Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinstri græn sömdu frá sér stærsta kosningaloforðið

Gáfu gjald­frjálsa mennt­un barna frá sér við gerð sam­starfs­sátt­mála meiri­hlut­ans í borg­inni. Náðu litl­um ár­angri í fé­lags­leg­um áhersl­um sín­um eða um­hverf­is­mál­um. Kosn­ingalof­orð­in nú öll hófstillt­ari.

Vinstri græn sömdu frá sér stærsta kosningaloforðið
Gáfu eftir stærsta kosningaloforðið Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að hinn pólitíski veruleiki hafi verið sá að samstarfsflokkarnir hafi ekki verið tilbúnir til að samþykkja slíkt. Loforð flokksins fyrir kosningarnar nú eru mun hófstilltari og segir Líf að þau séu meira í anda real-pólitíkur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 við gerð samstarfssáttmála borgarstjórnarmeirihlutans. Flokkurinn lofaði að gera leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls en gáfu þá áherslu eftir strax í upphafi. Leikskólavist kostar enn tugi þúsunda. Nú lofar flokkurinn aðeins að gera grunnskólann gjaldfrjálsan, horfið hefur verið frá gjaldfrjálsum leikskólum og frístundaheimilum.

Vinstri græn lofuðu líka að tryggja börnum leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Það hefur heldur ekki gengið eftir, börn eiga ekki einu sinni trygga leikskólavist við 18 mánaða aldur. Nú er loforðið að opnaðar verði ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar. Mönnunarvanda í leikskólum átti einnig að leysa en það hefur sannarlega ekki tekist.

Vinstri græn lofuðu einnig uppbyggingu 2.500 leigu- og búseturéttaríbúða á kjörtímabilinu. Þó það hafi ekki gengið eftir að því marki að búið sé að fullbyggja þær íbúðir þá eru þær, og fleiri til, í kortunum og því sanngjarnt að segja að þar hafi Vinstri græn staðið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár