Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Fram­bjóð­and­an­um Kristni Sæ­munds­syni hef­ur ver­ið vik­ið úr flokkn­um og stjórn hans í kjöl­far frétta­flutn­ings Stund­ar­inn­ar af fram­göngu hans gagn­vart barni sínu og barn­s­móð­ur.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Kristni Sæmundssyni, frambjóðanda í 3. sæti hjá Karlalistanum fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur verið vikið úr flokknum og stjórn hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karlalistanum.

Ástæða brottvikningarinnar er frétt Stundarinnar frá því í morgun, en þar kom fram að Kristinn hefði slegið son sinn, beitt drenginn andlegu ofbeldi að mati sálfræðings og verið handtekinn fyrir að keyra með hann undir áhrifum kannabisefna.

„Karlalistanum er brugðið að heyra fréttaumfjöllun Stundarinnar um framgöngu Kristins Sæmundssonar gagnvart barni sínu og barnsmóður. Stjórn Karlalistans telur það hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristinn hafi gengið þannig fram og hefur því stjórn lagt fram vantrausttillögu á Kristin og hefur honum verið vikið úr stjórn,“ segir í tilkynningunni. „Á grundvelli samþykkta flokksins hefur stjórn einnig ákveðið að víkja honum úr flokknum. Hvorki stjórn né heldur frambjóðendur vissu af þessari sögu Kristins þegar skipað var á lista og bregst því stjórn við með afgerandi hætti.“

Einnig er vikið stuttlega að forræðis- og umgengnisdeilu Gunnars Waage við barnsmóður sína sem Stundin fjallaði um í dag: „Mál Gunnars Waage er með öllu eðlisólíkt, þar sem hann öðlaðist aftur forsjá árið 2016 fyrir dõmi. Slík er ekki gert nema faðir teljist fullkomlega hæft foreldrið. Stjórn lýsir yfir fullum stuðningi með Gunnari Waage.“ 

Kristinn skipaði í fyrstu fjórða sæti á framboðslista Karlalistans en færðist í raun upp um sæti eftir að Stefán Páll Páluson samþykkti að víkja af listanum eftir kosningar. Í ljós hafði komið að Stefán var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár