Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinstri græn sömdu frá sér stærsta kosningaloforðið

Gáfu gjald­frjálsa mennt­un barna frá sér við gerð sam­starfs­sátt­mála meiri­hlut­ans í borg­inni. Náðu litl­um ár­angri í fé­lags­leg­um áhersl­um sín­um eða um­hverf­is­mál­um. Kosn­ingalof­orð­in nú öll hófstillt­ari.

Vinstri græn sömdu frá sér stærsta kosningaloforðið
Gáfu eftir stærsta kosningaloforðið Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að hinn pólitíski veruleiki hafi verið sá að samstarfsflokkarnir hafi ekki verið tilbúnir til að samþykkja slíkt. Loforð flokksins fyrir kosningarnar nú eru mun hófstilltari og segir Líf að þau séu meira í anda real-pólitíkur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 við gerð samstarfssáttmála borgarstjórnarmeirihlutans. Flokkurinn lofaði að gera leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls en gáfu þá áherslu eftir strax í upphafi. Leikskólavist kostar enn tugi þúsunda. Nú lofar flokkurinn aðeins að gera grunnskólann gjaldfrjálsan, horfið hefur verið frá gjaldfrjálsum leikskólum og frístundaheimilum.

Vinstri græn lofuðu líka að tryggja börnum leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Það hefur heldur ekki gengið eftir, börn eiga ekki einu sinni trygga leikskólavist við 18 mánaða aldur. Nú er loforðið að opnaðar verði ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar. Mönnunarvanda í leikskólum átti einnig að leysa en það hefur sannarlega ekki tekist.

Vinstri græn lofuðu einnig uppbyggingu 2.500 leigu- og búseturéttaríbúða á kjörtímabilinu. Þó það hafi ekki gengið eftir að því marki að búið sé að fullbyggja þær íbúðir þá eru þær, og fleiri til, í kortunum og því sanngjarnt að segja að þar hafi Vinstri græn staðið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár