Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Námu tekjur hans 5,7 milljónum króna á mánuði árið 2017, en hluti þeirra eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra og þingmaður. Eftirlaun Davíðs eru 80% af launum forsætisráðherra, en hann fær einnig eftirlaun vegna starfa sinna sem seðlabankastjóri eftir að hann hætti á þingi.
Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra voru laun Davíðs 3,9 milljónir króna árið 2016. Hafa launatekjur hans samkvæmt þessu aukist um 1,8 milljón króna á mánuði á milli ára. Fyrra árið bauð hann sig fram til forseta Íslands og varð fjórði atkvæðahæsti frambjóðandinn með 13,7% atkvæða. Kostaði framboð hans tæpar 28 milljónir króna, en hann lagði sjálfur til 11 milljónir, samkvæmt samantekt Ríkisendurskoðanda.
Lögin sett í tíð Davíðs
Eftirlaunalögin svokölluðu voru umdeild þegar þau voru samþykkt árið 2003 þegar Davíð var forsætisráðherra. Þau voru afnumin árið 2009 í tíð stjórnar …
Athugasemdir