Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Átak í friðlýsingu náttúru til að skapa fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri

Efna­hags­legt mik­il­vægi nátt­úr­un­vernd­ar­svæða verð­ur sett í for­grunn við átak um­hverf­is­ráð­herra í frið­lýs­ingu svæða. Fram­lag til verk­efn­is­ins er 36 millj­ón­ir króna.

Átak í friðlýsingu náttúru til að skapa fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfisráðherra kynnti ríkisstjórninni áform um aukna friðlýsingu í dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirbýr átak í friðlýsingum á náttúruverndarsvæðum. Hann kynnti áformin í dag fyrir ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin hefur ráðstafað 36 milljónum króna til átaksins árlega næstu tvö árin, og svo 12 milljónum króna á ári til undirbúnings stofnunar miðhálendisþjóðgarðs.

Guðmundur Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Landverndar og vakti því nokkra athygli þegar hann var gerður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Haft er eftir honum í fréttatilkynningu ráðuneytisins að leitað verði eftir samstarfi við landeigendur um náttúruvernd og efnahagsleg áhrif hennar greind.

„Við viljum til dæmis skoða þau tækifæri sem felast í efnahagslegu mikilvægi náttúruverndarsvæða“

„Við nálgumst náttúruverndina á nýjan hátt og meira út frá sjálfbærri þróun. Við viljum til dæmis skoða þau tækifæri sem felast í efnahagslegu mikilvægi náttúruverndarsvæða og aukinni samvinnu við landeigendur. Friðlýst svæði geta haft mikil efnahagsleg áhrif og mikilvægt er að þekkja þau,“ segir Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu ráðuneytisins er fjallað um að friðlýsing geti skapað fjárhagsleg og samfélagsleg tækifæri fyrir byggðir landsins:

„Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eru í undirbúningi verkefni með ýmsum samstarfsaðilum til að styðja betur við framgang friðunar og friðlýsinga, svo sem með því að meta forsendur fyrir samstarfi við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í landinu í einkaeigu. Hagræn áhrif friðlýstra svæða verða einnig metin og framundan er skipulögð mæling á slíkum áhrifum á ellefu náttúruverndarsvæðum hér á landi ... Friðlýsing svæða getur falið í sér ýmis tækifæri fyrir dreifðar byggðir. Friðlýsingar og friðanir geta verið mismunandi og með ólíkum áherslum eftir aðstæðum og tækifærum á hverju svæði, svo sem fjárhagslegum og samfélagslegum tækifærum í jaðarbyggðum. Umhverfisráðuneytið hyggst láta vinna sviðsmyndagreiningu fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu