Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 við gerð samstarfssáttmála borgarstjórnarmeirihlutans. Flokkurinn lofaði að gera leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls en gáfu þá áherslu eftir strax í upphafi. Leikskólavist kostar enn tugi þúsunda. Nú lofar flokkurinn aðeins að gera grunnskólann gjaldfrjálsan, horfið hefur verið frá gjaldfrjálsum leikskólum og frístundaheimilum.
Vinstri græn lofuðu líka að tryggja börnum leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Það hefur heldur ekki gengið eftir, börn eiga ekki einu sinni trygga leikskólavist við 18 mánaða aldur. Nú er loforðið að opnaðar verði ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar. Mönnunarvanda í leikskólum átti einnig að leysa en það hefur sannarlega ekki tekist.
Vinstri græn lofuðu einnig uppbyggingu 2.500 leigu- og búseturéttaríbúða á kjörtímabilinu. Þó það hafi ekki gengið eftir að því marki að búið sé að fullbyggja þær íbúðir þá eru þær, og fleiri til, í kortunum og því sanngjarnt að segja að þar hafi Vinstri græn staðið …
Athugasemdir