Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Átak í friðlýsingu náttúru til að skapa fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri

Efna­hags­legt mik­il­vægi nátt­úr­un­vernd­ar­svæða verð­ur sett í for­grunn við átak um­hverf­is­ráð­herra í frið­lýs­ingu svæða. Fram­lag til verk­efn­is­ins er 36 millj­ón­ir króna.

Átak í friðlýsingu náttúru til að skapa fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfisráðherra kynnti ríkisstjórninni áform um aukna friðlýsingu í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirbýr átak í friðlýsingum á náttúruverndarsvæðum. Hann kynnti áformin í dag fyrir ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin hefur ráðstafað 36 milljónum króna til átaksins árlega næstu tvö árin, og svo 12 milljónum króna á ári til undirbúnings stofnunar miðhálendisþjóðgarðs.

Guðmundur Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Landverndar og vakti því nokkra athygli þegar hann var gerður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Haft er eftir honum í fréttatilkynningu ráðuneytisins að leitað verði eftir samstarfi við landeigendur um náttúruvernd og efnahagsleg áhrif hennar greind.

„Við viljum til dæmis skoða þau tækifæri sem felast í efnahagslegu mikilvægi náttúruverndarsvæða“

„Við nálgumst náttúruverndina á nýjan hátt og meira út frá sjálfbærri þróun. Við viljum til dæmis skoða þau tækifæri sem felast í efnahagslegu mikilvægi náttúruverndarsvæða og aukinni samvinnu við landeigendur. Friðlýst svæði geta haft mikil efnahagsleg áhrif og mikilvægt er að þekkja þau,“ segir Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu ráðuneytisins er fjallað um að friðlýsing geti skapað fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri fyrir byggðir landsins:

„Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eru í undirbúningi verkefni með ýmsum samstarfsaðilum til að styðja betur við framgang friðunar og friðlýsinga, svo sem með því að meta forsendur fyrir samstarfi við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í landinu í einkaeigu. Hagræn áhrif friðlýstra svæða verða einnig metin og framundan er skipulögð mæling á slíkum áhrifum á ellefu náttúruverndarsvæðum hér á landi ... Friðlýsing svæða getur falið í sér ýmis tækifæri fyrir dreifðar byggðir. Friðlýsingar og friðanir geta verið mismunandi og með ólíkum áherslum eftir aðstæðum og tækifærum á hverju svæði, svo sem fjárhagslegum og samfélagslegum tækifærum í jaðarbyggðum. Umhverfisráðuneytið hyggst láta vinna sviðsmyndagreiningu fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár