Undanfarið ár hefur fjölbreyttur hópur kvenna hist mánaðarlega til að deila sögum undir merkjum systralags. Magdalena Grabowicz er ein þeirra kvenna sem stendur að baki samverustundunum. „Ég byrjaði á því að kalla til svona kvennahrings fyrir um það bil ári síðan. Þetta var nokkuð sem ég saknaði frá heimalandi mínu, Póllandi, vettvangur til að tengjast öðrum konum á dýpri hátt en í daglegu lífi. Fyrst um sinn hittumst við úti í náttúrunni en þegar september kom og það fór að kólna vorum við svo heppnar að Auður í Jógasetrinu bauð okkur að hittast þar.“
Í hvert sinn sem konurnar hittast mynda þær hring á púðum á gólfinu. Oftast nær hefjast stundirnar á stuttri hugleiðslu og í kjölfar þess er sögusteinn látinn ganga kvennanna á milli. Sú sem heldur á steininum segir sögu sem liggur henni á hjarta, innan þess ramma sem hefur verið ákveðinn fyrirfram. Á meðal þess sem hefur …
Athugasemdir