Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Fram­bjóð­and­an­um Kristni Sæ­munds­syni hef­ur ver­ið vik­ið úr flokkn­um og stjórn hans í kjöl­far frétta­flutn­ings Stund­ar­inn­ar af fram­göngu hans gagn­vart barni sínu og barn­s­móð­ur.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Kristni Sæmundssyni, frambjóðanda í 3. sæti hjá Karlalistanum fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur verið vikið úr flokknum og stjórn hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karlalistanum.

Ástæða brottvikningarinnar er frétt Stundarinnar frá því í morgun, en þar kom fram að Kristinn hefði slegið son sinn, beitt drenginn andlegu ofbeldi að mati sálfræðings og verið handtekinn fyrir að keyra með hann undir áhrifum kannabisefna.

„Karlalistanum er brugðið að heyra fréttaumfjöllun Stundarinnar um framgöngu Kristins Sæmundssonar gagnvart barni sínu og barnsmóður. Stjórn Karlalistans telur það hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristinn hafi gengið þannig fram og hefur því stjórn lagt fram vantrausttillögu á Kristin og hefur honum verið vikið úr stjórn,“ segir í tilkynningunni. „Á grundvelli samþykkta flokksins hefur stjórn einnig ákveðið að víkja honum úr flokknum. Hvorki stjórn né heldur frambjóðendur vissu af þessari sögu Kristins þegar skipað var á lista og bregst því stjórn við með afgerandi hætti.“

Einnig er vikið stuttlega að forræðis- og umgengnisdeilu Gunnars Waage við barnsmóður sína sem Stundin fjallaði um í dag: „Mál Gunnars Waage er með öllu eðlisólíkt, þar sem hann öðlaðist aftur forsjá árið 2016 fyrir dõmi. Slík er ekki gert nema faðir teljist fullkomlega hæft foreldrið. Stjórn lýsir yfir fullum stuðningi með Gunnari Waage.“ 

Kristinn skipaði í fyrstu fjórða sæti á framboðslista Karlalistans en færðist í raun upp um sæti eftir að Stefán Páll Páluson samþykkti að víkja af listanum eftir kosningar. Í ljós hafði komið að Stefán var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár