Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Átak í friðlýsingu náttúru til að skapa fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri

Efna­hags­legt mik­il­vægi nátt­úr­un­vernd­ar­svæða verð­ur sett í for­grunn við átak um­hverf­is­ráð­herra í frið­lýs­ingu svæða. Fram­lag til verk­efn­is­ins er 36 millj­ón­ir króna.

Átak í friðlýsingu náttúru til að skapa fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfisráðherra kynnti ríkisstjórninni áform um aukna friðlýsingu í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirbýr átak í friðlýsingum á náttúruverndarsvæðum. Hann kynnti áformin í dag fyrir ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin hefur ráðstafað 36 milljónum króna til átaksins árlega næstu tvö árin, og svo 12 milljónum króna á ári til undirbúnings stofnunar miðhálendisþjóðgarðs.

Guðmundur Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Landverndar og vakti því nokkra athygli þegar hann var gerður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Haft er eftir honum í fréttatilkynningu ráðuneytisins að leitað verði eftir samstarfi við landeigendur um náttúruvernd og efnahagsleg áhrif hennar greind.

„Við viljum til dæmis skoða þau tækifæri sem felast í efnahagslegu mikilvægi náttúruverndarsvæða“

„Við nálgumst náttúruverndina á nýjan hátt og meira út frá sjálfbærri þróun. Við viljum til dæmis skoða þau tækifæri sem felast í efnahagslegu mikilvægi náttúruverndarsvæða og aukinni samvinnu við landeigendur. Friðlýst svæði geta haft mikil efnahagsleg áhrif og mikilvægt er að þekkja þau,“ segir Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu ráðuneytisins er fjallað um að friðlýsing geti skapað fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri fyrir byggðir landsins:

„Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eru í undirbúningi verkefni með ýmsum samstarfsaðilum til að styðja betur við framgang friðunar og friðlýsinga, svo sem með því að meta forsendur fyrir samstarfi við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í landinu í einkaeigu. Hagræn áhrif friðlýstra svæða verða einnig metin og framundan er skipulögð mæling á slíkum áhrifum á ellefu náttúruverndarsvæðum hér á landi ... Friðlýsing svæða getur falið í sér ýmis tækifæri fyrir dreifðar byggðir. Friðlýsingar og friðanir geta verið mismunandi og með ólíkum áherslum eftir aðstæðum og tækifærum á hverju svæði, svo sem fjárhagslegum og samfélagslegum tækifærum í jaðarbyggðum. Umhverfisráðuneytið hyggst láta vinna sviðsmyndagreiningu fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár