Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Indriði segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vanfjármagnaða og lækkun veiðigjalda óráð

„Ríkis­fjármálaáætl­un­ar­til­lag­an er van­fjármögn­uð og mun ekki standa und­ir þeim um­bótum í vel­ferð­armálum og upp­bygg­ingu inn­viða sem boð­uð voru í stjórn­arsátt­málan­um. Lækk­un veiði­gjald­anna mun enn auka á þann vanda,“ skrif­ar Indriði H. Þor­láks­son.

Indriði segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vanfjármagnaða og lækkun veiðigjalda óráð

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sé vanfjármögnuð og geti ekki staðið undir þeirri innviðauppbyggingu og þeim velferðarumbótum sem boðaðar voru í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Þetta kemur fram í umsögn hans um veiðigjaldsfrumvarp meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis. Að mati Indriða mun lækkun veiðigjalda auka enn frekar á þann vanda sem hlýst af fyrirheitum ríkisstjórnarinnar um stórfellda útgjaldaaukningu samhliða skattalækkunum.

Indriði er fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í fjármálaráðuneytinu og var á framboðslista Vinstri grænna fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Hefur flokkurinn litið mjög til skrifa Indriða um skatta- og ríkisfjármál undanfarin ár, en nú gerir Indriði alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna er á. 

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis, undir forystu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingkonu VG, lagði fram frumvarp um endurreikning veiðigjalds í síðustu viku sem felur í sér að gjaldið mun skila ríkissjóði um tveimur milljörðum minni tekjum í ár en áður var gert ráð fyrir. Með frumvarpinu eru annars vegar gerðar breytingar á krónutölum á hvert kílógramm óslægðs afla sem álagning veiðigjalda miðar við og hins vegar kveðið á um að gjaldskyldir aðilar sem greitt hafa minna en 30 milljónir í veiðigjald njóti rýmri persónuafsláttar en áður. 

Í umsögn Indriða um frumvarpið svarar hann ýmsum rökum sem færð hafa verið fram til stuðnings veiðigjaldslækkun. Hann bendir á að yfir 80 prósent aflaheimilda eru í höndum stórútgerða og því muni lækkun veiðigjalda að mestu renna til þeirra. Sé ætlunin að létta undir með litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum væri réttast að veita þeim ívilnanir, svo sem afslátt af veiðigjöldum, fremur en að „eyða margföldum þeim kostnaði í ívilnanir til þeirra sem ekkert þurfa á þeim að halda“. 

Hér að neðan má lesa umsögn Indriða Þorlákssonar í heild.

Umsögn Indriða H. Þorlákssonar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, 631. mál á 148. löggjafarþingi 2017-2018 (endurreikningur veiðigjalds).


Frumvarpið felur í sér þrjú efnisatriði; framlengingu heimildar til álagningar veiðigjalda, almenna lækkun veiðigjalda og sértæka lækkun veiðigjalda til lítilla útgerða.

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er meginástæða fyrir tillögu um lækkun veiðigjalda sú að afkoma greinarinnar hafi versnað og veiðigjöldin séu of íþyngjandi. Sú staðhæfing er ekki rökstudd með fullnægjandi hætti og ekki er birt neitt talnaefni henni til stuðnings.

Almennar forsendur fyrir breytingu á veiðigjöldum

Veiðigjöldum er ætlað að skila þjóðinni a.m.k. hluta af þeirri rentu sem fiskveiðiauðlindin skapar og er réttmæt eign þjóðarinnar en ekki þeirra sem fengið hafa einkarétt til að fénýta hana. Þessi renta er auðreiknanleg á grundvelli þeirra yfirgripsmiklu og nákvæmu gagna sem liggja fyrir í skýrslum hagstofunnar Hagur veiða og vinnslu. Á grundvelli þeirra má með mikilli vissu áætla fiskveiðirentuna á árinu 2016:

 

EBIDTA án veiðigjalda hefur frá hruni til 2015 verið á bilinu 65 til 90 milljarðar króna. en er 62 milljarðar króna á árinu 2016. Veiðigjöldin á árum 2012 til 2014 voru 11 - 12% af EBIDTA en lækkuðu í um 7% 2015 og um 10% 2016. Auðlindarenta allt frá hruni til 2015 var á bilinu 40 - 60 milljarðar króna. en var á árinu 2016 um 32 milljarðar króna. og veiðigjöldin voru 17 - 21% rentunnar á árunum 2012 til 2014, um 12% á árinu 2015 og um 19% á árinu 2016. Þótt aflabrestur á árinu 2016 og gengisþróun hafi dregið nokkuð úr dæmafáum hagnaði sjávarútvegs á árunum á undan er langt frá því að rök standi til þess að lækka veiðigjöldin umfram það sem þau gerðu sjálfkrafa vegna eðlis síns ef horfið væri frá þeirri rakalausu breytingu sem gerð var á reiknigrunni þeirra á árinu 2014. Afkomubreytingar í greininni hafa ekki orðið til þess að auka hlut ríkisins í auðlindarentunni og veiðigjöldin sem hluti af EBIDTA hefur lækkað.

Helstu orsakir breyttrar afkomu 2016 eru minna aflamagn og styrking gengis krónunnar um tíma. Þessi áhrif eru þó gjarnan ofmetin eins og bent er á hér síðar því litið er fram hjá áhrifum til lækkunar á kostnaði. Með hliðsjón af þeim breytingum á þessum liðum sem þegar eru þekkt, m.a. veikingar á krónunni má fastlega gera ráð fyrir að auðlindarenta af fiskveiðum á næstu árum verði ekki undir 40 milljarðar króna. en líklega nokkuð hærri.

Veiðigjöld frá 2013 hafa verið á bilinu 5 - 10 milljarðar króna. eða frá 10% og upp í 20% af auðlindarentunni. Hlutur útgerðarinnar hefur verið 80 - 90%. Í reynd er þó hlutur ríkisins mun minni því útgjöld þess af starfsemi sem beinlínis er vegna sjávarútvegs eru varla minni en 5 milljarðar króna. á ári sem ættu í reynd að vera gjaldfærð hjá sjávarútveginum. Nettóhlutdeild þjóðarinnar í auðlendarentunni hefur því í reynd verið á bilinu 0 - 10%.

Tillögur um breytingar á veiðigjöldum verða ekki rökstuddar með því að afkoma sjávarútvegs sé í hættu og þær verða ekki metnar nema með því að svara þeirri spurningu hversu stór hluti auðlindarentunnar eigi að renna til eiganda auðlindarinnar, þjóðarinnar, og hversu mikið á að renna í vasa eigenda útgerðarfyrirtækja sem þegar hefur verið reiknuð rífleg ávöxtun á rekstrareignir sínar í dæminu hér að framan.

Í greinargerð með frumvarpinu og málflutning talsmanna þess er einnig drepið á ýmis önnur atriði sem ætluð eru til að styðja við þörf á því eða réttlæta það.

Gengi íslensku krónunnar og afkoma sjávarútvegs

Í umræðu síðustu ára um áhrif gengis á afkomu sjávarútvegs hefur verið látið í veðri vaka að lækkað afurðaverð í íslenskum krónum sé að mestu tap sjávarútvegsins. Svo er þó ekki nema að hluta. Sjávarútvegurinn einkum hjá stórfyrirtækjunum er að verulegu leyti starfræktur í erlendum gjaldmiðli. Tekjur hans eru í erlendum gjaldmiðli og stórir kostnaðarliðir hans eins og olíur og ýmis önnur aðföng eru í erlendum gjaldmiðlum sem og fjármagnkostnaður að miklu leyti. Við það bætist að stór hluti launakostnaðar lækkar með sterkaru krónur vegna hlutaskiptakerfisins. Þetta þýðir að lækkun tekna í íslenskum krónum vegna styrkingar krónunnar fylgir einnig lækkun aðfangakostnaðar, fjármagnskostnaðar og launakostnaðar í íslenskum krónum.

Hækkun eða lækkun veiðigjalda

Því hefur verið haldið fram að í reynd sé ekki verið að lækka veiðigjöld heldur jafnvel að hækka þau vegna þess að veiðigjaldanefnd myndi lækka þau enn frekar ef ekkert yrði að gert. Er þá vísað til þess að það regluverk sem hún vinnur eftir sé ónýtt sem er út af fyrir sig rétt. Reiknistofn veiðigjalda er nú svokallaður EBT eða hreinn hagnaður sem á engan hátt lýsir raunverulegri rekstrarafkomu en er háður alls konar fjármálagerningum og bókhaldsaðgerðum sem eru afkomu sjávarútvegs óviðkomandi auk þess að gengisbreytingar koma fram í froðufærslum sem brengla afkomumyndina eins og reyndar er viðurkennt í greinargerðinni og hefur komið fram í óeðlileegum sveiflum á síðustu árum. Þessir gallar verða ekki lagfærðir með hraðara upplýsingavinnslu eins og ætla mætti af greinargerðinni. Það er ekkert betra að gera vitleysu í rauntíma í stað þess að gera hana síðar. Þessi galli leiðréttist ekki nema með því að breyta reiknigrunni veiðigjalda og tak upp EBIDTA eða auðlindaarð sem væri enn betra.

Önnur rök fyrir því að ekki sé verið að lækka veiðigjöldin er tilvísun í að í ósamþykktri ríkisfjármálaáætluninni sé gert ráð fyrir þessari lækkun. Það bendir til þess að tilgangur með frumvarpinu sé það að búa í haginn fyrir þá lækkun ríkistekna sem stefnt er að í þeirri áætlun. Ríkisfjármálaáætlunartillagan er vanfjármögnuð og mun ekki standa undir þeim umbótum í velferðarmálum og uppbyggingu innviða sem boðuð voru í stjórnarsáttmálanum. Lækkun veiðigjaldanna mun enn auka á þann vanda.

Til að meta hvort verið sé að lækka eða hækka veiðigjöld er best að líta á einfaldar staðreyndir. Veiðigjald á hvert kg. af þorski er nú 21 króna og 69 aurar. Samkvæmt frumvarpinu verður það 16 krónur og 45 aurar.

Veiðigjöld og fjárfesting

Sú mantra að veiðigjöldin hamli fjárfestingu og framþróun í sjávarútvegi lifir góðu lífi í öllu andófi við veiðigjöld. Lítil rök fyrir eru þeirri staðhæfingu. Fjárfesting á að ráðast af arðsemi hennar. Arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum hér á landi og getur slíkt leitt til offjárfestingar, einkum þegar litið er til þess að aflamagnið er takmarkað. Nýfjárfestingar í sjávarútvegi eru eins og eðlilegt er að verulegu leyti fjármagnaðar með lánum en rekstrarhagnaðurinn hefur verið notaður til arðgreiðslna eða fjárfestinga í óskyldri starfsemi. Of lág veiðigjöld stuðla þannig að því að einokunaraðstaða í sjávarútvegi verður í reynd til þess að aðrar greinar atvinnulífs færast í vaxandi mæli í hendur þessara sömu aðila og hagnast hafa á nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar.

Veiðigjöld, samþjöppun og ívilnanir vegna smærri fyrirtækja

Því er einnig haldið fram að hátt veiðigjald sé líklegt til að auka samþjöppun í greininni og gera litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Flest bendir þó til hins gagnstæða. Verð og leiguverð á kvóta er háð veiðigjaldi. Með hækkun þess minnka framtíðartekjur handhafa kvótans og þar með lækkar verð á honum og leiguverðið, sem hvort tveggja ætti að koma sér vel fyrir smærri útgerðir og kvótalausar útgerðir.

Sé hagur smærri útgerða eða atvinnustaða þeirra byggðarlaga sem treysta á þá með þeim hætti að það kalli á aðgerðir af hálfu hins opinbera eiga þær að snúa beint að þeim t.d. með ríflegum afsláttum af veiðigjalda fyrir smáútgerðir en ekki í því að eyða margföldum þeim kostnaði í ívilnanir til þeirra sem ekkert þurfa á þeim að halda. Yfir 80% aflaheimilda eru í höndum stórútgerða. Fram hjá því verður ekki komist að lækkun veiðigjalda lendir í sama mæli hjá þessum stóru aðilum. Framhjá því á ekki heldur að líta að veiðigjöld eru skattur á eigendur útgerðarfyrirækjanna hvar svo sem skip þeirra eru skráð eða landa aflað.

Lokaorð

Það er vissulega nauðsynlegt að bregðast við því að lagaheimild til álagningar veiðigjalda rennur út í lok fiskveiðiársins eða um áramót og það má vera að nauðsynlegt sé að bregðast þurfi við rekstrarvanda lítilla útgerða. Hvort tveggja er unnt að gera án þess að ákveða um leið að ráðast í lækkun almennra veiðigjald sem engin rök standa til að sé nauðsynleg eða æskileg. Efni frumvarpsins ætti því eingöngu að kveða á um að veiðigjöld þau sem nú eru í gildi haldist óbreytt til ársloka auk þess að innleiða ívilnanir til smáútgerða að því gefnu að þær séu óhjákvæmilegar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár