króna starf­semi þrátt fyr­ir að veiða ekki hvali í fyrra. Hval­veið­ar Hvals hf. hefjast að nýju á næstu dög­um eft­ir þriggja ára hlé.

Enn tap á hvalveiðunum 2017 en  Kristján heldur ótrauður áfram
Engin áhrif Mótmæli við hvalveiðum hafa engin áhrif segir Kristján Loftsson en ársreikningar Hvals hf. sýna ár eftir ár að hvalveiðarnar borga sig ekki fjárhagslega séð fyrir Hval hf. Mynd: PressPhotos

Tap upp á rúmlega 10 milljónir króna var á starfsemi hvalveiðihluta Hvals hf. í fyrra. Kostnaður við hvalveiðiþátt starfseminnar nam tæplega 875 milljónum króna á meðan Hvalur hf. seldi hvalkjöt fyrir 863 milljónir króna. Hvalur hf. stundaði engar hvalveiðar í fyrra en seldi hluta þess kjöts sem fyrirtækið á til Japans. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki stundað neinar veiðar á langreyðum í fyrra nam kostnaðurinn við að viðhalda starfseminni og möguleikanum á áframhaldandi hvalveiðum hærri upphæð en sala á hvalkjöti. Þarf af nam rekstur hvalveiðiskipa, útflutningstengdur kostnaður og ýmis kostnaður í Hvalfirði rúmlega 638 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Hvals hf. sem nýlega var skilað til Ríkisskattstjóra eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félagsins þann 8. maí. Kristján Loftsson er stærsti hluthafi Hvals hf. og framkvæmdastjóri félagsins sem mun hefja hvalveiðar að nýju við Ísland á næstu dögum. Hvalveiðunum var mótmælt við Reykjavíkurhöfn í gær, sunnudag, en til stóð að veiðar hæfust að nýju þá eftir þriggja ára hlé.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár