Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?

Sölu­verð hót­elkeðju Icelanda­ir gæti num­ið á bil­inu 10 til 13 millj­arð­ar króna. Ólík­legt að Icelanda­ir hafi sagt alla sög­una um ástæð­ur sölu hót­el­anna.

Er Icelandair að flýja íslenskan hótelmarkað vegna samdráttar?
Söluverðið á bilinu 10 til 13 milljarðar Söluverð Icelandair-hótelkeðjunnar gæti numið á bilinu 10 til 13 milljarðar króna. Sérfræðingur á fjármálamarkaði segir ólíklegt að kaupandi finnist á Íslandi. Mynd: Icelandair Hotels

Fjármálastjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, segir að flugfélagið hafi ákveðið að selja hótelin sem fyrirtækið rekur af því það sé „eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum“. Hótelin eru rekin í gegnum félagið Flugleiðahótel ehf., annars vegar undir merkjum Icelandair hótel og hins vegar Eddu hótel. Alls er um að ræða 19 hótel.

Icelandair Group greindi frá hótelsölunni með tilkynningu fyrir skömmu en ástæða hótelsölunnar kom ekki skýrt fram í henni heldur var talað um að Icelandair ætlaði sér nú að einbeita sér að „kjarnastarfsemi“ sinni, flugrekstrinum. Þá vildi Icelandair einnig, miðað við svör Boga, halda hótelunum í samstæðu Icelandair meðan verið væri að byggja Ísland upp sem heilsárs áningarstað ferðamanna. 

Icelandair er stærsta fyrirtæki landsins út frá veltu - 155 milljarðar árið 2016 - og er skráð á hlutabréfamarkaðinn á Íslandi. Félagið er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóða.

 

„Það hefur tekist mjög vel og því finnst okkur eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum“ 

Kaupverð gæti numið 10 til 13 milljörðum

Kaupverð hótelasamstæðu Icelandair - ef kaupandi finnst - gæti numið á bilinu 10 til 13 milljörðum króna miðað við veltu félagsins. Um er að ræða rekstrafélag sem yfirleitt leigir fasteignirnar sem hýsa hótelin ef félögum eins og Reitum - þetta á til dæmis við um Hótel Natura í Reykjavík. Í tilkynningu Icelandair kom fram að áhugi væri á hótelakeðjunni innanlands sem utan. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á félaginu að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum aðilum,“ var haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair. 

Sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Stundin ræðir við segir afar ólíklegt að einhver innlendur fjárfestir eða félag muni kaupa hótelkeðju Icelandair. Til þess sé fjárfestingin of há. Hann segir miklu líklegra að kaupandinn þurfi að koma að utan, til dæmis einhver stór, erlend hótelkeðja eins og Radisson.  

Einbeita sér að kjarnastarfsemiOpinberar skýringar Björgólfs Jóhannssonar á hótelsölunni eru að Icelandair ætli að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni.

Hvað vantar í svör Icelandair?

Ein af spurningunum sem stendur eftir varðandi söluna er af hverju Icelandair vilji selja hótelkeðjuna ef hún gengur vel og skilar hagnaði inn í samstæðu Icelandair. Er trúverðugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair ákveði að selja frá sér góða mjólkurkú einfaldlega af því að rekstur hennar sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ flugfélagsins og að það sé „eðlilegt“ að selja hótelrekstrinum sem félagið hefur byggt upp á liðnum árum þar sem markmiðið að gera Íslands að heilsárs áfangastað ferðamanna hafi tekist vel upp?

Um þetta segir Bogi meðal annars: „Icelandair Group er í eðli sínu flugfélag. Flugrekstur er okkar kjarnastarfsemi og er um 85% af veltu samstæðunnar.  Miðað við okkar áætlanir mun þetta hlutfall aukast á næstu árum. Ákvörðunin nú snýst um að setja enn meiri rekstrar- og stjórnunarlegan fókus á flugreksturinn hjá Icelandair.“ 

Hagnaður í fyrra segir Bogi

Árið 2016 var hagnaðurinn á hótelasamstæðu Icelandair 361 milljón. Ársreikningur Icelandair Group fyrir árið 2017 liggur fyrir en ekki ársreikningur Flugleiðahótela ehf.  í fyrra. Í ársreikningi Iceandair Group fyrir 2017 kemur ekki fram hvernig rekstur Flugleiðahótela ehf. gekk það árið. Árið 2015, þegar sá samdráttur sem nú hefur orðið vart við í íslenskri ferðaþjónstu var ekki orðinn sjáanlegur, var hins vegar 23 milljóna króna tap á rekstrinum. Hótelkeðja Icelandair var með ríflega 10 milljarða króna tekjur árið 2016 og rúmlega 8 milljarða tekjur árið 2015.  

Bogi segir aðspurður að félagið hafi verið rekið með hagnaði árið 2017 og að horfur séu ágætar 2018. Hann segir að Icelandair hefði ekki sett hótelin í söluferli ef horfur í rekstrinum væru slæmar því þetta hefði slæm áhrif á verð þeirra. „Ákvörðunin núna tengist ekki afkomunni heldur skýrari fókus í starfseminni,“ segir Bogi og vísar þar til þess að Icelandair vilji huga að kjarnastarfsemi sinni, fluginu. 

 

„Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.“

  

Harðnar á dalnum í ferðaþjónustunni

Miðað við svör Boga tók Icelandair meðal annars ákvörðun um að láta ógert að selja hótelin árið 2012 vegna þess að Icelandair vildi leggja sitt af mörkum til að breyta Íslandi í heilsárs áfangastað ferðamanna. Þetta svar bendir til að Icelandair líti svo á að félagið eigi í viðskiptum sínum og ákvörðunum meðal annars að leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir hagsmuni þjóðarbúsins.

Bogi bendir á að þetta hafi tekist vel: „Á árinu 2012 fórum við í gegnum mikla stefnumótun. Þá var ákveðið að halda hótelunum áfram inn í samstæðunni og eitt af lykilatriðinum í stefnunni sem þá var sett snérist um að breyta Íslandi í heilsárs áfangastað ferðamanna. Það hefur tekist mjög vel og því finnst okkur eðlilegt að aðrir taki við hótelrekstrinum og Icelandair snúi sér alfarið af kjarnastarfseminni, fluginu.“

Bogi segir að hótelkeðja Icelandair sé sterk, líkt og flugrekstrarhluti samstæðunnar. „Icelandair Group hefur á undanförnum árum byggt upp fjárhagslega sterk félög í flug- og hótelrekstri. Innviðir hafa jafnframt verið byggðir upp, öflugt leiðarkerfi, hágæða hótel o.s.frv. Í umhverfinu núna felast mikil tækifæri fyrir sterk félög eins og okkar.  Til að grípa tækifærin þarf skýran fókus og þangað stefnum við.“

Eitt af því sem líklegt má telja að vanti í þessi svör Boga sé það mat Icelandair að við taki nú erfiðari tímar í ferðaþjónustu og í bókunum ferðamanna á hótelum Icelandair á næstu misserum og árum og að þess vegna sé betra að selja hótelin út úr samstæðunni áður en þetta samdráttarskeið hefst fyrir alvöru. Þannig geti Icelandair fengið sem hæst verð fyrir hótelin sín, líklegast frá erlendum aðilum, áður en stöðnunar og samdráttarskeiðið í íslenskri ferðaþjónustu hefst fyrir alvöru.

Bogi segir Icelandair hafi alltaf spáð því að hægja myndi á fjölguninni í komu ferðamanna til landsins: „Í hreinskilni sagt þá hefðum við ekki sett félagið í söluferli ef við teldum horfurnar slæmar því það myndi að sjálfsögðu hafa neikvæð áhrif á verðið.  Við höfum alltaf spáð því að það myndi hægja á fjölgun ferðamanna til landsins og teljum það reyndar heilbrigða þróun.  Landið getur ekki tekið við tugprósenta aukningu ár eftir ár,“ segir Bogi. 

Afar ólíklegt verður að teljast að Icelandair hafi byggt hótelkeðjuna upp með það fyrir augum að selja hana með þessum hætti enda hefur slík skýring aldrei komið fram í máli forsvarsmanna Icelandair. Sú ákvörðun virðist vera tiltölulega ný af nálinni.  Þessu til stuðnings má benda á að Icelandair keypti Hótel Öldu á Laugavegi í apríl síðastliðnum auk þess sem flugfélagið opnar nýtt hótel við Mývatn í sumar.

 

*Athugasemd ritstjórnar. Í fyrri útgáfu greinarinnar kom fram samkvæmt heimildum Stundarinnar að Icelandair Group hafi gert tilraun til að selja veitingareksturinn á hótelum félagsins í lok síðasta árs. Bogi Nils Bogason segir að þetta sé rangt  og hefur staðhæfing um þessar tilraunir verið fjarlægð úr greininni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu