Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Fram­bjóð­and­an­um Kristni Sæ­munds­syni hef­ur ver­ið vik­ið úr flokkn­um og stjórn hans í kjöl­far frétta­flutn­ings Stund­ar­inn­ar af fram­göngu hans gagn­vart barni sínu og barn­s­móð­ur.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Kristni Sæmundssyni, frambjóðanda í 3. sæti hjá Karlalistanum fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur verið vikið úr flokknum og stjórn hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karlalistanum.

Ástæða brottvikningarinnar er frétt Stundarinnar frá því í morgun, en þar kom fram að Kristinn hefði slegið son sinn, beitt drenginn andlegu ofbeldi að mati sálfræðings og verið handtekinn fyrir að keyra með hann undir áhrifum kannabisefna.

„Karlalistanum er brugðið að heyra fréttaumfjöllun Stundarinnar um framgöngu Kristins Sæmundssonar gagnvart barni sínu og barnsmóður. Stjórn Karlalistans telur það hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristinn hafi gengið þannig fram og hefur því stjórn lagt fram vantrausttillögu á Kristin og hefur honum verið vikið úr stjórn,“ segir í tilkynningunni. „Á grundvelli samþykkta flokksins hefur stjórn einnig ákveðið að víkja honum úr flokknum. Hvorki stjórn né heldur frambjóðendur vissu af þessari sögu Kristins þegar skipað var á lista og bregst því stjórn við með afgerandi hætti.“

Einnig er vikið stuttlega að forræðis- og umgengnisdeilu Gunnars Waage við barnsmóður sína sem Stundin fjallaði um í dag: „Mál Gunnars Waage er með öllu eðlisólíkt, þar sem hann öðlaðist aftur forsjá árið 2016 fyrir dõmi. Slík er ekki gert nema faðir teljist fullkomlega hæft foreldrið. Stjórn lýsir yfir fullum stuðningi með Gunnari Waage.“ 

Kristinn skipaði í fyrstu fjórða sæti á framboðslista Karlalistans en færðist í raun upp um sæti eftir að Stefán Páll Páluson samþykkti að víkja af listanum eftir kosningar. Í ljós hafði komið að Stefán var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár