Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður skipaði nefnd um ótæka kæru: Sakaður um „ólögmæt afskipti“ af kosningum

Yfir­kjör­stjórn Reykja­vík­ur gagn­rýn­ir með­ferð sýslu­manns á kær­unni harð­lega og tel­ur að um sé að ræða óeðli­legt inn­grip fram­kvæmda­valds í kosn­ing­ar sveit­ar­fé­laga.

Sýslumaður skipaði nefnd um ótæka kæru: Sakaður um „ólögmæt afskipti“ af kosningum

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skipaði nefnd sem hefur tekið kæru Pírata á framkvæmd sveitarstjórnarkosninga til efnismeðferðar þrátt fyrir að lög um sveitarstjórnarkosningar kveði einungis á um að kæra megi kosningu eftir að úrslit liggja fyrir. Kæran lýtur að úthlutun listabókstafsins Þ til Frelsisflokksins, en áður hafa Píratar notað bókstafinn.

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur gagnrýnir meðferð sýslumanns á kærunni harðlega og telur að um sé að ræða „ólögmæt afskipti“ og óeðlileg inngrip framkvæmdavalds í kosningar sveitarfélaga. Þetta kemur fram í bréfi yfirkjörstjórnar til sýslumanns, en RÚV greindi fyrst frá málinu um helgina. Kallar yfirkjörstjórn eftir því að skipan nefndarinnar verði afturkölluð og kærunni vísað frá, enda bresti nefndina heimild að lögum til að taka kæruna til efnismeðferðar. Kjörstjórn óskaði eftir því að sýslumaður brygðist við bréfi sínu eigi síðar föstudaginn 18. maí, en samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hafa enn engin svör borist.

Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur skýrt fram að gert er ráð fyrir því að kosning sé kærð eftir að úrslitum hefur verið lýst. Orðrétt segir í 1. mgr. 93. gr. laganna: Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningu skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.

Eins og yfirkjörstjórn bendir á í bréfi sínu miðast þannig kærufrestur við það tímamark þegar úrslitum sveitarstjórnarkosninga er lýst og lýkur sjö dögum síðar. Um er að ræða sams konar ákvæði og er að finna í lögum um þingkosningar og forsetakosningar, en Hæstiréttur vísaði frá kæru forsetakosninga árið 2016 á þeim grundvelli að ekki væri hægt að fjalla um gildi forsetakjörs sem ekki væri lokið. Í ljósi þessa og fleira telur yfirkjörstjórn ljóst að sýslumaður hafi ekki farið að lögum þegar hann skipaði nefnd vegna kæru Pírata, enda var engin kæruheimild til staðar. Þá gagnrýnir yfirkjörstjórn einnig að nefndin hafi tekið kæru Pírata til efnislegrar meðferðar og sent út umsagnarbeiðni.

„Frjálsar og óháðar kosningar eru hornsteinn lýðræðis og þarf framkvæmd þeirra að samþýðast lögum og þeim grundvallar sjónarmiðum íslenskrar stjórnskipunar sem þar um kunna að gilda. Í því sama felst að afskipti eða inngrip framkvæmdavaldsins í framkvæmd kosninga verða að byggjast á skýrum og ótvíræðum lagaheimildum. Hvers konar ólögmæt afskipti eða inngrip framkvæmdavalds í kosningar sveitarfélaga eru þar fyrir utan til þess fallin að varpa rýrð á traust almennings sem og alþjóðasamfélagsins til kosninga og framkvæmdar þeirra hér á landi,“ segir í bréfinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár