Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ísland fellur á Regnbogakortinu

Eng­in lög sam­þykkt á síð­asta ári sem jöfn­uðu stöðu hinseg­in fólks eða tryggðu vernd þess. Mik­il­væg­ast að tryggja rétt­indi in­ter­sex- og trans­fólks. Stjórn­ar­skrá­in ver ekki hinseg­in fólk.

Ísland fellur á Regnbogakortinu
Ekkert gerst Engin lög voru samþykkt á síðasta ári sem tryggðu vernd hinsegin fólks eða jöfnuðu stöðu þess. Ísland fellur niður á Regnbogakortinu þriðja árið í röð.

Ísland fellur um tvö sæti milli ára á svokölluðu Regnbogakorti, mælikvarða á stöðu hinsegin fólks í Evrópu. Engin lög voru samþykkt á Íslandi á síðasta ári sem tryggðu vernd hinsegin fólks eða jöfnuðu stöðu þess.

Ísland fellur úr 16. sæti og niður í það 18. milli áranna 2017 og 2018 á regnbogakortinu. Það þýðir í raun ekki að staða hinsegin fólks hafi versnað milli ára heldur að ekkert gerðist í málaflokkum sem snúa að réttindum þess. Á sama tíma hafa önnur Evrópulönd tekið sér taki og því fellur Ísland niður listann. Regnbogakortið er mælikvarði sem unnin er af ILGA í Evrópu, alþjóðleg baráttusamtök hinsegin fólks.

Þriðja árið í röð sem Ísland fellur

Daníel E. ArnarssonFramkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segist vera hættur að taka mark á loforðum um aðgerðir, hann skuli taka mark á því þegar loforðin nái fram að ganga.

Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir þetta vond tíðindi. „Það sem gerist er að það gerist ekki neitt. Þetta er þriðja árið í röð sem við föllum niður listann. Það er ekki þannig að það sé verið að ganga á rétt hinsegin fólks heldur að það hefur ekkert verið gert í málefnum hinssegin fólks svo árum skiptir, eins sorglegt og það er.“

Spurður hvað það sé sem þurfi að setja á oddinn varðandi réttindi hinsegin fólks, aðgerðir sem myndu skila Íslandi ofar á Regnbogakortið, segir Daníel að margt megi bæta. „Ég verð samt að nefna líkamlega friðhelgi intersex- og transfólks. Intersexfólk er ekki nefnt á einum stað í íslenskri löggjöf. Við höfum reynt að vekja athygli á þessu og ég held að það sé það brýnasta að laga eins fljótt og auðið er. Á sama tíma er afskaplega mikilvægt að fá fram heildstæða löggjöf um transfólk, vegna þess að löggjöfin sem við búum við er orðin úr sér gengin þó hún sé í raun frekar nýleg“

Hættur að tak mark á loforðum

Ekki eru mörg ár síðan að Ísland hrósaði sér af því að vera í fararbroddi hvað varðaði réttindi hinsegin fólks. Daníel segir að það hafi kannski verið raunin upp að vissu marki hvað varðaði réttindi samkynhneigðra en annað hinsegin fólk hafi sannarlega verið útundan. „Það verður samt að segjast að þegar við fórum djúpt ofan í stöðuna fyrir nokkrum árum kom í ljós að það var afar margt sem upp á vantaði, líka hvað varðaði réttindi samkynhneigðra. Við erum til að mynda ekki með ákvæði um vernd á vinnumarkaði þegar kemur að kynhneigð, það má ennþá reka einstaklinga úr starfi á grundvelli kynhneigðar. Það má líka nefna að í stjórnarskrá Íslands er kynhneigð ekki heldur nefnd, stjórnarskráin ver ekki hinsegin fólk.“

Daníel játar því að hinsegin fólk sé orðið mjög óþreyjufullt að bíða eftir réttarbótum. „Við höfum boðið öllum framboðum til okkar fyrir síðustu tvennar Alingiskosningar og höfum ekkert fengið annað að heyra en hrós og jákvæðni og loforð um stuðning. Núverandi ríkisstjórn setti vissulega í stjórnarsáttmála sinn ákvæði um að ef bæta stöðu hinsegin fólks og við vonum auðvitað að við það verði staðið. Við höfum hins vegar svo oft fengið loforð um aðgerðir í gegnum tíðina að ég er hættur að taka mark á því. Ég skal taka mark á því þegar loforðin ná fram að ganga.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár