Arkitektinn og gjörningakonan Borghildur Indriðadóttir stendur að baki Demoncrazy, einu þeirra verka sem marka upphaf Listahátíðar í Reykjavík. Nafn verksins vekur strax forvitni enda augljós leikur að ýmsum orðum – lýðræði, heilagur andi og brjálæði. Verkið sjálft er líka þess eðlis að það vekur áleitnar spurningar, til að mynda um almannarýmið og hverjum það tilheyrir í raun og veru.

Í apríl 2017 sá Borghildur Indriðadóttir auglýsingu frá Listahátíð í Reykjavík þar sem kallað var eftir verkum til þátttöku í ár. Hátíðin verður nú haldin í fyrsta sinn eftir að hún varð tvíæringur á ný og hana ber upp á hundrað ára afmæli fullveldisins, svo búast má við að öllu verði til tjaldað til að gera hana sem glæsilegasta. Allt þetta …
Athugasemdir