Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Fram­bjóð­and­an­um Kristni Sæ­munds­syni hef­ur ver­ið vik­ið úr flokkn­um og stjórn hans í kjöl­far frétta­flutn­ings Stund­ar­inn­ar af fram­göngu hans gagn­vart barni sínu og barn­s­móð­ur.

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Kristni Sæmundssyni, frambjóðanda í 3. sæti hjá Karlalistanum fyrir borgarstjórnarkosningar, hefur verið vikið úr flokknum og stjórn hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karlalistanum.

Ástæða brottvikningarinnar er frétt Stundarinnar frá því í morgun, en þar kom fram að Kristinn hefði slegið son sinn, beitt drenginn andlegu ofbeldi að mati sálfræðings og verið handtekinn fyrir að keyra með hann undir áhrifum kannabisefna.

„Karlalistanum er brugðið að heyra fréttaumfjöllun Stundarinnar um framgöngu Kristins Sæmundssonar gagnvart barni sínu og barnsmóður. Stjórn Karlalistans telur það hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristinn hafi gengið þannig fram og hefur því stjórn lagt fram vantrausttillögu á Kristin og hefur honum verið vikið úr stjórn,“ segir í tilkynningunni. „Á grundvelli samþykkta flokksins hefur stjórn einnig ákveðið að víkja honum úr flokknum. Hvorki stjórn né heldur frambjóðendur vissu af þessari sögu Kristins þegar skipað var á lista og bregst því stjórn við með afgerandi hætti.“

Einnig er vikið stuttlega að forræðis- og umgengnisdeilu Gunnars Waage við barnsmóður sína sem Stundin fjallaði um í dag: „Mál Gunnars Waage er með öllu eðlisólíkt, þar sem hann öðlaðist aftur forsjá árið 2016 fyrir dõmi. Slík er ekki gert nema faðir teljist fullkomlega hæft foreldrið. Stjórn lýsir yfir fullum stuðningi með Gunnari Waage.“ 

Kristinn skipaði í fyrstu fjórða sæti á framboðslista Karlalistans en færðist í raun upp um sæti eftir að Stefán Páll Páluson samþykkti að víkja af listanum eftir kosningar. Í ljós hafði komið að Stefán var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár