Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Framtíðin er í hinu berskjaldaða

Hvaða áhrif hef­ur það á starfs­fólk op­in­berra rýma að vera um­kringt ljós­mynd­um, mál­verk­um og skúlp­túr­um sem sýna valda­mikla karl­menn alla daga? Það er ein af þeim spurn­ing­um sem verk Borg­hild­ar Ind­riða­dótt­ur, Demoncrazy, vek­ur óhjá­kvæmi­lega. Verk­ið sam­an­stend­ur af ljós­mynd­um í yf­ir­stærð sem sýna ung­ar ber­brjósta kon­ur standa ákveðn­ar og ein­beitt­ar við stytt­ur, ljós­mynd­ir eða mál­verk af valda­mikl­um körl­um í op­in­ber­um rým­um. Sýn­ing­in er hluti af Lista­há­tíð í Reykja­vík, sem hefst í dag.

Framtíðin er í hinu berskjaldaða
Hverjum tilheyrir almannrýmið? Verkið Demoncrazy, sem sýnt er á Listahátíð í Reykjavík, vekur upp áleitnar spurningar. Mynd: Magnús Andersen

Arkitektinn og gjörningakonan Borghildur Indriðadóttir stendur að baki Demoncrazy, einu þeirra verka sem marka upphaf Listahátíðar í Reykjavík. Nafn verksins vekur strax forvitni enda augljós leikur að ýmsum orðum – lýðræði, heilagur andi og brjálæði. Verkið sjálft er líka þess eðlis að það vekur áleitnar spurningar, til að mynda um almannarýmið og hverjum það tilheyrir í raun og veru.

Vinnur þvert á listgreinarBorghildur Indriðadóttir er arkitekt sem hefur leikið, sungið og tekið þátt í gjörningum. Í dag sinnir hún listrænni stjórn eigin verka og annarra.

Í apríl 2017 sá Borghildur Indriðadóttir auglýsingu frá Listahátíð í Reykjavík þar sem kallað var eftir verkum til þátttöku í ár. Hátíðin verður nú haldin í fyrsta sinn eftir að hún varð tvíæringur á ný og hana ber upp á hundrað ára afmæli fullveldisins, svo búast má við að öllu verði til tjaldað til að gera hana sem glæsilegasta. Allt þetta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár